Viðskipti innlent

Iðnaðarráðherra vinnur í samræmi við lög

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd/Stefán Karlsson
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson, segir það vera sérkennilegt hversu margir reyni nú að gera aðkomu Verne Holding að uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum tortryggilega. „Grátlegt er að sjá í hvaða farveg umræða um málið er að falla,“ segir framkvæmdastjórinn. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna.

Verne Holding er að hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og hefur Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, verið gagnrýnd fyrir að gera samning sem felur í sér skattaívilnanir fyrir fyrirtæki í hans eigu.

Jón Steindór segir að ekki verði betur séð en að ráðherra vinni að fullri einurð í málinu og í samræmi við lög til að greiða götu mjög mikilvægrar fjárfestingar hér á landi. „Því verður ekki trúað að fæti verði brugðið fyrir verkefnið í þann mund sem það er að komast í höfn,“ segir Jón Steindór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×