Ógn við öryggi og sjálfstæði þjóðar – og framtíð evrópsks samstarfs Herdís Þorgeirsdóttir skrifar 20. júní 2009 06:00 Fámenn þjóð á hjara veraldar stendur ein andspænis voldugum nágrannaríkjum, þjóðum sem hún til langs tíma hefur álitið vinaþjóðir. Þessari þjóð sem háð hefur harða lífsbaráttu á mörkum hins byggilega heims í meira en þúsund ár er gert að kokgleypa samning um óviðráðanlegar skuldir sem kunna að gera út af við efnahagslegt sjálfstæði hennar og skerða grundvallarréttindi þeirra sem áttu engan þátt í að stofna til þeirra. Skuldir sem urðu til í útrás fjármálafyrirtækja, sem uxu ríkinu yfir höfuð þegar þau tóku þátt í darraðardansi óheftrar markaðshyggju. Íslenska ríkið hafði gengið til samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir með undirritun EES-samningsins 1993, sannfært um að evrópskt efnahagssvæði myndi stuðla að uppbyggingu Evrópu á grundvelli friðar, lýðræðis og mannréttinda eins og segir í inngangsorðum samningsins. Þar áréttuðu þessi ríki náin samskipti sín, sameiginlegt gildismat frá fornu fari og evrópska samkennd. Bretar og Hollendingar eru stofnaðilar að Evrópuráðinu og ásamt Íslendingum í hópi fyrstu Evrópuþjóðanna til að undirrita Mannréttindasáttmála Evrópu 1950. Á rústum síðari heimsstyrjaldarinnar strengdu þessar þjóðir heit um að virða mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Þegar lagður var grunnurinn að stofnun Evrópuráðsins 1949 sagði Winston Churchill forsætisráðherra Breta að þessi ríki hefðu ekki tekið höndum saman gegn öðrum kynþáttum eða þjóðum heldur gegn kúgun og harðstjórn sem birtist í alls konar dulargervum. „Við verðum að hefja okkur yfir hömlulausar, eigingjarnar hvatir sem hafa sundrað þjóðum Evrópu og breytt þeim í rústir," sagði hann. Nú sextíu árum síðar stöndum við andspænis tveimur voldugum þjóðum sem í bandalagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru að gera atlögu að íslenskum almenningi, börnum okkar og framtíð. Þær krefjast þess að stjórnvöld geri samninga fyrir hönd barna okkar og barnabarna, samninga sem munu bera fámenna þjóð ofurliði. Bretar eru komnir langan veg frá þeim hugsjónum sem birtast í ræðu Churchills eftir stríð og minna má Hollendinga á óráðsíu og sífelld gjaldþrot Rembrandts. Sem betur fer voru skuldunautarnir ekki utanlands því þá hefðu meistaraverkin verið flutt úr landi. Er það skylda okkar að greiða fyrir þessa reikninga? Ef svarið er afdráttarlaust já hví hræðast þessar þjóðir dómstólaleiðina eða alþjóðlegan gerðardóm? Hví ganga þessar þjóðir á skjön við þann grunn, sem Evrópusambandið byggir tilverurétt sinn á sem eru hin sameiginlegu gildi Evrópu? Ef þær gera það þá liðast Evrópusambandið í sundur. Evrópusambandið með sinn innri markað og markmið um hagsæld hefur staðfest með breytingum á Rómarsáttmálanum að virðing fyrir grundvallarréttindum er forsenda fyrir því að annað gangi, líka fjármálamarkaðir. Bandalag var lykilorðið í stofnun Evrópubandalagsins. Minni á orð Roberts Schumans, eins af stofnendum Evrópuráðsins og kola- og stálbandalagsins, forvera Evrópubandalagsins, manns sem skildi út á hvað evrópsk samvinna ætti að ganga, ekki út á „hernaðarbandalag og ekki aðeins út á efnahagslegu einingu heldur fyrst og fremst út á hið siðmenntaða bandalag í víðtækasta skilningi þess orðs." Forystumenn Evrópuríkja sem nota eða nýta sér tengsl við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að kúga fámenna þjóð eru komnir svo langt frá þeim stórhuga mönnum sem stofnuðu Evrópuráðið, þeirri siðmenntuðu hugsun sem þar réði för, að þeir eiga meira sameiginlegt með rústunum en hugmyndinni um réttarríkið og virðingu fyrir mannréttindum. Sú leið sem hér hefur verið farin sýnir að fleira hefur skemmst í alþjóðavæðingu viðskipta en fjárhagslegir hagsmunir. Forystumenn þessara þjóða eru að koma fram við íslensku þjóðina af fádæma óvirðingu. Íslenska þjóðin stofnaði ekki til þessara skulda. Hvaðan kemur henni skyldan til að greiða skuldir sem einkaaðilar stofnuðu til eftir að bankarnir fóru úr ríkiseigu? Einkavæðing fyrirtækja og afnám miðstýringar og reglna var fylgifiskur alþjóðlegra viðskipta og fjármagnsflæðis yfir landamæri. Stjórnvöld kváðust vera að draga úr eigin áhrifum með því að gefa markaðinum svigrúm. Þær voru lágværar raddirnar - einstakra fræðimanna, sem bentu á hættur þessarar þróunar þar sem stórfyrirtæki myndu vaxa ríkjum yfir höfuð - fjármálareglur fylgdu ekki ógnvænlegri hnattvæðingu sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnunni sem hafa vanrækt að gefa því gaum hvaða samfélagslegu áhrif framganga þeirra hefur á samfélög. Setning Evróputilskipana sem var liður í að mynda sameiginlegan markað fyrir banka- og verðbréfaþjónustu innan EB áttu að koma á samræmdum reglum og eftirlitskerfi sem ætlað var að efla öryggi fjármálaþjónustu, verjast kerfisáhættu, auka neytendavernd og stuðla að skilvirkum og samkeppnishæfum markaði á þessu sviði. Stofnaður var tryggingarsjóður innistæðueigenda með lögum 98/1999 og skyldu aðildarfyrirtæki ekki bera ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins umfram lögbundin framlög til hans. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður hafa bent á sterk lögfræðileg rök um að íslensku þjóðinni beri ekki að endurgreiða þeim innistæðueigendum sem lögðu inn í útibú íslensku bankanna fyrir hrunið. Þeim rökum hefur ekki verið hnekkt. Þeir benda á að ríkisábyrgð verði ekki til úr engu. Til þess að ríkisábyrgð stofnist þarf afdráttarlausa lagaheimild sem ekki er til staðar nú vegna tryggingarsjóðsins. Það má benda á atriði sem veikja stöðu íslenskra stjórnvalda, eins og skort á eftirliti með útibúum erlendis; yfirlýsingar ráðamanna í samtölum í miðju fátinu þegar hér verður kerfishrun og neyðarlög eru sett. En skuldbindur slíkt komandi kynslóðir? Ríkisábyrgð verður ekki til í samtölum manna á milli. Setning hryðjuverkalaga á íslenskan banka er einnig stórfellt álitamál í þessu samhengi. Þessi álitaefni æpa á meðferð dómstóla eða óháðra úrskurðaraðila. Þetta eru þó ekki aðeins lögfræðileg álitaefni, þau snúast einnig um pólitík en fyrst og síðast um siðferði í samskiptum á milli þjóða. Einn þekktasti lögspekingur 20. aldarinnar, Louis Henkin, sagði að alþjóðalög vikju alltaf fyrir þjóðarhagsmunum. Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við. Icesave-samningarnir eru eins og Versalasamningarnir þar sem sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldarinnar, Bandaríkin, Bretar og Frakkar sömdu um þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar skyldu borga án þess að Þjóðverjar kæmu að þeim samningum. Með þessum samningum er gerð aðför að einstaklingum sem byggja þetta land til frambúðar. Öryggi íslensku þjóðarinnar og sjálfstæði er ógnað. Forsvarsmenn þessara ríkja setja inn í samninginn að þeim verði gert kleift að gera fjárnám í eigum íslensku þjóðarinnar ef hún getur ekki staðið í skilum. Ásælast forsvarsmenn þessara nágrannaþjóða náttúruauðlindir okkar? Hve langt eru þeir ekki komnir frá þeim hugsjónum sem evrópsk samvinna byggir á? Hvar er evrópska samkenndin? Vilja þeir að ungir Íslendingar yfirgefi landið sitt þannig að því blæði? Vilja þeir hneppa næstu kynslóð í fjötra skulda? Vilja þeir draga niður lífskjör heillar þjóðar til framtíðar? Vilja þeir Gullfoss, Geysi og Þingvelli? Við myndum aldrei gera kröfu um Shakespeare og Rembrandt. Á maður að trúa því að eftir 60 ár af evrópsku samstarfi þá standi aðeins ein evrópsk þjóð með íslensku þjóðinni - og hún er enn fámennari. Við getum þráttað endalaust um að setning neyðarlaga eða að gallar í evópskri löggjöf hafi kallað yfir saklausa þjóð ábyrgð. Á meðan blæðir okkur út. Þessar voldugu þjóðir treysta sér ekki til að fara dómstólaleiðina eða kalla á úrskurð óháðra aðila utan lögsögu hlutaðeigandi ríkja. Þó er ljóst að hin lögfræðilegu álitaefni snúast ekki um tæknilegar útfærslur á lagaákvæðum heldur grundvallarspurningar í þjóðarétti. Hví taka þessar þjóðir þá ekki allt eignasafnið sem á að duga langleiðina fyrir Icesave-innistæðunum og láta áhættuskiptin eiga sér stað hér og nú? Þær hafa mannafla og aðstöðu til að gera sem mest úr þessum eigum innan sinnar lögsögu. Þessar fjölmennu evrópsku þjóðir þurfa ekki að óttast að með því móti bresti stíflan og enginn muni lengur taka mark á Evrópusambandinu og að hinn innri markaður muni hrynja. Ábyrgð þeirra er mikil. Nú reynir á hvort þar eru stjórnspekingar í ætt við þá sem hófu evrópska samvinnu upp úr rústum mikilla hörmunga fyrir meira en hálfri öld. Raunveruleg stjórnkænska er að þora að gera hið ómögulega og takast það. Lymska er heigulsháttur. Íslendingar efast sumir hvort þeir eigi, svo vitnað sé í Shakespeare „að þreyja þolinmóðir í grimmu éli af örvum ógæfunnar eða vopn grípa mót bölsins brimi og knýja það til kyrrðar." Hvorugt kann góðri lukku að stýra - hvorki fyrir Íslendinga né fyrir evrópska samvinnu. Voldugar evrópskar þjóðir hafa í hendi sér framtíð evrópskrar samvinnu. Ef hún hefst á atlögu gegn fámennri þjóð með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru það váleg tíðindi fyrir framtíð Evrópu. Höfundur er prófessor og doktor í lögum frá lagadeildinni í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fámenn þjóð á hjara veraldar stendur ein andspænis voldugum nágrannaríkjum, þjóðum sem hún til langs tíma hefur álitið vinaþjóðir. Þessari þjóð sem háð hefur harða lífsbaráttu á mörkum hins byggilega heims í meira en þúsund ár er gert að kokgleypa samning um óviðráðanlegar skuldir sem kunna að gera út af við efnahagslegt sjálfstæði hennar og skerða grundvallarréttindi þeirra sem áttu engan þátt í að stofna til þeirra. Skuldir sem urðu til í útrás fjármálafyrirtækja, sem uxu ríkinu yfir höfuð þegar þau tóku þátt í darraðardansi óheftrar markaðshyggju. Íslenska ríkið hafði gengið til samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir með undirritun EES-samningsins 1993, sannfært um að evrópskt efnahagssvæði myndi stuðla að uppbyggingu Evrópu á grundvelli friðar, lýðræðis og mannréttinda eins og segir í inngangsorðum samningsins. Þar áréttuðu þessi ríki náin samskipti sín, sameiginlegt gildismat frá fornu fari og evrópska samkennd. Bretar og Hollendingar eru stofnaðilar að Evrópuráðinu og ásamt Íslendingum í hópi fyrstu Evrópuþjóðanna til að undirrita Mannréttindasáttmála Evrópu 1950. Á rústum síðari heimsstyrjaldarinnar strengdu þessar þjóðir heit um að virða mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Þegar lagður var grunnurinn að stofnun Evrópuráðsins 1949 sagði Winston Churchill forsætisráðherra Breta að þessi ríki hefðu ekki tekið höndum saman gegn öðrum kynþáttum eða þjóðum heldur gegn kúgun og harðstjórn sem birtist í alls konar dulargervum. „Við verðum að hefja okkur yfir hömlulausar, eigingjarnar hvatir sem hafa sundrað þjóðum Evrópu og breytt þeim í rústir," sagði hann. Nú sextíu árum síðar stöndum við andspænis tveimur voldugum þjóðum sem í bandalagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru að gera atlögu að íslenskum almenningi, börnum okkar og framtíð. Þær krefjast þess að stjórnvöld geri samninga fyrir hönd barna okkar og barnabarna, samninga sem munu bera fámenna þjóð ofurliði. Bretar eru komnir langan veg frá þeim hugsjónum sem birtast í ræðu Churchills eftir stríð og minna má Hollendinga á óráðsíu og sífelld gjaldþrot Rembrandts. Sem betur fer voru skuldunautarnir ekki utanlands því þá hefðu meistaraverkin verið flutt úr landi. Er það skylda okkar að greiða fyrir þessa reikninga? Ef svarið er afdráttarlaust já hví hræðast þessar þjóðir dómstólaleiðina eða alþjóðlegan gerðardóm? Hví ganga þessar þjóðir á skjön við þann grunn, sem Evrópusambandið byggir tilverurétt sinn á sem eru hin sameiginlegu gildi Evrópu? Ef þær gera það þá liðast Evrópusambandið í sundur. Evrópusambandið með sinn innri markað og markmið um hagsæld hefur staðfest með breytingum á Rómarsáttmálanum að virðing fyrir grundvallarréttindum er forsenda fyrir því að annað gangi, líka fjármálamarkaðir. Bandalag var lykilorðið í stofnun Evrópubandalagsins. Minni á orð Roberts Schumans, eins af stofnendum Evrópuráðsins og kola- og stálbandalagsins, forvera Evrópubandalagsins, manns sem skildi út á hvað evrópsk samvinna ætti að ganga, ekki út á „hernaðarbandalag og ekki aðeins út á efnahagslegu einingu heldur fyrst og fremst út á hið siðmenntaða bandalag í víðtækasta skilningi þess orðs." Forystumenn Evrópuríkja sem nota eða nýta sér tengsl við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að kúga fámenna þjóð eru komnir svo langt frá þeim stórhuga mönnum sem stofnuðu Evrópuráðið, þeirri siðmenntuðu hugsun sem þar réði för, að þeir eiga meira sameiginlegt með rústunum en hugmyndinni um réttarríkið og virðingu fyrir mannréttindum. Sú leið sem hér hefur verið farin sýnir að fleira hefur skemmst í alþjóðavæðingu viðskipta en fjárhagslegir hagsmunir. Forystumenn þessara þjóða eru að koma fram við íslensku þjóðina af fádæma óvirðingu. Íslenska þjóðin stofnaði ekki til þessara skulda. Hvaðan kemur henni skyldan til að greiða skuldir sem einkaaðilar stofnuðu til eftir að bankarnir fóru úr ríkiseigu? Einkavæðing fyrirtækja og afnám miðstýringar og reglna var fylgifiskur alþjóðlegra viðskipta og fjármagnsflæðis yfir landamæri. Stjórnvöld kváðust vera að draga úr eigin áhrifum með því að gefa markaðinum svigrúm. Þær voru lágværar raddirnar - einstakra fræðimanna, sem bentu á hættur þessarar þróunar þar sem stórfyrirtæki myndu vaxa ríkjum yfir höfuð - fjármálareglur fylgdu ekki ógnvænlegri hnattvæðingu sem studd var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnunni sem hafa vanrækt að gefa því gaum hvaða samfélagslegu áhrif framganga þeirra hefur á samfélög. Setning Evróputilskipana sem var liður í að mynda sameiginlegan markað fyrir banka- og verðbréfaþjónustu innan EB áttu að koma á samræmdum reglum og eftirlitskerfi sem ætlað var að efla öryggi fjármálaþjónustu, verjast kerfisáhættu, auka neytendavernd og stuðla að skilvirkum og samkeppnishæfum markaði á þessu sviði. Stofnaður var tryggingarsjóður innistæðueigenda með lögum 98/1999 og skyldu aðildarfyrirtæki ekki bera ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins umfram lögbundin framlög til hans. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður hafa bent á sterk lögfræðileg rök um að íslensku þjóðinni beri ekki að endurgreiða þeim innistæðueigendum sem lögðu inn í útibú íslensku bankanna fyrir hrunið. Þeim rökum hefur ekki verið hnekkt. Þeir benda á að ríkisábyrgð verði ekki til úr engu. Til þess að ríkisábyrgð stofnist þarf afdráttarlausa lagaheimild sem ekki er til staðar nú vegna tryggingarsjóðsins. Það má benda á atriði sem veikja stöðu íslenskra stjórnvalda, eins og skort á eftirliti með útibúum erlendis; yfirlýsingar ráðamanna í samtölum í miðju fátinu þegar hér verður kerfishrun og neyðarlög eru sett. En skuldbindur slíkt komandi kynslóðir? Ríkisábyrgð verður ekki til í samtölum manna á milli. Setning hryðjuverkalaga á íslenskan banka er einnig stórfellt álitamál í þessu samhengi. Þessi álitaefni æpa á meðferð dómstóla eða óháðra úrskurðaraðila. Þetta eru þó ekki aðeins lögfræðileg álitaefni, þau snúast einnig um pólitík en fyrst og síðast um siðferði í samskiptum á milli þjóða. Einn þekktasti lögspekingur 20. aldarinnar, Louis Henkin, sagði að alþjóðalög vikju alltaf fyrir þjóðarhagsmunum. Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við. Icesave-samningarnir eru eins og Versalasamningarnir þar sem sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldarinnar, Bandaríkin, Bretar og Frakkar sömdu um þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar skyldu borga án þess að Þjóðverjar kæmu að þeim samningum. Með þessum samningum er gerð aðför að einstaklingum sem byggja þetta land til frambúðar. Öryggi íslensku þjóðarinnar og sjálfstæði er ógnað. Forsvarsmenn þessara ríkja setja inn í samninginn að þeim verði gert kleift að gera fjárnám í eigum íslensku þjóðarinnar ef hún getur ekki staðið í skilum. Ásælast forsvarsmenn þessara nágrannaþjóða náttúruauðlindir okkar? Hve langt eru þeir ekki komnir frá þeim hugsjónum sem evrópsk samvinna byggir á? Hvar er evrópska samkenndin? Vilja þeir að ungir Íslendingar yfirgefi landið sitt þannig að því blæði? Vilja þeir hneppa næstu kynslóð í fjötra skulda? Vilja þeir draga niður lífskjör heillar þjóðar til framtíðar? Vilja þeir Gullfoss, Geysi og Þingvelli? Við myndum aldrei gera kröfu um Shakespeare og Rembrandt. Á maður að trúa því að eftir 60 ár af evrópsku samstarfi þá standi aðeins ein evrópsk þjóð með íslensku þjóðinni - og hún er enn fámennari. Við getum þráttað endalaust um að setning neyðarlaga eða að gallar í evópskri löggjöf hafi kallað yfir saklausa þjóð ábyrgð. Á meðan blæðir okkur út. Þessar voldugu þjóðir treysta sér ekki til að fara dómstólaleiðina eða kalla á úrskurð óháðra aðila utan lögsögu hlutaðeigandi ríkja. Þó er ljóst að hin lögfræðilegu álitaefni snúast ekki um tæknilegar útfærslur á lagaákvæðum heldur grundvallarspurningar í þjóðarétti. Hví taka þessar þjóðir þá ekki allt eignasafnið sem á að duga langleiðina fyrir Icesave-innistæðunum og láta áhættuskiptin eiga sér stað hér og nú? Þær hafa mannafla og aðstöðu til að gera sem mest úr þessum eigum innan sinnar lögsögu. Þessar fjölmennu evrópsku þjóðir þurfa ekki að óttast að með því móti bresti stíflan og enginn muni lengur taka mark á Evrópusambandinu og að hinn innri markaður muni hrynja. Ábyrgð þeirra er mikil. Nú reynir á hvort þar eru stjórnspekingar í ætt við þá sem hófu evrópska samvinnu upp úr rústum mikilla hörmunga fyrir meira en hálfri öld. Raunveruleg stjórnkænska er að þora að gera hið ómögulega og takast það. Lymska er heigulsháttur. Íslendingar efast sumir hvort þeir eigi, svo vitnað sé í Shakespeare „að þreyja þolinmóðir í grimmu éli af örvum ógæfunnar eða vopn grípa mót bölsins brimi og knýja það til kyrrðar." Hvorugt kann góðri lukku að stýra - hvorki fyrir Íslendinga né fyrir evrópska samvinnu. Voldugar evrópskar þjóðir hafa í hendi sér framtíð evrópskrar samvinnu. Ef hún hefst á atlögu gegn fámennri þjóð með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru það váleg tíðindi fyrir framtíð Evrópu. Höfundur er prófessor og doktor í lögum frá lagadeildinni í Lundi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun