Sænska ríkisstjórnin lagði í dag fyrir sænska þingið tillögu um að Svíar láni Íslendingum 6,5 milljarða sænskra kr. eða sem svarar til rúmlega 100 milljarða kr. á þessu ári.
Í tilkynningu frá sænska fjármálaráðuneytinu segir að lánið sé hluti af lánapakka þeim sem Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Noregur hafa ákveðið að veita Íslandi.
Ennfremur kemur fram í tilkynningunni að lánveitingin styðji við þá aðstoð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti Íslandi þessa dagana og sé gerð í samvinnu við sjóðinn.