SÍ beitir auknum inngripum til að styrkja krónuna 28. ágúst 2009 12:22 Ekki er hægt að útiloka að tilkoma nýs manns til starfa í brú Seðlabankans (SÍ) eigi einhvern þátt í auknum umsvifum hans á gjaldeyrismarkaði nú. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en Seðlabankinn mun hafa selt 500.000 evrur í gær og eina milljón evra það sem af er degi. Hefur bankinn tvöfaldað það magn af evrum sem hann selur í einu úr 250.000 í 500.000. „Hinn nýi Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, viðraði nýverið í fjölmiðlum þá skoðun sína að virkari þátttaka Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði undanfarin ár hefði verið heppileg, og að skynsamlegt gæti verið fyrir bankann að beita gjaldeyrisforðanum sem eins konar sveiflujafnara fyrir gengi krónu með umfangsmiklum gjaldeyriskaupum á hágengistímum og tilsvarandi sölu þegar gengið stæði veikt," segir í Morgunkorninu. „Már var einnig aðalhagfræðingur bankans þegar krónunni var fleytt á vordögum árið 2001, en í kjölfarið beitti Seðlabankinn inngripum í töluverðum mæli til að stemma stigu gegn hraðri veikingu krónu það ár." Ennfremur segir í Morgunkorninu að krónan hefur sótt talsvert í sig veðrið frá opnun gjaldeyrismarkaðar í gær. Alls nemur styrking hennar á tímabilinu þremur prósentustigum þegar þetta er ritað og hefur veiking undanfarinna vikna nú að fullu gengið til baka. Evran kostar nú 180 kr. og Bandaríkjadollar ríflega 125 kr. á millibankamarkaði með gjaldeyri. Til samanburðar kostaði evran 184,3 kr. og dollarinn 129,3 kr. við lokun markaða á miðvikudag. Seðlabankinn gaf tóninn bæði í gær og í morgun með inngripum á markaði en líklegt er að frekari gjaldeyrissala á markaði eigi einnig þátt í svo ríflegri styrkingu krónunnar. Aflandsgengi evru gagnvart krónu hefur þróast með talsvert öðrum hætti undanfarnar vikur en raunin hefur verið hér innanlands. Þannig lækkaði gengi evru á aflandsmarkaði eftir miðjan ágústmánuð úr 220 kr. í 212,5 krónur á sama tíma og gengið á millibankamarkaði hækkaði úr 181 kr. í 184 kr., ef marka má miðlunarkerfi Reuters. Með því minnkaði munur hérlends gengis og aflandsgengis úr 22% í 15,5% á tímabilinu. Ekki verður hins vegar séð að viðskipti hafi átt sér stað í kerfi Reuters frá því styrkingarhrina krónu hófst hér á landi í gærmorgun og hefur munur innlends gengis og aflandsgengis aukist að nýju miðað við það. Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að tilkoma nýs manns til starfa í brú Seðlabankans (SÍ) eigi einhvern þátt í auknum umsvifum hans á gjaldeyrismarkaði nú. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en Seðlabankinn mun hafa selt 500.000 evrur í gær og eina milljón evra það sem af er degi. Hefur bankinn tvöfaldað það magn af evrum sem hann selur í einu úr 250.000 í 500.000. „Hinn nýi Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, viðraði nýverið í fjölmiðlum þá skoðun sína að virkari þátttaka Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði undanfarin ár hefði verið heppileg, og að skynsamlegt gæti verið fyrir bankann að beita gjaldeyrisforðanum sem eins konar sveiflujafnara fyrir gengi krónu með umfangsmiklum gjaldeyriskaupum á hágengistímum og tilsvarandi sölu þegar gengið stæði veikt," segir í Morgunkorninu. „Már var einnig aðalhagfræðingur bankans þegar krónunni var fleytt á vordögum árið 2001, en í kjölfarið beitti Seðlabankinn inngripum í töluverðum mæli til að stemma stigu gegn hraðri veikingu krónu það ár." Ennfremur segir í Morgunkorninu að krónan hefur sótt talsvert í sig veðrið frá opnun gjaldeyrismarkaðar í gær. Alls nemur styrking hennar á tímabilinu þremur prósentustigum þegar þetta er ritað og hefur veiking undanfarinna vikna nú að fullu gengið til baka. Evran kostar nú 180 kr. og Bandaríkjadollar ríflega 125 kr. á millibankamarkaði með gjaldeyri. Til samanburðar kostaði evran 184,3 kr. og dollarinn 129,3 kr. við lokun markaða á miðvikudag. Seðlabankinn gaf tóninn bæði í gær og í morgun með inngripum á markaði en líklegt er að frekari gjaldeyrissala á markaði eigi einnig þátt í svo ríflegri styrkingu krónunnar. Aflandsgengi evru gagnvart krónu hefur þróast með talsvert öðrum hætti undanfarnar vikur en raunin hefur verið hér innanlands. Þannig lækkaði gengi evru á aflandsmarkaði eftir miðjan ágústmánuð úr 220 kr. í 212,5 krónur á sama tíma og gengið á millibankamarkaði hækkaði úr 181 kr. í 184 kr., ef marka má miðlunarkerfi Reuters. Með því minnkaði munur hérlends gengis og aflandsgengis úr 22% í 15,5% á tímabilinu. Ekki verður hins vegar séð að viðskipti hafi átt sér stað í kerfi Reuters frá því styrkingarhrina krónu hófst hér á landi í gærmorgun og hefur munur innlends gengis og aflandsgengis aukist að nýju miðað við það.
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira