Lakers og Boston töpuðu bæði heima 5. maí 2009 09:10 Orlando er í góðri stöðu eftir sigur í Boston AP Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira