Skáld á villigötum? Þórólfur Matthíasson skrifar 4. mars 2009 00:01 Í útvarpsviðtali einhverntíma eftir bankahrun og fyrir búsáhaldabyltingu mælti ég með því að kallaðir yrðu til erlendir sérfræðingar til að manna lykilstöður í íslensku fjármálalífi. Ég var ekki einn um þá skoðun. Ráðningu erlendra sérfræðinga í lykilstöður má styðja margvíslegum rökum. Bankahrunið afhjúpaði þá staðreynd að íslensk stjórnvöld og íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu sofnað á verðinum. Vegna þessa sofandaháttar hafa stórir hópar fólks og fjárfesta vítt um lönd orðið fyrir verulegum og óafturkræfum búsifjum. Orðspor Íslands og fjármálastofnana sem tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti hefur beðið mikla hnekki. Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheiminum að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslustofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vandamálum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æskilegt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna. Verkin tala, ekki þjóðerniðÞað er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármálaeftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra sendir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðlabankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni. Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsingar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setningu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í embætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökralaust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends ríkisborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni? Landráð?Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stórundarleg spurning. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla. Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrrverandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætlun A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjaldeyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins? Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Friðrikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkisstjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verðum við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála. Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans. Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðardóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórnvalda við bankahruninu í október. Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrunins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Í útvarpsviðtali einhverntíma eftir bankahrun og fyrir búsáhaldabyltingu mælti ég með því að kallaðir yrðu til erlendir sérfræðingar til að manna lykilstöður í íslensku fjármálalífi. Ég var ekki einn um þá skoðun. Ráðningu erlendra sérfræðinga í lykilstöður má styðja margvíslegum rökum. Bankahrunið afhjúpaði þá staðreynd að íslensk stjórnvöld og íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu sofnað á verðinum. Vegna þessa sofandaháttar hafa stórir hópar fólks og fjárfesta vítt um lönd orðið fyrir verulegum og óafturkræfum búsifjum. Orðspor Íslands og fjármálastofnana sem tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti hefur beðið mikla hnekki. Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheiminum að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslustofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vandamálum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æskilegt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna. Verkin tala, ekki þjóðerniðÞað er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármálaeftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra sendir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðlabankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni. Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsingar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setningu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í embætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökralaust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends ríkisborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni? Landráð?Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stórundarleg spurning. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla. Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrrverandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætlun A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjaldeyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins? Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Friðrikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkisstjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verðum við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála. Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans. Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðardóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórnvalda við bankahruninu í október. Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrunins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar