FIH bankinn kemur Sjælsö Gruppen til hjálpar 28. ágúst 2009 08:46 FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Greint er frá málinu á helstu viðskiptavefsíðum í Danmörku í morgun. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen rekur fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir eru nú um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári. Í samkomulaginu sem náðst hefur er auk þess gert ráð fyrir að Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding muni skipta með sér stóru fasteignaverkefni í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Chopenhagen Towers. Sjæslö Gruppen skilaði afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex máanuði ársins þar sem nettótapið nam rúmum 285 milljónum danskra kr. eða um 7 milljörðum kr. Félagið býst við frekara tapi út árið og afskriftaþröf sem liggur á bilinu 450 til 550 milljónir danskra kr.Hlutir í Sjælsö Gruppen hafa verið í frjálsu falli á markaðinum í morgun. Hafa nú lækkað um 25% frá opnun hans. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Greint er frá málinu á helstu viðskiptavefsíðum í Danmörku í morgun. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen rekur fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir eru nú um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári. Í samkomulaginu sem náðst hefur er auk þess gert ráð fyrir að Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding muni skipta með sér stóru fasteignaverkefni í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Chopenhagen Towers. Sjæslö Gruppen skilaði afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex máanuði ársins þar sem nettótapið nam rúmum 285 milljónum danskra kr. eða um 7 milljörðum kr. Félagið býst við frekara tapi út árið og afskriftaþröf sem liggur á bilinu 450 til 550 milljónir danskra kr.Hlutir í Sjælsö Gruppen hafa verið í frjálsu falli á markaðinum í morgun. Hafa nú lækkað um 25% frá opnun hans.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira