Stúdentaráð blekkir stúdenta 29. maí 2009 05:00 Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun