Viðskipti innlent

Erlendir aðilar fá 5,6 milljarða kr. í vaxtagreiðslur í janúar

Vaxtagreiðslur af gjalddaga á 40 milljarða kr. krónubréfum í þessum mánuði munu nema 5,6 milljörðum kr.. Gjalddaginn er 28. janúar. Bréfin eru að mestu í eigu erlendra aðila.

Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi Landsbankans um efnahagsmál. Raunar er annar gjalddagi krónubréfa í dag en þar er aðeins um 3 milljarða kr. að ræða.

Eins og kunnugt er af fréttum geta erlendir handhafar krónubréfanna ekki fengið þau greidd út í gjaldeyri sökum gjaldeyrishaftanna sem í gildi eru. Seðlabankinn hefur hinsvegar breytt reglum sínum þannig að hægt er að fá vextina greidda í gjaldeyri.

Framundan í febrúar og mars eru svo verulega háar vaxtagreiðslur af krónubréfum en Seðlabankinn notar gjaldeyrisforða sinn til að standa straum af þessum greiðslum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×