Viðskipti innlent

Marel að selja Stork Food and Dairy Systems

Marel hefur undirritað viljayfirlýsingu við hollenska fjárfestingasjóðinn Nimbus varðandi sölu á Stork Food and Dairy Systems, einingu sem starfar utan kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Stefnt er að því að ljúka viðskiptunum fyrir árslok.

Í tilkynningu segir að Marel er þess fullvisst að Stork Food and Dairy Systems verði í góðum höndum hjá

Nimbus. Hvað Marel varðar væri með sölunni stigið jákvætt skref í þá átt að auka enn frekar áherslu á kjarnastarfsemi fyrirtækisins.

Marel keypti Stork Food Systems undir lok ársins 2007 og gaf þá 425 milljónir evra eða um 77 milljarða kr. fyrir fyrirtækið m.v. núverandi gengi. Það sem er selt nú er aðeins lítill hluti af móðurfélaginu.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×