Fitch: Ríkisfjármál Íslands þau veikustu af metnum þjóðum 3. september 2009 12:52 Fitch Ratings segir í nýju mati sínu á Íslandi að ríkisfjármálin séu mest veikburða af þeim þjóðum sem Fitch metur. Hinsvegar megi benda á að tekjur Íslendinga séu háar og skattagrunnurinn sterkur miðað við aðrar þjóðir sem hafa sama lánshæfismat eins og Ungverjaland og Indland. Sem kunnugt er af fréttum hefur Fitch ákveðið að viðahalda lánshæfismati sínu á ríkissjóði í BBB- en þó áfram með neikvæðum horfum. Fitch segir að það sem gæti lækkað lánshæfismatið sé þrennt. Að Icesave samkomulagið gangi ekki eftir, að skuldahlutfallið versni frá því sem gert er ráð fyrir eftir 2010 og að ekki takist að koma á stöðugleika á gengi krónunnar. Fram kemur í skýrslu Fitch sem fylgir matinu að Fitch reiknar með að beinn kostnaður við að endurfjármagna bankakerfið muni nema 40% af landsframleiðslu landsins. Sé þetta svipað og hjá sumum Asíu-þjóðum í kreppunni þar á tíunda áratug síðustu aldar. Þá telur Fitch jákvætt að svo virðist sem engar hindranir séu lengur fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ljúki við fyrstu endurskoðun sína á samstarfsáætlun sjóðsins og Íslands. Slíkt myndi leiða til þess að önnur greiðslan frá AGS berst í hús sem og lánin frá Norðurlöndunum, samtals nærri 4 milljarðar dollara. Geta Íslands til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar í náinni framtíð er viðvarandi áhyggjuefni að mati Fitch. Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Fitch Ratings segir í nýju mati sínu á Íslandi að ríkisfjármálin séu mest veikburða af þeim þjóðum sem Fitch metur. Hinsvegar megi benda á að tekjur Íslendinga séu háar og skattagrunnurinn sterkur miðað við aðrar þjóðir sem hafa sama lánshæfismat eins og Ungverjaland og Indland. Sem kunnugt er af fréttum hefur Fitch ákveðið að viðahalda lánshæfismati sínu á ríkissjóði í BBB- en þó áfram með neikvæðum horfum. Fitch segir að það sem gæti lækkað lánshæfismatið sé þrennt. Að Icesave samkomulagið gangi ekki eftir, að skuldahlutfallið versni frá því sem gert er ráð fyrir eftir 2010 og að ekki takist að koma á stöðugleika á gengi krónunnar. Fram kemur í skýrslu Fitch sem fylgir matinu að Fitch reiknar með að beinn kostnaður við að endurfjármagna bankakerfið muni nema 40% af landsframleiðslu landsins. Sé þetta svipað og hjá sumum Asíu-þjóðum í kreppunni þar á tíunda áratug síðustu aldar. Þá telur Fitch jákvætt að svo virðist sem engar hindranir séu lengur fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ljúki við fyrstu endurskoðun sína á samstarfsáætlun sjóðsins og Íslands. Slíkt myndi leiða til þess að önnur greiðslan frá AGS berst í hús sem og lánin frá Norðurlöndunum, samtals nærri 4 milljarðar dollara. Geta Íslands til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar í náinni framtíð er viðvarandi áhyggjuefni að mati Fitch.
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira