Viðskipti innlent

SA skipar sex starfshópa um ESB

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ákveðið að skipa sex starfshópa til að fjalla um málefni atvinnulífsins vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna.

Þar segir að aðildarfélög SA munu fjalla um afstöðuna til ESB innan eigin raða út frá hagsmunum sinna atvinnugreina en starfshópum SA er ætlað að fjalla um málið út frá tilteknum atriðum sem snerta atvinnulífið sem heild.

Starfshóparnir eru opnir fulltrúum aðildarfélaga SA og eins þeim sem hafa sérþekkingu á viðkomandi málefnum sem nýtast í umfjöllun hópanna. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og Róbert Trausti Árnason, verkefnastjóri Evrópumála hjá SA, munu hafa yfirumsjón með störfum hópanna og veita þeim liðsinni eftir þörfum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×