Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: Ekki gera ekki neitt 30. desember 2009 06:00 Í upphafi ársins 2009 voru miklar vonir bundnar við það að fljótt og örugglega yrði unnið úr þeim aðkallandi verkefnum sem lágu fyrir eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þjóðarhagsmunir ofar sérhagsmunumMikil þörf var á að stjórnmálamenn, atvinnulífið og þjóðin öll sameinuðust um þau brýnu úrlausnarefni sem nauðsyn var að leysa. Þannig hafa þjóðir heimsins oft gert eftir til dæmis náttúruhamfarir eða styrjaldir. Þjóðarhagsmunir eru settir ofar hagsmunum stjórnmálaflokka og einstaklinga. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hversu lítið hefur miðað í endurreisn efnahagslífsins á árinu sem er að líða og hversu ósamstiga stjórnmálamenn hafa verið við uppbyggingarstarfið. Slæmt er að sjá hvernig skoðanir einstaka stjórnmálamanna til erfiðra úrlausnarefna hafa gjörbreyst eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Verst að gera ekki neittUppbyggingin hefur einnig tafist vegna almennrar ákvarðanatökufælni. Megináhersla hefur verið lögð á að gera réttu hlutina og mikil hræðsla virðist vera við að gera mistök. Sú ranghugmynd hefur löngum verið við lýði að auðvelt sé að forðast mistök með því einfaldlega að gera ekki neitt. Fjölmiðlar og almenningsálitið hafa refsað stjórnvöldum og einstaklingum grimmilega fyrir allt sem orkar tvímælis, en á sama tíma hefur aðgerðaleysi verið umborið. Þessu verður að breyta, þjóðin þarf styrka og hraða ákvarðanatöku þar sem störf manna eru metin út frá hverju þeir áorka á grundvelli þeirrar sýnar sem þeir hafa á lausn vandans en einstaka mistök skulu umborin. Hér gildir það sama og við uppbyggingu eftir náttúruhamfarir eða styrjaldir, að gera ekki neitt er yfirleitt versta ákvörðunin fyrir heildina. Hér er sérstaklega mikilvægt að fjölmiðlar breyti nálgun sinni. Raunhagkerfið sterktÞó að hrunið á Íslandi hafi verið mikið áfall og hafi haft sérlega slæm áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins er mikilvægt að hafa það í huga að hrunið hefur enn sem komið er einskorðast við eins konar pappírshagkerfi. Raunhagkerfið sem stendur undir lífskjörum í landinu og byggir á framleiðslu og útflutningi hefur enn ekki skaðast. Við eigum enn allar okkar mikilvægu auðlindir sem eru undirstöður útflutningsgreinanna, mannauðinn, fiskinn, orkuna og íslenska náttúru. Á sama tíma hefur samkeppnisstaða útflutningsfyrirtækjanna styrkst verulega með veikingu krónunnar og bættum aðgangi að hæfu starfsfólki. Möguleikar á að stórefla útflutningsgreinarnar eru því miklir, sérstaklega í ljósi þess að síðasta áratug hefur verið mjög illa búið að útflutningsfyrirtækjum og þeim nánast verið ýtt úr landi. Gengi íslensku krónunnar var um árabil skráð allt of hátt og erfið samkeppni var við bankana um hæft starfsfólk. Enn sömu verkefninBrýnustu verkefnin fyrir íslenskt atvinnulíf um þessi áramót eru því miður enn þau sömu og voru um síðustu áramót. • Nauðsynlegt er að losa um gjaldeyrishöftin og koma á virkum gjaldeyrismarkaði því að öðrum kosti geta öflug alþjóðleg fyrirtæki ekki starfað hér á landi. • Skapa þarf aðgengi að erlendu fjármagni til endurfjármögnunar á eldri lánum fyrirtækja, til nýframkvæmda og í formi hlutafjár. • Vextir þurfa að vera sambærilegir og í Evrópu til þess að sporna gegn þeim samdrætti sem er í hagkerfinu. • Koma þarf á fót skilvirku bankakerfi sem styður markvisst við bæði fyrirtæki og einstaklinga. Verðum að axla ábyrgðEftir efnahagshrunið haustið 2008 hafa umtalsverðar skuldir lent á þjóðinni en þrátt fyrir það erum við ekki skuldsettari en margar nágrannaþjóðir okkar. Það er enginn vafi í mínum huga að við höfum fulla burði til þess að standa undir öllum okkar skuldum með öflugum útflutningi og tryggja á sama tíma að lífskjör á Íslandi verði fljótlega með því besta sem þekkist. Afar mikilvægt er að við sem þjóð öxlum okkar ábyrgð gagnvart þeim skuldbindingum sem alþjóðasamfélagið telur undantekningarlaust að við berum. Við komum okkur í þessa stöðu og við þurfum sjálf að vinna okkur út úr henni. Ég óska lesendum Fréttablaðsins gæfu og gleði á nýju ári. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Í upphafi ársins 2009 voru miklar vonir bundnar við það að fljótt og örugglega yrði unnið úr þeim aðkallandi verkefnum sem lágu fyrir eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þjóðarhagsmunir ofar sérhagsmunumMikil þörf var á að stjórnmálamenn, atvinnulífið og þjóðin öll sameinuðust um þau brýnu úrlausnarefni sem nauðsyn var að leysa. Þannig hafa þjóðir heimsins oft gert eftir til dæmis náttúruhamfarir eða styrjaldir. Þjóðarhagsmunir eru settir ofar hagsmunum stjórnmálaflokka og einstaklinga. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hversu lítið hefur miðað í endurreisn efnahagslífsins á árinu sem er að líða og hversu ósamstiga stjórnmálamenn hafa verið við uppbyggingarstarfið. Slæmt er að sjá hvernig skoðanir einstaka stjórnmálamanna til erfiðra úrlausnarefna hafa gjörbreyst eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Verst að gera ekki neittUppbyggingin hefur einnig tafist vegna almennrar ákvarðanatökufælni. Megináhersla hefur verið lögð á að gera réttu hlutina og mikil hræðsla virðist vera við að gera mistök. Sú ranghugmynd hefur löngum verið við lýði að auðvelt sé að forðast mistök með því einfaldlega að gera ekki neitt. Fjölmiðlar og almenningsálitið hafa refsað stjórnvöldum og einstaklingum grimmilega fyrir allt sem orkar tvímælis, en á sama tíma hefur aðgerðaleysi verið umborið. Þessu verður að breyta, þjóðin þarf styrka og hraða ákvarðanatöku þar sem störf manna eru metin út frá hverju þeir áorka á grundvelli þeirrar sýnar sem þeir hafa á lausn vandans en einstaka mistök skulu umborin. Hér gildir það sama og við uppbyggingu eftir náttúruhamfarir eða styrjaldir, að gera ekki neitt er yfirleitt versta ákvörðunin fyrir heildina. Hér er sérstaklega mikilvægt að fjölmiðlar breyti nálgun sinni. Raunhagkerfið sterktÞó að hrunið á Íslandi hafi verið mikið áfall og hafi haft sérlega slæm áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins er mikilvægt að hafa það í huga að hrunið hefur enn sem komið er einskorðast við eins konar pappírshagkerfi. Raunhagkerfið sem stendur undir lífskjörum í landinu og byggir á framleiðslu og útflutningi hefur enn ekki skaðast. Við eigum enn allar okkar mikilvægu auðlindir sem eru undirstöður útflutningsgreinanna, mannauðinn, fiskinn, orkuna og íslenska náttúru. Á sama tíma hefur samkeppnisstaða útflutningsfyrirtækjanna styrkst verulega með veikingu krónunnar og bættum aðgangi að hæfu starfsfólki. Möguleikar á að stórefla útflutningsgreinarnar eru því miklir, sérstaklega í ljósi þess að síðasta áratug hefur verið mjög illa búið að útflutningsfyrirtækjum og þeim nánast verið ýtt úr landi. Gengi íslensku krónunnar var um árabil skráð allt of hátt og erfið samkeppni var við bankana um hæft starfsfólk. Enn sömu verkefninBrýnustu verkefnin fyrir íslenskt atvinnulíf um þessi áramót eru því miður enn þau sömu og voru um síðustu áramót. • Nauðsynlegt er að losa um gjaldeyrishöftin og koma á virkum gjaldeyrismarkaði því að öðrum kosti geta öflug alþjóðleg fyrirtæki ekki starfað hér á landi. • Skapa þarf aðgengi að erlendu fjármagni til endurfjármögnunar á eldri lánum fyrirtækja, til nýframkvæmda og í formi hlutafjár. • Vextir þurfa að vera sambærilegir og í Evrópu til þess að sporna gegn þeim samdrætti sem er í hagkerfinu. • Koma þarf á fót skilvirku bankakerfi sem styður markvisst við bæði fyrirtæki og einstaklinga. Verðum að axla ábyrgðEftir efnahagshrunið haustið 2008 hafa umtalsverðar skuldir lent á þjóðinni en þrátt fyrir það erum við ekki skuldsettari en margar nágrannaþjóðir okkar. Það er enginn vafi í mínum huga að við höfum fulla burði til þess að standa undir öllum okkar skuldum með öflugum útflutningi og tryggja á sama tíma að lífskjör á Íslandi verði fljótlega með því besta sem þekkist. Afar mikilvægt er að við sem þjóð öxlum okkar ábyrgð gagnvart þeim skuldbindingum sem alþjóðasamfélagið telur undantekningarlaust að við berum. Við komum okkur í þessa stöðu og við þurfum sjálf að vinna okkur út úr henni. Ég óska lesendum Fréttablaðsins gæfu og gleði á nýju ári.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira