Bankarnir gætu fallið aftur vegna erlendra skulda 8. janúar 2009 18:35 Erlendar skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila gætu leitt til þess að bankarnar fari aftur í þrot. Starfshópur á vegum ríkisins vinnur nú að því að endurskipuleggja eignasafn bankanna. Til greina kemur að breyta íbúðalánum yfir í verðtryggð krónulán. Gengisbundin lán íslenskra heimila og fyrirtækja námu um eitt þúsund og sjö hundruð milljörðum króna þegar bankarnir hrundu síðasta haust. Frá þeim tíma hafa lánin hækkað verulega samfara veikingu krónunnar. Lán þessi eru nú metin sem gengistengd eign hjá nýju ríkisbönkunum. Komi krónan til með að styrkjast rýrna þessar eignir og gríðarlegt gengistap myndast hjá bönkunum. Tapið gæti hlaupið á mörg hundruð milljörðum króna en til mæta því verða bankarnir að ganga á eigið fé. Ólíklegt þykir að bankarnir ráði við slíkt áfall en til samanburðar má nefna að samkvæmt nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi fær ríkissjóður heimild til að veita ríkisbönkunum þremur allt að 385 milljarða króna í eigið fé á þessu ári. Því er veruleg hætta fyrir hendi bankarnir fari aftur í þrot ef ekkert verður að gert. Sérstakur starfshópur á vegum hins opinbera, þar sem í sitja meðal annars fulltrúar frá Seðlabankanum og forsætisráðuneytinu, vinnur nú að því að þróa leiðir til að breyta þessum gengisbundu lánum yfir í annars konar eignarform. Niðurstöður liggja ekki fyrir en stefnt er að því að starfshópurinn ljúki störfum áður en bankarnir verða endurfjármagnaðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur meðal annars til greina að erlendum íbúðalánum verði breytt í hefðbundin verðtryggð krónulán. Lánin verða yfirtekin á því gengi sem var í gildi þegar þau voru tekin. Síðan verður verðtrygging reiknuð ofan á lánin til dagsins í dag. Þetta á að tryggja að jafnræðis sé gætt gagnvart þeim heimilum sem nú þegar hafa sín íbúðalán í íslenskum krónum. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Erlendar skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila gætu leitt til þess að bankarnar fari aftur í þrot. Starfshópur á vegum ríkisins vinnur nú að því að endurskipuleggja eignasafn bankanna. Til greina kemur að breyta íbúðalánum yfir í verðtryggð krónulán. Gengisbundin lán íslenskra heimila og fyrirtækja námu um eitt þúsund og sjö hundruð milljörðum króna þegar bankarnir hrundu síðasta haust. Frá þeim tíma hafa lánin hækkað verulega samfara veikingu krónunnar. Lán þessi eru nú metin sem gengistengd eign hjá nýju ríkisbönkunum. Komi krónan til með að styrkjast rýrna þessar eignir og gríðarlegt gengistap myndast hjá bönkunum. Tapið gæti hlaupið á mörg hundruð milljörðum króna en til mæta því verða bankarnir að ganga á eigið fé. Ólíklegt þykir að bankarnir ráði við slíkt áfall en til samanburðar má nefna að samkvæmt nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi fær ríkissjóður heimild til að veita ríkisbönkunum þremur allt að 385 milljarða króna í eigið fé á þessu ári. Því er veruleg hætta fyrir hendi bankarnir fari aftur í þrot ef ekkert verður að gert. Sérstakur starfshópur á vegum hins opinbera, þar sem í sitja meðal annars fulltrúar frá Seðlabankanum og forsætisráðuneytinu, vinnur nú að því að þróa leiðir til að breyta þessum gengisbundu lánum yfir í annars konar eignarform. Niðurstöður liggja ekki fyrir en stefnt er að því að starfshópurinn ljúki störfum áður en bankarnir verða endurfjármagnaðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur meðal annars til greina að erlendum íbúðalánum verði breytt í hefðbundin verðtryggð krónulán. Lánin verða yfirtekin á því gengi sem var í gildi þegar þau voru tekin. Síðan verður verðtrygging reiknuð ofan á lánin til dagsins í dag. Þetta á að tryggja að jafnræðis sé gætt gagnvart þeim heimilum sem nú þegar hafa sín íbúðalán í íslenskum krónum.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira