Viðskipti innlent

Nýjar valdablokkir

Á bókamarkaðnum í Perlunni liggur á borðum með ritum um dulspeki, handanheima og búnaðarhætti liðinna tíða hin merka bók Valdablokkir riðlast eftir Óla Björn Kárason, fyrrum ritstjóra Viðskiptablaðsins, nú einn af ritstjórum netmiðilsins AMX.

Bókin kom út á lokaári síðustu aldar og er nú orðin ansi merk sagnfræðiheimild.

Mæla má með bókinni nú en þetta er önnur kreppan sem hún gengur í gegnum. Verðmiðinn er í takt við tíðina, 290 kall. Reyndar á það sama við um Valdablokkirnar og Milljarðamæringana en löngu er orðið tímabært að gefa út framhald þessarar áhugaverðu bókar sem endar á lofræðu um sprotafyrirtækin Oz og Decode.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×