„Ráðherrar sömdu spurningar“ 15. janúar 2009 06:00 Menn muna nú þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum og ráðherrar sömdu spurningar fyrir fréttamennina." Þetta sagði Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður í úrvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, 17. desember síðastliðinn. Þessi orð lét hann falla þegar hann skýrði frá því að hann væri að fjalla um það í menntamálanefnd Alþingis að takmarka auglýsingar í Sjónvarpinu. Ég tel ástæðu til að hrekja þessa staðhæfingu, vegna þess að hún er árás á starfsheiður allra þeirra fréttamanna, sem störfuðu hjá Sjónvarpinu frá því að það var stofnað 1966, þar til Stöð 2 var stofnuð 1986 og Sjónvarpið ekki lengur „eitt á markaðnum". Þessi staðhæfing Sigurðar Kára felur í sér að allir þessir fréttamann hafi verið þær undirlægjur að láta stjórnmálamenn ráða því um hvað þeir væru spurðir. Þetta gefur í skyn að við höfum ekki haft kjark til að standa í fæturna frammi fyrir valdhöfum landsins og spyrja þá þeirra spurninga, sem við töldum þurfa, þó óþægilegar kynnu að vera. Þessar ásakanir í garð okkar fréttamanna voru einnig settar fram í hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára afmæli sjónvarpsins 2006. Þá var það Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Eiður Guðnason sendiherra bar þennan áburð til baka í grein í tímaritinu Þjóðlífi, þar sem hann fjallaði um fyrstu ár Sjónvarpsins. Það er einkennilegt að þeir Sigurður Kári og Ólafur Ragnar skuli segja þetta, því að það hittir þá sjálfa fyrir sem stjórnmálamenn. Með þessu saka þeir sína líka um að hafa vitandi vits komið í veg fyrir opna lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Strax eftir að Sjónvarpið hóf göngu sína varð það einn helsti vettvangur stjórnmálaumræðu og er það enn. Stjórnmálamenn voru fljótir að tileinka sér þennan nýjan miðil og samskipti fréttamanna við þá urðu mikil, bæði í fréttum og umræðuþáttum. Í ljósi þess verður það að teljast bæði athyglisvert og lofsvert, að stjórnmálamenn létu okkur fréttamenn í friði með fréttaflutning. Ég var aldrei beittur þrýstingi eða hótunum eða boðum um einhver gæði af stjórnmálamanni, til að hafa áhrif á minn fréttaflutning. Ég veit að samstarfsmenn mínir hafa sömu sögu að segja. Ég tel að stjórnmálamenn eigi að njóta sannmælis í þessu máli. Stjórnmálamenn höfðu hins vegar oft afskipti af fjármálum og annarri stjórn stofnunarinnar. Til að ganga úr skugga um að þessi áburður þeirra Ólafs Ragnars og Sigurðar Kára sé rangur hafði ég samband við alla þá fréttamenn, sem til náðist og störfuðu hjá Sjónvarpinu frá stofnun, „þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum". Fyrst talaði ég við þá Magnús Bjarnfreðsson og Markús Örn Antonsson, fyrstu fréttamennina, og hvorugur kannaðist við að hafa tekið við spurningum eða öðrum fyrirmælum frá stjórnmálamönnum. Enginn hinna kannast heldur við þetta og hér eru nöfnin í stafrófsröð: Bogi Ágústsson, Eiður Guðnason, Guðjón Einarsson, Helgi E. Helgason, Ingvi Hrafn Jónsson, Jón Hákon Magnússon, Magnús Bjarnfreðsson, Markús Örn Antonsson, Ólafur Sigurðsson, Ómar Ragnarsson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sonja Diego, Svala Thorlacius og Ögmundur Jónasson. Allir þessir menn segja einum rómi að þeir Ólafur Ragnar og Sigurður Kári fari með rangt mál. Þeir hafa báðir aðgang að símaskrá og hefðu getað hringt í hvert okkar sem er og komist að hinu sanna, en gerðu það ekki. Við sem í hlut eigum viljum hafa það sem sannara reynist. Ekki þætti mér óeðlilegt að þeir stjórnmálamenn, sem þeir félagar hafa fyrir rangri sök, svöruðu fyrir sig sjálfir. Að lokum er það umhugsunarefni hvernig Sigurður Kári og sex aðrir þingmenn í menntamálanefnd eyða sínum tíma, þegar menntakerfið er að hruni komið vegna fjármálakreppu. Sigurður Kári sagði í sama útvarpsþætti: „Við ætlum að sitja núna frá hálf níu til tólf og fjalla einmitt um þetta auglýsingamál...", sem sé hvernig draga megi úr auglýsingatekjum Sjónvarpsins til ágóða fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar. Höfundur er fyrrverandi varafréttastjóri Sjónvarps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Um atvinnuöryggi starfsstétta Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. 15. janúar 2009 06:00 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Menn muna nú þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum og ráðherrar sömdu spurningar fyrir fréttamennina." Þetta sagði Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður í úrvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni, 17. desember síðastliðinn. Þessi orð lét hann falla þegar hann skýrði frá því að hann væri að fjalla um það í menntamálanefnd Alþingis að takmarka auglýsingar í Sjónvarpinu. Ég tel ástæðu til að hrekja þessa staðhæfingu, vegna þess að hún er árás á starfsheiður allra þeirra fréttamanna, sem störfuðu hjá Sjónvarpinu frá því að það var stofnað 1966, þar til Stöð 2 var stofnuð 1986 og Sjónvarpið ekki lengur „eitt á markaðnum". Þessi staðhæfing Sigurðar Kára felur í sér að allir þessir fréttamann hafi verið þær undirlægjur að láta stjórnmálamenn ráða því um hvað þeir væru spurðir. Þetta gefur í skyn að við höfum ekki haft kjark til að standa í fæturna frammi fyrir valdhöfum landsins og spyrja þá þeirra spurninga, sem við töldum þurfa, þó óþægilegar kynnu að vera. Þessar ásakanir í garð okkar fréttamanna voru einnig settar fram í hátíðardagskrá í tilefni af 40 ára afmæli sjónvarpsins 2006. Þá var það Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Eiður Guðnason sendiherra bar þennan áburð til baka í grein í tímaritinu Þjóðlífi, þar sem hann fjallaði um fyrstu ár Sjónvarpsins. Það er einkennilegt að þeir Sigurður Kári og Ólafur Ragnar skuli segja þetta, því að það hittir þá sjálfa fyrir sem stjórnmálamenn. Með þessu saka þeir sína líka um að hafa vitandi vits komið í veg fyrir opna lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Strax eftir að Sjónvarpið hóf göngu sína varð það einn helsti vettvangur stjórnmálaumræðu og er það enn. Stjórnmálamenn voru fljótir að tileinka sér þennan nýjan miðil og samskipti fréttamanna við þá urðu mikil, bæði í fréttum og umræðuþáttum. Í ljósi þess verður það að teljast bæði athyglisvert og lofsvert, að stjórnmálamenn létu okkur fréttamenn í friði með fréttaflutning. Ég var aldrei beittur þrýstingi eða hótunum eða boðum um einhver gæði af stjórnmálamanni, til að hafa áhrif á minn fréttaflutning. Ég veit að samstarfsmenn mínir hafa sömu sögu að segja. Ég tel að stjórnmálamenn eigi að njóta sannmælis í þessu máli. Stjórnmálamenn höfðu hins vegar oft afskipti af fjármálum og annarri stjórn stofnunarinnar. Til að ganga úr skugga um að þessi áburður þeirra Ólafs Ragnars og Sigurðar Kára sé rangur hafði ég samband við alla þá fréttamenn, sem til náðist og störfuðu hjá Sjónvarpinu frá stofnun, „þegar Ríkissjónvarpið var hér eitt á markaðnum". Fyrst talaði ég við þá Magnús Bjarnfreðsson og Markús Örn Antonsson, fyrstu fréttamennina, og hvorugur kannaðist við að hafa tekið við spurningum eða öðrum fyrirmælum frá stjórnmálamönnum. Enginn hinna kannast heldur við þetta og hér eru nöfnin í stafrófsröð: Bogi Ágústsson, Eiður Guðnason, Guðjón Einarsson, Helgi E. Helgason, Ingvi Hrafn Jónsson, Jón Hákon Magnússon, Magnús Bjarnfreðsson, Markús Örn Antonsson, Ólafur Sigurðsson, Ómar Ragnarsson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sonja Diego, Svala Thorlacius og Ögmundur Jónasson. Allir þessir menn segja einum rómi að þeir Ólafur Ragnar og Sigurður Kári fari með rangt mál. Þeir hafa báðir aðgang að símaskrá og hefðu getað hringt í hvert okkar sem er og komist að hinu sanna, en gerðu það ekki. Við sem í hlut eigum viljum hafa það sem sannara reynist. Ekki þætti mér óeðlilegt að þeir stjórnmálamenn, sem þeir félagar hafa fyrir rangri sök, svöruðu fyrir sig sjálfir. Að lokum er það umhugsunarefni hvernig Sigurður Kári og sex aðrir þingmenn í menntamálanefnd eyða sínum tíma, þegar menntakerfið er að hruni komið vegna fjármálakreppu. Sigurður Kári sagði í sama útvarpsþætti: „Við ætlum að sitja núna frá hálf níu til tólf og fjalla einmitt um þetta auglýsingamál...", sem sé hvernig draga megi úr auglýsingatekjum Sjónvarpsins til ágóða fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar. Höfundur er fyrrverandi varafréttastjóri Sjónvarps.
Um atvinnuöryggi starfsstétta Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. 15. janúar 2009 06:00
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar