Viðskipti innlent

Sigurjón Árnason fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mætir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag en þar fer fram aðalmeðferð í máli Kjartans Briem, sem átti innistæðu í peningamarkaðssjóði Landsbankans, gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili sjóðsins.

Eins og Vísir hefur áður greint frá varð sá hópur manna sem átti hlutdeildarskirteini í Landsvaka fyrir töluverðu eignartapi þegar sjóðnum var slitið eftir hrun bankans í október síðastliðnum. Hlutdeildarskirteinishafar fengu þá einungis tæp 69% af eignum sínum greiddar til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögmannsstofunni Ergo lögmönnum sem flytur málið fyrir Kjartan hafa um 30 manns stefnt gamla Landsbankanum og Landsvaka af sömu ástæðu og Kjartan.

Málflutningurinn í dag er að öllum líkindum fyrsti málflutningurinn sem fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna bankahrunsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×