Hópþrýstingur er einelti 5. nóvember 2009 06:00 Bestu ár lífsins eru í framhaldsskóla. Þetta hafa margir heyrt og það er oftast mikil tilhlökkun að loknum grunnskóla að hefja nám í nýjum skóla og komast á næsta skólastig. Ábyrgðin eykst og horft er til nýrra viðfangsefna og nýrra ævintýra. Það á líka að vera gleðiefni að takast á við nám sem viðkomandi hefur sjálfur valið sér. Félagslíf framhaldsskóla er gjarnan sveipað miklum ljóma og hefur oft áhrif á val nemenda um skóla. Ungt fólk hefur mikla þörf fyrir að koma saman og skemmta sér og á að eiga kost á góðu og heilbrigðu félagslífi. Í framhaldsskólum er stærsti hluti nemenda undir lögaldri varðandi áfengisnotkun. Það þarf að ná tvítugsaldri til að mega kaupa og nota áfengi. Félagslíf í framhaldsskólum ætti því að vera án allra vímuefna en er því miður ekki svo. Þeir sem hefja nám í framhaldsskólum og foreldrar þeirra eru oft á tíðum grunlausir um þá drykkju sem fram fer hjá framhaldskólanemendum. Nemendur verða fyrir hópþrýstingi án þess að gera sér grein fyrir því. Þessi hópþrýstingur er ekkert annað en einelti. Þeir sem vilja skemmta sér án áfengis fá ekki frið til þess. Þessi tegund eineltis hefur ekki verið í umræðunni. Það er ekki af innri þörf sem nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla byrja að drekka. Það er vegna þess að þeir hafa heyrt það frá eldri ungmennum að þeir eigi að byrja að drekka á þessum aldri og séu jafnvel skrítnir ef þeir drekka ekki. Þeir verða fyrir einelti. Því miður eru sumir foreldrar á þessari skoðun líka og kaupa jafnvel áfengi fyrir börn sín. Með hátterni okkar fullorðnu erum við að taka þátt í þessum hópþrýstingi án þess kannski að átta okkur á því. Við fullorðna fólkið verðum að hætta að taka þátt í eineltinu. Eineltinu að styðja hópþrýsting og þröngva þannig fjölda ungmenna til að hefja notkun áfengis löngu áður en þau hafa löngun og leyfi til. Það er nefnilega hópur ungmenna sem vill skemmta sér án áfengis en fer í felur. Við eigum með öllu að tryggja réttindi þeirra sem vilja skemmta sér án áfengis á þeim aldri sem þeim er ætlað að vera án áfengis. Það á að vera svo sjálfsagt að fylgja lögum varðandi notkun áfengis að við eigum að vera hissa ef einhver brýtur lögin en ekki ef einhver heldur þau. Við þurfum að sameinast um það viðhorf og þá ákvörðun að fylgja eftir þeim lögum og reglum sem við höfum sjálf sett okkur. Að standa saman og senda sömu skilaboð er það sem skiptir máli. Með því gefum við ungu fólki frelsi til að vera án áfengis, tóbaks og annarra vímugjafa. Það er okkar, hinna fullorðnu, að létta af unga fólkinu þeim hópþrýstingi að eiga að drekka áður en það hefur aldur til. Unglingar vilja vera án áfengis, þeir vilja lífsgæði, leyfum þeim það, sýnum þeim stuðning og kennum þeim að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Höfundur er landsfulltrúi UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Bestu ár lífsins eru í framhaldsskóla. Þetta hafa margir heyrt og það er oftast mikil tilhlökkun að loknum grunnskóla að hefja nám í nýjum skóla og komast á næsta skólastig. Ábyrgðin eykst og horft er til nýrra viðfangsefna og nýrra ævintýra. Það á líka að vera gleðiefni að takast á við nám sem viðkomandi hefur sjálfur valið sér. Félagslíf framhaldsskóla er gjarnan sveipað miklum ljóma og hefur oft áhrif á val nemenda um skóla. Ungt fólk hefur mikla þörf fyrir að koma saman og skemmta sér og á að eiga kost á góðu og heilbrigðu félagslífi. Í framhaldsskólum er stærsti hluti nemenda undir lögaldri varðandi áfengisnotkun. Það þarf að ná tvítugsaldri til að mega kaupa og nota áfengi. Félagslíf í framhaldsskólum ætti því að vera án allra vímuefna en er því miður ekki svo. Þeir sem hefja nám í framhaldsskólum og foreldrar þeirra eru oft á tíðum grunlausir um þá drykkju sem fram fer hjá framhaldskólanemendum. Nemendur verða fyrir hópþrýstingi án þess að gera sér grein fyrir því. Þessi hópþrýstingur er ekkert annað en einelti. Þeir sem vilja skemmta sér án áfengis fá ekki frið til þess. Þessi tegund eineltis hefur ekki verið í umræðunni. Það er ekki af innri þörf sem nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla byrja að drekka. Það er vegna þess að þeir hafa heyrt það frá eldri ungmennum að þeir eigi að byrja að drekka á þessum aldri og séu jafnvel skrítnir ef þeir drekka ekki. Þeir verða fyrir einelti. Því miður eru sumir foreldrar á þessari skoðun líka og kaupa jafnvel áfengi fyrir börn sín. Með hátterni okkar fullorðnu erum við að taka þátt í þessum hópþrýstingi án þess kannski að átta okkur á því. Við fullorðna fólkið verðum að hætta að taka þátt í eineltinu. Eineltinu að styðja hópþrýsting og þröngva þannig fjölda ungmenna til að hefja notkun áfengis löngu áður en þau hafa löngun og leyfi til. Það er nefnilega hópur ungmenna sem vill skemmta sér án áfengis en fer í felur. Við eigum með öllu að tryggja réttindi þeirra sem vilja skemmta sér án áfengis á þeim aldri sem þeim er ætlað að vera án áfengis. Það á að vera svo sjálfsagt að fylgja lögum varðandi notkun áfengis að við eigum að vera hissa ef einhver brýtur lögin en ekki ef einhver heldur þau. Við þurfum að sameinast um það viðhorf og þá ákvörðun að fylgja eftir þeim lögum og reglum sem við höfum sjálf sett okkur. Að standa saman og senda sömu skilaboð er það sem skiptir máli. Með því gefum við ungu fólki frelsi til að vera án áfengis, tóbaks og annarra vímugjafa. Það er okkar, hinna fullorðnu, að létta af unga fólkinu þeim hópþrýstingi að eiga að drekka áður en það hefur aldur til. Unglingar vilja vera án áfengis, þeir vilja lífsgæði, leyfum þeim það, sýnum þeim stuðning og kennum þeim að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Höfundur er landsfulltrúi UMFÍ.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar