Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 22. ágúst 2009 05:15 Frá 2. október 2008 til 18. júní 2009 gengu sjö dómar í Hæstarétti Íslands og Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Birtingur útgáfufélag ehf., eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga, voru dæmdir til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðingar, brot gegn friðhelgi einkalífs eða ólögmætar myndbirtingar. Hér er því um að ræða sjö dóma fyrir hegningarlagabrot á tæplega níu mánaða tímabili. Dómarnir eru fleiri, en hér er látið nægja að fjalla um þau mál sem varða skjólstæðinga undirritaðs lögmanns. Hér ber að halda því til haga að fjöldi vandaðra blaðamanna starfar hjá Birtingi og er í grein þessari ekki verið að fjalla um þeirra störf. Er við dómstóla að sakast? Eitt þessara mála er svokallað ,,Vikumál” þar sem ummæli sem viðhöfð voru um nafngreindan einstakling voru dæmd dauð og ómerk og blaðamaður Birtings dæmdur til greiðslu miskabóta. Nú hafa Birtingur og viðkomandi blaðamaður ákveðið að skjóta niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Kæran til Strassborgar er sett fram með tilstyrk Blaðamannafélags Íslands, sem hefur meðal annars fært þau rök fyrir stuðningi sínum að íslenskir dómstólar hafi ekki sýnt fjölmiðlum nægan skilning í dómsmálum þar sem reynir á rétt fjölmiðla til að taka við og miðla áfram upplýsingum um umdeild þjóðfélagsmálefni. Er það rétt? Ef svo er þá hlýtur það að vera umhugsunarefni af hverju sífellt er verið að dæma blaðamenn Birtings og tengdra félaga fyrir meiðyrði en ekki aðra. Er ekki við einhvern annan að sakast en íslenska dómstóla? Sjö dómar á níu mánuðum Þegar ofangreindir sjö dómar þar sem Birtingur eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga hafa verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot eru skoðaðir kemur í ljós að þar er í fæstum tilvikum verið að taka á mikilvægum þjóðfélagsmálum. Þvert á móti. Í byrjun október 2008 voru ummæli sem blaðamaður Séð og heyrt viðhafði þess efnis að tiltekinn einstaklingur borgaði ekki skuldirnar sínar og stæði ekki við gerða samninga dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Í nóvember 2008 voru Birtingur og blaðamaður Séð og heyrt dæmdir til refsingar í héraði fyrir að stela myndum af vefsvæði. Í byrjun mars 2009 var blaðamaður Vikunnar dæmdur fyrir meiðyrði í Hæstarétti fyrir ásakanir í garð tiltekins aðila um refsiverða háttsemi sem enginn fótur var fyrir. Um miðjan mars 2009 var Birtingur aftur dæmdur til refsingar í héraði vegna myndastuldar af vefsvæði. Í lok apríl 2009 voru tveir blaðamenn Birtings, sem nú ritstýra DV og Nýju lífi, dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði og gert að greiða miskabætur vegna ásakana í garð nafngreinds aðila um refsiverða háttsemi. Í byrjun júní 2009 var fyrrverandi blaðamaður DV dæmdur í héraði fyrir ærumeiðingar og gróft brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa í umfjöllun sinni í DV skírskotað á ýkjukenndan og einkar óviðfelldinn hátt til andlegra veikinda nafngreinds einstaklings eins og segir í niðurstöðu dómsins. Um miðjan júní 2009 var síðan sami blaðamaður aftur dæmdur í héraði fyrir meiðyrði og brot gegn friðhelgi einkalífs með því að ásakað nafngreindan einstakling um refsiverða háttsemi sem og fyrir að hafa fjallað um viðkvæm persónuleg málefni mannsins í opnugreinum í DV. Þrettán ára fórnarlamb Birtings Og enn ný höggva blaðamenn Birtings í sama knérunn, en nýjasta fórnarlamb útgáfunnar er þrettán ára gömul stúlka og fjölskylda hennar, en í 30. tbl. Vikunnar 2009, sem kom út 30. júlí sl., er dróttað að æru stúlkunnar og föður hennar og brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Í umfjölluninni veltir Vikan sér upp úr viðkvæmum og persónulegum málefnum stúlkunnar s.s. ættleiðingu, andláti móður hennar, meintri andlegri vanlíðan, kallar stúlkuna Öskubusku og birtir af henni þrjár myndir án hennar samþykkis. Faðir stúlkunnar er síðan sakaður um barnsrán, vörslur á barnaklámi, misnotkun á börnum og andlegt líkamlegt ofbeldi gagnvart dóttur sinni og látinni fyrrverandi eiginkonu. Að auki fjallar Vikan á óviðfeldinn hátt um viðkvæm persónuleg málefni mannsins, s.s. skilnað hans og fyrrverandi eiginkonu hans, forræðisdeilu við fjölskyldu hennar, ættleiðingu dóttur hans o.fl. Það er skemmst frá því að segja framangreindar ásakanir eru upplognar eins og blaðamenn Birtings hefðu komist að hefðu þeir hirt um að hafa samband við fólkið og fá viðbrögð við fréttinni. Hér gerast blaðamenn Birtings enn á ný sekir um ærumeiðandi aðdróttanir um alvarlega refsiverða háttsemi og gróf brot gegn friðhelgi einkalífs saklauss fólks. Hver eru hin umdeildu og mikilvægu þjóðfélagsmálefni sem Vikan er að fjalla um hér? Er ekki rétt að Birtingur og Blaðamannafélag Íslands svari þeirri spurningu áður en lagt er af stað til Strassborgar. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Frá 2. október 2008 til 18. júní 2009 gengu sjö dómar í Hæstarétti Íslands og Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Birtingur útgáfufélag ehf., eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga, voru dæmdir til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðingar, brot gegn friðhelgi einkalífs eða ólögmætar myndbirtingar. Hér er því um að ræða sjö dóma fyrir hegningarlagabrot á tæplega níu mánaða tímabili. Dómarnir eru fleiri, en hér er látið nægja að fjalla um þau mál sem varða skjólstæðinga undirritaðs lögmanns. Hér ber að halda því til haga að fjöldi vandaðra blaðamanna starfar hjá Birtingi og er í grein þessari ekki verið að fjalla um þeirra störf. Er við dómstóla að sakast? Eitt þessara mála er svokallað ,,Vikumál” þar sem ummæli sem viðhöfð voru um nafngreindan einstakling voru dæmd dauð og ómerk og blaðamaður Birtings dæmdur til greiðslu miskabóta. Nú hafa Birtingur og viðkomandi blaðamaður ákveðið að skjóta niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Kæran til Strassborgar er sett fram með tilstyrk Blaðamannafélags Íslands, sem hefur meðal annars fært þau rök fyrir stuðningi sínum að íslenskir dómstólar hafi ekki sýnt fjölmiðlum nægan skilning í dómsmálum þar sem reynir á rétt fjölmiðla til að taka við og miðla áfram upplýsingum um umdeild þjóðfélagsmálefni. Er það rétt? Ef svo er þá hlýtur það að vera umhugsunarefni af hverju sífellt er verið að dæma blaðamenn Birtings og tengdra félaga fyrir meiðyrði en ekki aðra. Er ekki við einhvern annan að sakast en íslenska dómstóla? Sjö dómar á níu mánuðum Þegar ofangreindir sjö dómar þar sem Birtingur eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga hafa verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot eru skoðaðir kemur í ljós að þar er í fæstum tilvikum verið að taka á mikilvægum þjóðfélagsmálum. Þvert á móti. Í byrjun október 2008 voru ummæli sem blaðamaður Séð og heyrt viðhafði þess efnis að tiltekinn einstaklingur borgaði ekki skuldirnar sínar og stæði ekki við gerða samninga dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Í nóvember 2008 voru Birtingur og blaðamaður Séð og heyrt dæmdir til refsingar í héraði fyrir að stela myndum af vefsvæði. Í byrjun mars 2009 var blaðamaður Vikunnar dæmdur fyrir meiðyrði í Hæstarétti fyrir ásakanir í garð tiltekins aðila um refsiverða háttsemi sem enginn fótur var fyrir. Um miðjan mars 2009 var Birtingur aftur dæmdur til refsingar í héraði vegna myndastuldar af vefsvæði. Í lok apríl 2009 voru tveir blaðamenn Birtings, sem nú ritstýra DV og Nýju lífi, dæmdir í Hæstarétti fyrir meiðyrði og gert að greiða miskabætur vegna ásakana í garð nafngreinds aðila um refsiverða háttsemi. Í byrjun júní 2009 var fyrrverandi blaðamaður DV dæmdur í héraði fyrir ærumeiðingar og gróft brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa í umfjöllun sinni í DV skírskotað á ýkjukenndan og einkar óviðfelldinn hátt til andlegra veikinda nafngreinds einstaklings eins og segir í niðurstöðu dómsins. Um miðjan júní 2009 var síðan sami blaðamaður aftur dæmdur í héraði fyrir meiðyrði og brot gegn friðhelgi einkalífs með því að ásakað nafngreindan einstakling um refsiverða háttsemi sem og fyrir að hafa fjallað um viðkvæm persónuleg málefni mannsins í opnugreinum í DV. Þrettán ára fórnarlamb Birtings Og enn ný höggva blaðamenn Birtings í sama knérunn, en nýjasta fórnarlamb útgáfunnar er þrettán ára gömul stúlka og fjölskylda hennar, en í 30. tbl. Vikunnar 2009, sem kom út 30. júlí sl., er dróttað að æru stúlkunnar og föður hennar og brotið gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Í umfjölluninni veltir Vikan sér upp úr viðkvæmum og persónulegum málefnum stúlkunnar s.s. ættleiðingu, andláti móður hennar, meintri andlegri vanlíðan, kallar stúlkuna Öskubusku og birtir af henni þrjár myndir án hennar samþykkis. Faðir stúlkunnar er síðan sakaður um barnsrán, vörslur á barnaklámi, misnotkun á börnum og andlegt líkamlegt ofbeldi gagnvart dóttur sinni og látinni fyrrverandi eiginkonu. Að auki fjallar Vikan á óviðfeldinn hátt um viðkvæm persónuleg málefni mannsins, s.s. skilnað hans og fyrrverandi eiginkonu hans, forræðisdeilu við fjölskyldu hennar, ættleiðingu dóttur hans o.fl. Það er skemmst frá því að segja framangreindar ásakanir eru upplognar eins og blaðamenn Birtings hefðu komist að hefðu þeir hirt um að hafa samband við fólkið og fá viðbrögð við fréttinni. Hér gerast blaðamenn Birtings enn á ný sekir um ærumeiðandi aðdróttanir um alvarlega refsiverða háttsemi og gróf brot gegn friðhelgi einkalífs saklauss fólks. Hver eru hin umdeildu og mikilvægu þjóðfélagsmálefni sem Vikan er að fjalla um hér? Er ekki rétt að Birtingur og Blaðamannafélag Íslands svari þeirri spurningu áður en lagt er af stað til Strassborgar. Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar