Óhemjukórinn syngur Guðmundur Páll Ólafsson skrifar 12. nóvember 2009 06:00 Guðmundur Páll Ólafsson skrifar um stóriðju Vissulega er erfitt að kyngja því að íslenskt efnahagslíf hafi hrunið og jafn strembið að sætta sig við að pólitískir óðagotsmenn sem leitt hafa þjóð sína í gönur skuli enn ganga lausir og enn hvetja til sömu töfralausna og fyrr. Verkin þeirra - græðgisvæðingin, stóriðjan, óarðbærar risavirkjanir, sala almenningseigna og sundrun íslensks samfélags - eru allt ömurleg dæmi um þekkingar- og dómgreindarleysi og valdníðslu lítillar klíku. Erfiðlega gengur líka að fóta sig eftir hrunið. Fáir eiga þó erfiðara með að hugsa um nýsköpun og nýtt lýðræðislegt Ísland heldur en tvíeykið sem stýrir SASÍ, hagfræðingarnir Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson. Þeim virðist fyrirmunað að endurmeta fornar hagvaxtar- og nýfrjálshyggju hugmyndir sem lengi hafa vegið að efnahag heimsins, og ekki nóg með það, heldur eru þær undirrótin að dvínandi gæðum Jarðar. Lausnarorð SASÍ eru stóriðja, stórframkvæmdir, stórar lausnir í þágu yfirþjóðlegra álfyrirtækja og íslensks byggingariðnaðar sem óð áfram hömlulaust í gróða-ærinu. Blessunarlega er fleira í boði og víða dásamleg frjósemi huga og handa. Í útvarpinu mínu glymja auglýsingar frá Reykjanesbæ frá fyrirtækjum sem styðja baráttu gegn umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Stóriðjusinnar hér á landi eiga því ekki að venjast að umhverfisráðherra standi vörð um náttúruna; varðveiti fjöregg þjóðarinnar. Fyrirtækin auglýsa eins og þau hafi úr nægum sjóðum að ausa; velja fremur að níða niður ráðherra Íslands fyrir að fara að landslögum heldur en að verja fénu til fátækra, eða styðja heimabyggðina, Reykjanesbæ, sem rambar á barmi gjaldþrots vegna óráðsíu í fjármálum eftir að hafa selt eigur almennings frá sér, jafnvel skólana - í óðagoti nýfrjálshyggjunnar. Aðferðin er kunnugleg. Á Austfjörðum var á sínum tíma smalað í áþekkan kór - maður á mann - með þeim afleiðingum að gamlir vinir og nágrannar voru útskúfaðir fyrir þær sakir að vilja ekki stóriðju og efast um Kárahnjúkavirkjun. Á Húsavík fengu menn lærimeistarana austan úr Alcoa-Fjarðaráli líkt og fjanda í sauðalegg til að kenna þeim þessi framandlegu fantabrögð, og nú kunna þeir þau líka. Allur þessi glundroði nagar rætur samfélagsins og eflaust er það tilgangurinn. Óhemjukórinn á Suðurnesjum er Reykjanesbæ til mikils vansa, reyndar okkur öllum. Hann ber vott um átakanlega málefnafátækt og fráleitt að þessi fjandsamlegi fyrirtækjahópur auglýsi á kostnað hins almenna borgara. En ástæður fyrir þessum hamagangi eru a.m.k. þrjár. 1) Yfir arðsemi virkjana ríkir leynd. 2) Orka fyrir álver í Helguvík er fugl í skógi. 3) Reykjanesbær er að þrotum kominn fjárhagslega. Við þessu þarf að bregðast. Þjóðarbúið má ekki við því að sólunda fjármunum sínum í fokdýr stóriðjustörf þar sem orka er ekki einu sinni til staðar og arðsemisútreikningar þola ekki dagsljósið. Við þurfum óyggjandi tölur, svartar á hvítu, sem gefa nákvæmlega til kynna hversu arðbærar eða óarðbærar virkjanir okkar eru í þágu stóriðjunnar. Það er eina leiðin til að kveða niður svona karlrembukóra. Við vitum fyrir víst að í besta falli er fjárhagslegur arður af stóriðju svo lítill að hann skiptir þjóðina sáralitlu; en líklegra er að bullandi tap sé á þessum hamagangi. Leyndin á orkuverði gefur það til kynna og fráleitt að láta Samorku eða Landsvirkjun glamra með arðsemisútreikninga eins og pókerspilara sem þykjast hafa góð spil en sýna þau aldrei. Skammarlegt er fyrir Alþingi Íslendinga að orkuverð skuli ekki vera opinbert og að óháðir aðilar reikni ekki út arðsemi virkjana og stóriðju. Þegar við vitum niðurstöðutölurnar þarf að spyrja til viðbótar: Er sjálfsagt að fórna jarðmyndunum og jarðhitadjásnum komandi kynslóða fyrir ósjálfbærar virkjanir? Er vitglóra í frekari eyðileggingu á vistkerfum fallvatna og hrygningarsvæði þorsks? Eðlilegt er að spyrja þessara spurninga og jafn óeðlilegt að halda orkuverði leyndu fyrir þjóðinni og fullkomlega óábyrgt að ekki skuli liggja fyrir óháð mat á arðsemi virkjana. Þeim sem ekki treysta þjóðinni fyrir þessari vitneskju er sjálfum ekki treystandi til að stjórna almenningsfyrirtækjum, hvað þá að sitja á Alþingi Íslendinga. Við þurfum heiðarlega þingmenn og krafa dagsins er að orkuverð til stóriðju verði gert opinbert og að falslaus úttekt verði gerð á arðsemi virkjana fyrir stóriðju. Óhemjukórinn sem kyrjar á Suðurnesjum þarf að vita þetta. Við þurfum öll að vita hvort við höfum fórnað fjöreggjum fyrir skran og skuldir. En fyrirtæki sem vanvirða börn og langtíma hagsmuni þeirra með því að auglýsa dólgslega gegn ráðherra sem stendur vörð um lífsgæði, almannahag og fegurð landsins eiga fátt skilið nema vansæmd. Höfundur er náttúrufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Guðmundur Páll Ólafsson skrifar um stóriðju Vissulega er erfitt að kyngja því að íslenskt efnahagslíf hafi hrunið og jafn strembið að sætta sig við að pólitískir óðagotsmenn sem leitt hafa þjóð sína í gönur skuli enn ganga lausir og enn hvetja til sömu töfralausna og fyrr. Verkin þeirra - græðgisvæðingin, stóriðjan, óarðbærar risavirkjanir, sala almenningseigna og sundrun íslensks samfélags - eru allt ömurleg dæmi um þekkingar- og dómgreindarleysi og valdníðslu lítillar klíku. Erfiðlega gengur líka að fóta sig eftir hrunið. Fáir eiga þó erfiðara með að hugsa um nýsköpun og nýtt lýðræðislegt Ísland heldur en tvíeykið sem stýrir SASÍ, hagfræðingarnir Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson. Þeim virðist fyrirmunað að endurmeta fornar hagvaxtar- og nýfrjálshyggju hugmyndir sem lengi hafa vegið að efnahag heimsins, og ekki nóg með það, heldur eru þær undirrótin að dvínandi gæðum Jarðar. Lausnarorð SASÍ eru stóriðja, stórframkvæmdir, stórar lausnir í þágu yfirþjóðlegra álfyrirtækja og íslensks byggingariðnaðar sem óð áfram hömlulaust í gróða-ærinu. Blessunarlega er fleira í boði og víða dásamleg frjósemi huga og handa. Í útvarpinu mínu glymja auglýsingar frá Reykjanesbæ frá fyrirtækjum sem styðja baráttu gegn umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Stóriðjusinnar hér á landi eiga því ekki að venjast að umhverfisráðherra standi vörð um náttúruna; varðveiti fjöregg þjóðarinnar. Fyrirtækin auglýsa eins og þau hafi úr nægum sjóðum að ausa; velja fremur að níða niður ráðherra Íslands fyrir að fara að landslögum heldur en að verja fénu til fátækra, eða styðja heimabyggðina, Reykjanesbæ, sem rambar á barmi gjaldþrots vegna óráðsíu í fjármálum eftir að hafa selt eigur almennings frá sér, jafnvel skólana - í óðagoti nýfrjálshyggjunnar. Aðferðin er kunnugleg. Á Austfjörðum var á sínum tíma smalað í áþekkan kór - maður á mann - með þeim afleiðingum að gamlir vinir og nágrannar voru útskúfaðir fyrir þær sakir að vilja ekki stóriðju og efast um Kárahnjúkavirkjun. Á Húsavík fengu menn lærimeistarana austan úr Alcoa-Fjarðaráli líkt og fjanda í sauðalegg til að kenna þeim þessi framandlegu fantabrögð, og nú kunna þeir þau líka. Allur þessi glundroði nagar rætur samfélagsins og eflaust er það tilgangurinn. Óhemjukórinn á Suðurnesjum er Reykjanesbæ til mikils vansa, reyndar okkur öllum. Hann ber vott um átakanlega málefnafátækt og fráleitt að þessi fjandsamlegi fyrirtækjahópur auglýsi á kostnað hins almenna borgara. En ástæður fyrir þessum hamagangi eru a.m.k. þrjár. 1) Yfir arðsemi virkjana ríkir leynd. 2) Orka fyrir álver í Helguvík er fugl í skógi. 3) Reykjanesbær er að þrotum kominn fjárhagslega. Við þessu þarf að bregðast. Þjóðarbúið má ekki við því að sólunda fjármunum sínum í fokdýr stóriðjustörf þar sem orka er ekki einu sinni til staðar og arðsemisútreikningar þola ekki dagsljósið. Við þurfum óyggjandi tölur, svartar á hvítu, sem gefa nákvæmlega til kynna hversu arðbærar eða óarðbærar virkjanir okkar eru í þágu stóriðjunnar. Það er eina leiðin til að kveða niður svona karlrembukóra. Við vitum fyrir víst að í besta falli er fjárhagslegur arður af stóriðju svo lítill að hann skiptir þjóðina sáralitlu; en líklegra er að bullandi tap sé á þessum hamagangi. Leyndin á orkuverði gefur það til kynna og fráleitt að láta Samorku eða Landsvirkjun glamra með arðsemisútreikninga eins og pókerspilara sem þykjast hafa góð spil en sýna þau aldrei. Skammarlegt er fyrir Alþingi Íslendinga að orkuverð skuli ekki vera opinbert og að óháðir aðilar reikni ekki út arðsemi virkjana og stóriðju. Þegar við vitum niðurstöðutölurnar þarf að spyrja til viðbótar: Er sjálfsagt að fórna jarðmyndunum og jarðhitadjásnum komandi kynslóða fyrir ósjálfbærar virkjanir? Er vitglóra í frekari eyðileggingu á vistkerfum fallvatna og hrygningarsvæði þorsks? Eðlilegt er að spyrja þessara spurninga og jafn óeðlilegt að halda orkuverði leyndu fyrir þjóðinni og fullkomlega óábyrgt að ekki skuli liggja fyrir óháð mat á arðsemi virkjana. Þeim sem ekki treysta þjóðinni fyrir þessari vitneskju er sjálfum ekki treystandi til að stjórna almenningsfyrirtækjum, hvað þá að sitja á Alþingi Íslendinga. Við þurfum heiðarlega þingmenn og krafa dagsins er að orkuverð til stóriðju verði gert opinbert og að falslaus úttekt verði gerð á arðsemi virkjana fyrir stóriðju. Óhemjukórinn sem kyrjar á Suðurnesjum þarf að vita þetta. Við þurfum öll að vita hvort við höfum fórnað fjöreggjum fyrir skran og skuldir. En fyrirtæki sem vanvirða börn og langtíma hagsmuni þeirra með því að auglýsa dólgslega gegn ráðherra sem stendur vörð um lífsgæði, almannahag og fegurð landsins eiga fátt skilið nema vansæmd. Höfundur er náttúrufræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar