Segja töluvert um svik í forsetakosningum Afganistan Guðjón Helgason skrifar 22. ágúst 2009 15:24 Fyrstu niðurstöður úr talningu atkvæða verða ekki birtar fyrr en á fimmtudag. Mynd/AP Afganskir kosningaeftirlitsmenn segja að töluvert hafi verið um svik í forsetakosningunum í Afganistan á fimmtudaginn. Evrópusambandið telur að kosningarnar hafi ekki verið að fullu fjrálsar en að mestu réttlátar. Í drögum að skýrslu frá afgönskum samtökum, Afghanistan's Free and Fair Election Foundation, sem stofnuð voru til að tryggja að farið væri að reglum í framkvæmd kosninganna, segir að kjósendur hafi verið kúgaðir til að greiða tilteknum frambjóðendum atkvæði og viðbótarkjörseðlum hafi verið troðið í kjörkassa í mörgum kjördæmum. Hótanir hafi komið frá Talíbönum. Samtökin voru með sjö þúsund eftirlitsmenn að störfum víðsvegar um landið þegar Afganar gengu að kjörborðinu á fimmtudaginn og völdu sér forseta. Rannsókn eftirlitsmanna hefur einnig leitt í ljós að ólæsir og óskrifandi kjósendur hafi orðið fyrir aðkasti starfsmanna frambjóðenda sem hafi þvingað þá til að kjósa sína menn. Þá hafi starfsmenn kjörstjórna margir verið á mála hjá frambjóðendum. Kosningaeftirlitsmenn Evrópusambandsins taka undir margt af því sem kemur fram í skýrsludrögunum en segja of snemmt að leggja að fullu mat á það hvort um frjálsar og réttlátar eða sanngjarnar kosningar hafi verið að ræða. Það væri þó mat þeirr að þrátt fyrir að nokkuð hafi verið um minni ofbeldisverk og að kjósendum hafi verið ógnað teljist kosningarnar í heild sinni hafa verið góðar og sanngjarnar og framkvæmd þeirra til sóma fyrir Afgana. Talning atkvæða frá öllum sex þúsund og tvö hundruð kjörstöðum stendur nú yfir. Talið er að kjörsókn hafi verið á bilinu fjörutíu til fimmtíu prósent sem er töluvert minna en í fyrstu forsetakosningum í landinu 2004 þegar sjötíu prósent Afgana fóru á kjörstað. Búist er við að bráðabirgða niðurstöður verði birtar á fimmtudaginn í næstu viku en endanleg úrslit liggi fyrir í næsta mánuði. Ef enginn einn þeirra um þrjátíu frambjóðenda sem sóttust eftir embættinu fær meira en helming atkvæða þarf að kjósa aftur milli tveggja efstu í október. Hamdi Karzai, sitjandi forseti, og höfuðandstæðingur hans, Abdullah Abdullah, hafa báðir lýst yfir sigri. Richard Holbrooke, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í þessum heimshluta, segir að bæði Karzai og Abdullah hafi heitið því að þeir muni ekki hvetja til mótmæla ef þeir bíði ósigur. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Afganskir kosningaeftirlitsmenn segja að töluvert hafi verið um svik í forsetakosningunum í Afganistan á fimmtudaginn. Evrópusambandið telur að kosningarnar hafi ekki verið að fullu fjrálsar en að mestu réttlátar. Í drögum að skýrslu frá afgönskum samtökum, Afghanistan's Free and Fair Election Foundation, sem stofnuð voru til að tryggja að farið væri að reglum í framkvæmd kosninganna, segir að kjósendur hafi verið kúgaðir til að greiða tilteknum frambjóðendum atkvæði og viðbótarkjörseðlum hafi verið troðið í kjörkassa í mörgum kjördæmum. Hótanir hafi komið frá Talíbönum. Samtökin voru með sjö þúsund eftirlitsmenn að störfum víðsvegar um landið þegar Afganar gengu að kjörborðinu á fimmtudaginn og völdu sér forseta. Rannsókn eftirlitsmanna hefur einnig leitt í ljós að ólæsir og óskrifandi kjósendur hafi orðið fyrir aðkasti starfsmanna frambjóðenda sem hafi þvingað þá til að kjósa sína menn. Þá hafi starfsmenn kjörstjórna margir verið á mála hjá frambjóðendum. Kosningaeftirlitsmenn Evrópusambandsins taka undir margt af því sem kemur fram í skýrsludrögunum en segja of snemmt að leggja að fullu mat á það hvort um frjálsar og réttlátar eða sanngjarnar kosningar hafi verið að ræða. Það væri þó mat þeirr að þrátt fyrir að nokkuð hafi verið um minni ofbeldisverk og að kjósendum hafi verið ógnað teljist kosningarnar í heild sinni hafa verið góðar og sanngjarnar og framkvæmd þeirra til sóma fyrir Afgana. Talning atkvæða frá öllum sex þúsund og tvö hundruð kjörstöðum stendur nú yfir. Talið er að kjörsókn hafi verið á bilinu fjörutíu til fimmtíu prósent sem er töluvert minna en í fyrstu forsetakosningum í landinu 2004 þegar sjötíu prósent Afgana fóru á kjörstað. Búist er við að bráðabirgða niðurstöður verði birtar á fimmtudaginn í næstu viku en endanleg úrslit liggi fyrir í næsta mánuði. Ef enginn einn þeirra um þrjátíu frambjóðenda sem sóttust eftir embættinu fær meira en helming atkvæða þarf að kjósa aftur milli tveggja efstu í október. Hamdi Karzai, sitjandi forseti, og höfuðandstæðingur hans, Abdullah Abdullah, hafa báðir lýst yfir sigri. Richard Holbrooke, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í þessum heimshluta, segir að bæði Karzai og Abdullah hafi heitið því að þeir muni ekki hvetja til mótmæla ef þeir bíði ósigur.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent