Ætla að tryggja innistæður Kaupþings í Luxemborg 5. janúar 2009 15:02 Didier Reynders fjármálaráðherra Belgíu mun leggja til á morgun að stofnaður verði sjóður sem tryggi innistæður á reikningum Kaupþings í Luxemborg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reynders en greint er frá henni á Reuters fréttaveitunni. Sjóðurinn yrði fjármagnaður með fé frá stjórnvöldum í bæði Belgíu og Luxemborg auk þess að hópur arabískra fjárfesta myndi einnig leggja fé af mörkum. Þessir fjárfestar hafa átt í samningaviðræðum um kaup á Kaupþingi í Luxemborg undanfarnar vikur. Samkæmt talsmanni Reynders yrði um að ræða að allar innistæður yrðu strax tryggðar upp að 20.000 evrum á hvern innistæðureikning. Þegar kæmi fram í apríl myndi tryggingin ná til heildarupphæðinnar á hverjum reikningi. Framlag Belgíu til þessa sjóðs mun nema 100 milljónum evra eða tæplega 17 milljörðum kr.. Fram kemur í frétt Reuters að Luc Frieden fjármálaráðherra Luxemborgar sé samþykkur þessum áformum. Reynders mun leggja fram formlega tillögu um sjóðinn á ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður á morgun, þriðjudag. Eftir það er líklegt að samningaviðræður Belga, Luxemborgara og hinna arabísku fjárfesta um kaupin á Kaupþingi fari aftur í gang. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Didier Reynders fjármálaráðherra Belgíu mun leggja til á morgun að stofnaður verði sjóður sem tryggi innistæður á reikningum Kaupþings í Luxemborg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reynders en greint er frá henni á Reuters fréttaveitunni. Sjóðurinn yrði fjármagnaður með fé frá stjórnvöldum í bæði Belgíu og Luxemborg auk þess að hópur arabískra fjárfesta myndi einnig leggja fé af mörkum. Þessir fjárfestar hafa átt í samningaviðræðum um kaup á Kaupþingi í Luxemborg undanfarnar vikur. Samkæmt talsmanni Reynders yrði um að ræða að allar innistæður yrðu strax tryggðar upp að 20.000 evrum á hvern innistæðureikning. Þegar kæmi fram í apríl myndi tryggingin ná til heildarupphæðinnar á hverjum reikningi. Framlag Belgíu til þessa sjóðs mun nema 100 milljónum evra eða tæplega 17 milljörðum kr.. Fram kemur í frétt Reuters að Luc Frieden fjármálaráðherra Luxemborgar sé samþykkur þessum áformum. Reynders mun leggja fram formlega tillögu um sjóðinn á ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður á morgun, þriðjudag. Eftir það er líklegt að samningaviðræður Belga, Luxemborgara og hinna arabísku fjárfesta um kaupin á Kaupþingi fari aftur í gang.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira