Lífið

Hrollur betri en Youtube

Freyr Bjarnason skrifar
Alexander hefur stofnað vefsíðuna Hrollur.is þar sem jaðarsporti er gert hátt undir höfði.
Alexander hefur stofnað vefsíðuna Hrollur.is þar sem jaðarsporti er gert hátt undir höfði.
Alexander Kárason hefur stofnað vefsíðuna Hrollur.is. Þangað getur áhugafólk um jaðarsport af ýmsu tagi sent inn myndbönd sem það hefur tekið upp. Hann segist hafa fengið mjög mikil viðbrögð við síðunni.

„Ég er búinn að vera í mótor­sporti í mörg ár og hefur fundist vanta að menn geti komið sér á framfæri. Ef maður setur inn myndband á Youtube er maður bara einn af milljón á einum degi,“ segir Alexander, eða Lexi eins og hann er kallaður „Allir Íslendingar hafa vott af mikilmennsku­brjálæði og mér fannst sniðugt að búa til konsept sem er eingöngu fyrir Ísland.“

Hann segir tilvalið fyrir fólk að koma sér og sínu sporti á framfæri á síðunni. „Þetta er smíðað í meiri gæðum en á Youtube og maður á að geta dundað sér þarna tímunum saman. Eina skilyrðið er að þetta sé tekið upp af Íslendingum eða tekið upp á Íslandi. Ef það er ekki til flokkur fyrir sportið þitt er bara búinn til nýr flokkur.“

Að sögn Alexanders er orðið „hrollur“ nokkurs konar samheiti með öllum jaðarsportum. „Þetta snýst um þessa tilfinningu, hvort sem þú ert að stökkva úr flugvél, renna þér á snjóbretti eða aka á mótorhjóli,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.