Ræða tímabundinn skatt á lífeyrissjóði 12. nóvember 2009 06:00 MYND/365 Tímabundinn skattur á fjármagnstekjur lífeyrissjóða hefur verið ræddur í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið skattlagðir með þeim hætti áður. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem sæti á í nefndinni segir hugmyndina góða í því að auðvelt sé að hafa skattinn tímabundinn. „Gallinn er hins vegar sá að einungis hluti kynslóðanna er að borga fyrir þetta," segir hann. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, segir hugmyndina hafa verið rædda í nefndinni nýverið í tvígang. Málið hafi ekki farið lengra en það. Í nýjasta tölublaði vikuritsins Vísbendingar er bent á að eignir lífeyrissjóðanna nemi nú nálægt 1.700 milljörðum króna, verðbólga sé 10 prósent og að raunávöxtun eigna þeirra hafi verið nokkur flest ár. „Segjum að ávöxtun lífeyrissjóðanna verði 10 prósent eða 170 milljarðar króna. Nú er fjármagnstekjuskattur 15 prósent. Hann gæfi því um 25 milljarða króna á ári. Tímabundinn fjármagnstekjuskattur í þrjú ár yrði veruleg búbót fyrir ríkissjóð," segir í Vísbendingu. Þá er á það bent að fjármagnstekjuskatti á lífeyrissjóði fylgi ekki þær tæknilegu flækjur sem sumir forsvarsmenn lífeyrissjóða hafi bent á varðandi skattlagningu iðgjalda. Í grein Vísbendingar segir að innheimta skattsins yrði einföld, engin tilfærsla yrði á fjármunum milli kynslóða. Þá næðist líklega betri samstaða um hugmynd af þessu tagi en skattlagningu iðgjalda. „Tekjurnar eru kannski um fimm milljörðum króna minni með þessu móti, en það væri vel til vinnandi að ná sátt um málið," segir þar og áréttað að ekki verði um tvísköttun að ræða því fjármagnstekjur lífeyrissjóða hafi ekki verið skattlagðar. „Með þessu móti væri búið að minnka þörf á því að skattleggja almenning og kaupmáttur rýrnar því mun minna en ella. Það er mikill ábyrgðarhluti að snúast gegn slíkum hugmyndum í því óyndisástandi sem nú ríkir," segir í Vísbendingu. - óká/ - jab Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Tímabundinn skattur á fjármagnstekjur lífeyrissjóða hefur verið ræddur í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið skattlagðir með þeim hætti áður. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem sæti á í nefndinni segir hugmyndina góða í því að auðvelt sé að hafa skattinn tímabundinn. „Gallinn er hins vegar sá að einungis hluti kynslóðanna er að borga fyrir þetta," segir hann. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, segir hugmyndina hafa verið rædda í nefndinni nýverið í tvígang. Málið hafi ekki farið lengra en það. Í nýjasta tölublaði vikuritsins Vísbendingar er bent á að eignir lífeyrissjóðanna nemi nú nálægt 1.700 milljörðum króna, verðbólga sé 10 prósent og að raunávöxtun eigna þeirra hafi verið nokkur flest ár. „Segjum að ávöxtun lífeyrissjóðanna verði 10 prósent eða 170 milljarðar króna. Nú er fjármagnstekjuskattur 15 prósent. Hann gæfi því um 25 milljarða króna á ári. Tímabundinn fjármagnstekjuskattur í þrjú ár yrði veruleg búbót fyrir ríkissjóð," segir í Vísbendingu. Þá er á það bent að fjármagnstekjuskatti á lífeyrissjóði fylgi ekki þær tæknilegu flækjur sem sumir forsvarsmenn lífeyrissjóða hafi bent á varðandi skattlagningu iðgjalda. Í grein Vísbendingar segir að innheimta skattsins yrði einföld, engin tilfærsla yrði á fjármunum milli kynslóða. Þá næðist líklega betri samstaða um hugmynd af þessu tagi en skattlagningu iðgjalda. „Tekjurnar eru kannski um fimm milljörðum króna minni með þessu móti, en það væri vel til vinnandi að ná sátt um málið," segir þar og áréttað að ekki verði um tvísköttun að ræða því fjármagnstekjur lífeyrissjóða hafi ekki verið skattlagðar. „Með þessu móti væri búið að minnka þörf á því að skattleggja almenning og kaupmáttur rýrnar því mun minna en ella. Það er mikill ábyrgðarhluti að snúast gegn slíkum hugmyndum í því óyndisástandi sem nú ríkir," segir í Vísbendingu. - óká/ - jab
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira