Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 22. ágúst 2009 05:15 Frá 2. október 2008 til 18. júní 2009 gengu sjö dómar í Hæstarétti Íslands og Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Birtingur útgáfufélag ehf., eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga, voru dæmdir til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðingar, brot gegn friðhelgi einkalífs eða ólögmætar myndbirtingar. Hér er því um að ræða sjö dóma fyrir hegningarlagabrot á tæplega níu mánaða tímabili. Dómarnir eru fleiri, en hér er látið nægja að fjalla um þau mál sem varða skjólstæðinga undirritaðs lögmanns. Hér ber að halda því til haga að fjöldi vandaðra blaðamanna starfar hjá Birtingi og er í grein þessari ekki verið að fjalla um þeirra störf. Er við dómstóla að sakast? Eitt þessara mála er svokallað ,,Vikumál” þar sem ummæli sem viðhöfð voru um nafngreindan einstakling voru dæmd dauð og ómerk og blaðamaður Birtings dæmdur til greiðslu miskabóta. Nú hafa Birtingur og viðkomandi blaðamaður ákveðið að skjóta niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Kæran til Strassborgar er sett fram með tilstyrk Blaðamannafélags Íslands, sem hefur meðal annars fært þau rök fyrir stuðningi sínum að íslenskir dómstólar hafi ekki sýnt fjölmiðlum nægan skilning í dómsmálum þar sem reynir á rétt fjölmiðla til að taka við og miðla áfram upplýsingum um umdeild þjóðfélagsmálefni. Er það rétt? Ef svo er þá hlýtur það að vera umhugsunarefni af hverju sífellt er verið að dæma blaðamenn Birtings og tengdra félaga fyrir meiðyrði en ekki aðra. Er ekki við einhvern annan að sakast en íslenska dómstóla? Sjö dómar á níu mánuðum Þegar ofangreindir sjö dómar þar sem Birtingur eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga hafa verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot eru skoðaðir kemur í ljós að þar er í fæstum tilvikum verið að taka á mikilvægum þjóðfélagsmálum. Þvert á móti. Í byrjun október 2008 voru ummæli sem blaðamaður Séð og heyrt viðhafði þess efnis að tiltekinn einstaklingur borgaði ekki skuldirnar sínar og stæði ekki við gerða samninga dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Í nóvember 2008 voru Birtingur og blaðamaður Séð og heyrt dæmdir til refsingar í héraði fyrir að stela myndum af vefsvæði. Í byrjun mars 2009 var blaðamaður Vikunnar dæmdur fyrir meiðyrði í Hæstarétti fyrir ásakanir í garð tiltekins aðila um refsiverða háttsemi sem enginn fótur var fyrir. Um miðjan mars 2009 var Birtingur aftur dæmdur til refsingar í héraði vegna myndastuldar af vefsvæði. Í lok apríl 2009 voru tveir blaðamenn Birtings, sem nú ritstýra DV og Nýju lífi, dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði og gert að greiða miskabætur vegna ásakana í garð nafngreinds aðila um refsiverða háttsemi. Í byrjun júní 2009 var fyrrverandi blaðamaður DV dæmdur í héraði fyrir ærumeiðingar og gróft brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa í umfjöllun sinni í DV skírskotað á ýkjukenndan og einkar óviðfelldinn hátt til andlegra veikinda nafngreinds einstaklings eins og segir í niðurstöðu dómsins. Um miðjan júní 2009 var síðan sami blaðamaður aftur dæmdur í héraði fyrir meiðyrði og brot gegn friðhelgi einkalífs með því að ásakað nafngreindan einstakling um refsiverða háttsemi sem og fyrir að hafa fjallað um viðkvæm persónuleg málefni mannsins í opnugreinum í DV. Þrettán ára fórnarlamb Birtings Og enn ný höggva blaðamenn Birtings í sama knérunn, en nýjasta fórnarlamb útgáfunnar er þrettán ára gömul stúlka og fjölskylda hennar, en í 30. tbl. Vikunnar 2009, sem kom út 30. júlí sl., er dróttað að æru stúlkunnar og föður hennar og brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Í umfjölluninni veltir Vikan sér upp úr viðkvæmum og persónulegum málefnum stúlkunnar s.s. ættleiðingu, andláti móður hennar, meintri andlegri vanlíðan, kallar stúlkuna Öskubusku og birtir af henni þrjár myndir án hennar samþykkis. Faðir stúlkunnar er síðan sakaður um barnsrán, vörslur á barnaklámi, misnotkun á börnum og andlegt líkamlegt ofbeldi gagnvart dóttur sinni og látinni fyrrverandi eiginkonu. Að auki fjallar Vikan á óviðfeldinn hátt um viðkvæm persónuleg málefni mannsins, s.s. skilnað hans og fyrrverandi eiginkonu hans, forræðisdeilu við fjölskyldu hennar, ættleiðingu dóttur hans o.fl. Það er skemmst frá því að segja framangreindar ásakanir eru upplognar eins og blaðamenn Birtings hefðu komist að hefðu þeir hirt um að hafa samband við fólkið og fá viðbrögð við fréttinni. Hér gerast blaðamenn Birtings enn á ný sekir um ærumeiðandi aðdróttanir um alvarlega refsiverða háttsemi og gróf brot gegn friðhelgi einkalífs saklauss fólks. Hver eru hin umdeildu og mikilvægu þjóðfélagsmálefni sem Vikan er að fjalla um hér? Er ekki rétt að Birtingur og Blaðamannafélag Íslands svari þeirri spurningu áður en lagt er af stað til Strassborgar. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Frá 2. október 2008 til 18. júní 2009 gengu sjö dómar í Hæstarétti Íslands og Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Birtingur útgáfufélag ehf., eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga, voru dæmdir til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðingar, brot gegn friðhelgi einkalífs eða ólögmætar myndbirtingar. Hér er því um að ræða sjö dóma fyrir hegningarlagabrot á tæplega níu mánaða tímabili. Dómarnir eru fleiri, en hér er látið nægja að fjalla um þau mál sem varða skjólstæðinga undirritaðs lögmanns. Hér ber að halda því til haga að fjöldi vandaðra blaðamanna starfar hjá Birtingi og er í grein þessari ekki verið að fjalla um þeirra störf. Er við dómstóla að sakast? Eitt þessara mála er svokallað ,,Vikumál” þar sem ummæli sem viðhöfð voru um nafngreindan einstakling voru dæmd dauð og ómerk og blaðamaður Birtings dæmdur til greiðslu miskabóta. Nú hafa Birtingur og viðkomandi blaðamaður ákveðið að skjóta niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Kæran til Strassborgar er sett fram með tilstyrk Blaðamannafélags Íslands, sem hefur meðal annars fært þau rök fyrir stuðningi sínum að íslenskir dómstólar hafi ekki sýnt fjölmiðlum nægan skilning í dómsmálum þar sem reynir á rétt fjölmiðla til að taka við og miðla áfram upplýsingum um umdeild þjóðfélagsmálefni. Er það rétt? Ef svo er þá hlýtur það að vera umhugsunarefni af hverju sífellt er verið að dæma blaðamenn Birtings og tengdra félaga fyrir meiðyrði en ekki aðra. Er ekki við einhvern annan að sakast en íslenska dómstóla? Sjö dómar á níu mánuðum Þegar ofangreindir sjö dómar þar sem Birtingur eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga hafa verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot eru skoðaðir kemur í ljós að þar er í fæstum tilvikum verið að taka á mikilvægum þjóðfélagsmálum. Þvert á móti. Í byrjun október 2008 voru ummæli sem blaðamaður Séð og heyrt viðhafði þess efnis að tiltekinn einstaklingur borgaði ekki skuldirnar sínar og stæði ekki við gerða samninga dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Í nóvember 2008 voru Birtingur og blaðamaður Séð og heyrt dæmdir til refsingar í héraði fyrir að stela myndum af vefsvæði. Í byrjun mars 2009 var blaðamaður Vikunnar dæmdur fyrir meiðyrði í Hæstarétti fyrir ásakanir í garð tiltekins aðila um refsiverða háttsemi sem enginn fótur var fyrir. Um miðjan mars 2009 var Birtingur aftur dæmdur til refsingar í héraði vegna myndastuldar af vefsvæði. Í lok apríl 2009 voru tveir blaðamenn Birtings, sem nú ritstýra DV og Nýju lífi, dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði og gert að greiða miskabætur vegna ásakana í garð nafngreinds aðila um refsiverða háttsemi. Í byrjun júní 2009 var fyrrverandi blaðamaður DV dæmdur í héraði fyrir ærumeiðingar og gróft brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa í umfjöllun sinni í DV skírskotað á ýkjukenndan og einkar óviðfelldinn hátt til andlegra veikinda nafngreinds einstaklings eins og segir í niðurstöðu dómsins. Um miðjan júní 2009 var síðan sami blaðamaður aftur dæmdur í héraði fyrir meiðyrði og brot gegn friðhelgi einkalífs með því að ásakað nafngreindan einstakling um refsiverða háttsemi sem og fyrir að hafa fjallað um viðkvæm persónuleg málefni mannsins í opnugreinum í DV. Þrettán ára fórnarlamb Birtings Og enn ný höggva blaðamenn Birtings í sama knérunn, en nýjasta fórnarlamb útgáfunnar er þrettán ára gömul stúlka og fjölskylda hennar, en í 30. tbl. Vikunnar 2009, sem kom út 30. júlí sl., er dróttað að æru stúlkunnar og föður hennar og brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Í umfjölluninni veltir Vikan sér upp úr viðkvæmum og persónulegum málefnum stúlkunnar s.s. ættleiðingu, andláti móður hennar, meintri andlegri vanlíðan, kallar stúlkuna Öskubusku og birtir af henni þrjár myndir án hennar samþykkis. Faðir stúlkunnar er síðan sakaður um barnsrán, vörslur á barnaklámi, misnotkun á börnum og andlegt líkamlegt ofbeldi gagnvart dóttur sinni og látinni fyrrverandi eiginkonu. Að auki fjallar Vikan á óviðfeldinn hátt um viðkvæm persónuleg málefni mannsins, s.s. skilnað hans og fyrrverandi eiginkonu hans, forræðisdeilu við fjölskyldu hennar, ættleiðingu dóttur hans o.fl. Það er skemmst frá því að segja framangreindar ásakanir eru upplognar eins og blaðamenn Birtings hefðu komist að hefðu þeir hirt um að hafa samband við fólkið og fá viðbrögð við fréttinni. Hér gerast blaðamenn Birtings enn á ný sekir um ærumeiðandi aðdróttanir um alvarlega refsiverða háttsemi og gróf brot gegn friðhelgi einkalífs saklauss fólks. Hver eru hin umdeildu og mikilvægu þjóðfélagsmálefni sem Vikan er að fjalla um hér? Er ekki rétt að Birtingur og Blaðamannafélag Íslands svari þeirri spurningu áður en lagt er af stað til Strassborgar. Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun