Samstaða - um hvað? 8. janúar 2009 06:00 'Nær allir leiðtogar þjóðarinnar hafa í áramótahugleiðingum sínum lagt áherslu á að nú þurfi þjóðin að standa saman. Grundvallarforsenda samstöðu smærri eða stærri hópa, hvað þá heillar þjóðar, er þó nú sem ætíð að öllum sé ljóst um hvað þeir ætla að standa saman. Væntanlega þarf samstaðan ekki síst að snúast um að deila minnkandi þjóðarköku þannig að hún dugi þjóðinni til lífsviðurværis í víðum skilningi. Þjóðarsátt verður því að byggjast á að þeir sem nú bera meira úr býtum taki á sig þyngstu byrðar skerðingar og sú stefna hefur þegar komið fram allvíða, nú síðast með lækkun launa alþingismanna í 520 þús. kr á mánuði. Vitað er að völd og ábyrgð alþingismanna er mikil og því eðlilegt að spurt sé hvort einhverjir og þá hverjir eigi að hafa hærri laun en þeir. Hversu margir af starfsmönnum ríkisstofnana, sveitarfélaga og fjármálastofnana eru í dag ofan við þessa viðmiðun? Í framhaldi af því má spyrja, hvað um ýmsa útselda þjónustu, er nú t.d. sanngjarnt að greiða 3.500 kr. fyrir klippingu? Verða ekki hvers kyns eftirlitsiðnaður og þjónustustarfsemi að endurskoða gjáldskrár sínar? Er ásættanlegt að slíkir aðilar selji hverja vinnustund á 15-20.000 kr?. Því miður eru miklar líkur á að nú verji hver sitt með kjafti og klóm óháð þörfum þjóðarinnar fyrir hófsemi og réttlæti og breytingar gerist því hægt nema stjórnendur sýni styrk og festu. Enginn dregur þörf á samstöðu þjóðarinnar í efa en leiðtogarnir verða að gera gleggri grein fyrir í hverju sú samstaða á að felast. Höfundur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
'Nær allir leiðtogar þjóðarinnar hafa í áramótahugleiðingum sínum lagt áherslu á að nú þurfi þjóðin að standa saman. Grundvallarforsenda samstöðu smærri eða stærri hópa, hvað þá heillar þjóðar, er þó nú sem ætíð að öllum sé ljóst um hvað þeir ætla að standa saman. Væntanlega þarf samstaðan ekki síst að snúast um að deila minnkandi þjóðarköku þannig að hún dugi þjóðinni til lífsviðurværis í víðum skilningi. Þjóðarsátt verður því að byggjast á að þeir sem nú bera meira úr býtum taki á sig þyngstu byrðar skerðingar og sú stefna hefur þegar komið fram allvíða, nú síðast með lækkun launa alþingismanna í 520 þús. kr á mánuði. Vitað er að völd og ábyrgð alþingismanna er mikil og því eðlilegt að spurt sé hvort einhverjir og þá hverjir eigi að hafa hærri laun en þeir. Hversu margir af starfsmönnum ríkisstofnana, sveitarfélaga og fjármálastofnana eru í dag ofan við þessa viðmiðun? Í framhaldi af því má spyrja, hvað um ýmsa útselda þjónustu, er nú t.d. sanngjarnt að greiða 3.500 kr. fyrir klippingu? Verða ekki hvers kyns eftirlitsiðnaður og þjónustustarfsemi að endurskoða gjáldskrár sínar? Er ásættanlegt að slíkir aðilar selji hverja vinnustund á 15-20.000 kr?. Því miður eru miklar líkur á að nú verji hver sitt með kjafti og klóm óháð þörfum þjóðarinnar fyrir hófsemi og réttlæti og breytingar gerist því hægt nema stjórnendur sýni styrk og festu. Enginn dregur þörf á samstöðu þjóðarinnar í efa en leiðtogarnir verða að gera gleggri grein fyrir í hverju sú samstaða á að felast. Höfundur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar