Aron: Erum KFUM-klúbbur en engir Bad Boys Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 15:30 Aron Kristjánsson. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, blæs á allt tal um að hans lið sé gróft. Hann segir alla slíka umræðu vera afar ósanngjarna í garð Haukaliðsins. „Öll þessi umræða er algjörlega uppblásinn og afar ósanngjörn. Við erum langt frá því að vera það lið sem hefur fengið flest rauð spjöld eða brottvísanir. Við erum með menn sem eru til í að leggja sig fram í vörninni," sagði Aron sem var engu að síður ekki hrifinn af tilburðum Kára Kristjánssonar í síðasta leik. „Það var mjög leiðinlegt að sjá og er ekki það sem við stöndum fyrir. Ég hringdi í Óskar þjálfara strax eftir leik og bað hann afsökunar. Ég tjáði Kára einnig að þetta væri eitthvað sem við viljum ekki sjá. Þetta var klárlega rautt spjald," sagði Aron sem var ósáttur við rauða spjaldið sem Einar Örn fékk. „Það fannst mér afar harður dómur. Ef að það var rautt spjald þá hefði Sigfús Sigurðsson átt að fá eitt til tvö rauð í fyrri hálfleik," sagði Aron sem segir sína menn ekki vera neina Bad Boys eins og þeir eru kallaðir þessa dagana. „Rúnar Kárason missti þetta út úr sér og okkur fannst það fyndið. Höfum haft gaman af því og spiluðum Bad Boys-lagið. Við erum samt KFUM-klúbbur en alls engir Bad Boys." Haukar hituðu upp fyrir leikinn í kvöld með því að fara í mat hjá Úlfari Eysteinssyni á þrem frökkum. „Hann býður okkur alltaf í mat í úrslitakeppninni. Það er áralöng hefð fyrir því. Það er alltaf frábært að komast í plokkfiskinn hjá honum," sagði Aron kátur og saddur. „Við stefnum annars að því að vera fyrsta liðið til þess að vinna í Vodafone-höllinni í vetur. Það virðist vera meiri stemning og kraftur í Valsliðinu á heimavelli og ég legg áherslu á að menn séu fljótir til baka í vörnina því þeir fá mikið af hraðaupphlaupum á heimavelli sem við verðum að stoppa," sagði Aron. Haukar eru án Gísla Jóns Þórissonar og Péturs Pálssonar í kvöld. Sigurbergur Sveinsson hefur svo verið á annarri löppinni í úrslitakeppninni en spilar engu að síður. Olís-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, blæs á allt tal um að hans lið sé gróft. Hann segir alla slíka umræðu vera afar ósanngjarna í garð Haukaliðsins. „Öll þessi umræða er algjörlega uppblásinn og afar ósanngjörn. Við erum langt frá því að vera það lið sem hefur fengið flest rauð spjöld eða brottvísanir. Við erum með menn sem eru til í að leggja sig fram í vörninni," sagði Aron sem var engu að síður ekki hrifinn af tilburðum Kára Kristjánssonar í síðasta leik. „Það var mjög leiðinlegt að sjá og er ekki það sem við stöndum fyrir. Ég hringdi í Óskar þjálfara strax eftir leik og bað hann afsökunar. Ég tjáði Kára einnig að þetta væri eitthvað sem við viljum ekki sjá. Þetta var klárlega rautt spjald," sagði Aron sem var ósáttur við rauða spjaldið sem Einar Örn fékk. „Það fannst mér afar harður dómur. Ef að það var rautt spjald þá hefði Sigfús Sigurðsson átt að fá eitt til tvö rauð í fyrri hálfleik," sagði Aron sem segir sína menn ekki vera neina Bad Boys eins og þeir eru kallaðir þessa dagana. „Rúnar Kárason missti þetta út úr sér og okkur fannst það fyndið. Höfum haft gaman af því og spiluðum Bad Boys-lagið. Við erum samt KFUM-klúbbur en alls engir Bad Boys." Haukar hituðu upp fyrir leikinn í kvöld með því að fara í mat hjá Úlfari Eysteinssyni á þrem frökkum. „Hann býður okkur alltaf í mat í úrslitakeppninni. Það er áralöng hefð fyrir því. Það er alltaf frábært að komast í plokkfiskinn hjá honum," sagði Aron kátur og saddur. „Við stefnum annars að því að vera fyrsta liðið til þess að vinna í Vodafone-höllinni í vetur. Það virðist vera meiri stemning og kraftur í Valsliðinu á heimavelli og ég legg áherslu á að menn séu fljótir til baka í vörnina því þeir fá mikið af hraðaupphlaupum á heimavelli sem við verðum að stoppa," sagði Aron. Haukar eru án Gísla Jóns Þórissonar og Péturs Pálssonar í kvöld. Sigurbergur Sveinsson hefur svo verið á annarri löppinni í úrslitakeppninni en spilar engu að síður.
Olís-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti