UK Coal skuldar Landsbankanum 1,2 milljarða 28. ágúst 2009 11:24 Frá útibúi Landsbankans í London. Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er Landsbankinn einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með um 16,5 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Nokkrum dögum áður en Landsbankinn fór í þrot námu heildarútlán bankans til UK Coal rúmum 5,7 milljónum punda en heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Það kemur því töluvert á óvart að Landsbankinn sé einn af þremur lánveitendum UK Coal eins og The Guardian fullyrðir en útlán Landsbankans nema samkvæmt þessu einungis 3,3 prósentum af heildarlánum UK Coal. Sé hins vegar miðað við heildarlánaheimildir nemur hlutfall Landsbankans í skuldum UK Coal rúmlega 12,4 prósentum af heildarlánaheimildum UK Coal. UK Coal er skráð í FTSE 250 vísitöluna á hlutabréfamarkaðinum í London og hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 73% síðan í lok ágúst á síðasta ári. Tengdar fréttir Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. 28. ágúst 2009 09:32 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er Landsbankinn einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með um 16,5 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Nokkrum dögum áður en Landsbankinn fór í þrot námu heildarútlán bankans til UK Coal rúmum 5,7 milljónum punda en heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Það kemur því töluvert á óvart að Landsbankinn sé einn af þremur lánveitendum UK Coal eins og The Guardian fullyrðir en útlán Landsbankans nema samkvæmt þessu einungis 3,3 prósentum af heildarlánum UK Coal. Sé hins vegar miðað við heildarlánaheimildir nemur hlutfall Landsbankans í skuldum UK Coal rúmlega 12,4 prósentum af heildarlánaheimildum UK Coal. UK Coal er skráð í FTSE 250 vísitöluna á hlutabréfamarkaðinum í London og hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 73% síðan í lok ágúst á síðasta ári.
Tengdar fréttir Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. 28. ágúst 2009 09:32 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. 28. ágúst 2009 09:32