Erlent

Búist við sigri sósíalista á Grikklandi

George Papandreou
George Papandreou MYND/GETTYIMAGES
Búist er við að sósíalistar sigri í þingkosningum sem fram fara í Grikklandi í dag. Velgengni þeirra í kosningunum er helst skrifuð á óánægju almennings með að ríkisstjórn landsins hafi ekki tekist að vinna á spillingu í landinu og rétta við efnahag þess eftir fjármálakreppuna.

Sósíalistar eru þó ekki taldir öruggir með hreinan meirihluta á þingi. Íhaldsmenn, eða Nýja-lýðræðið, voru með nauman meirihluta á þingi fyrir kosningar og tók Costas Karamanlis forsætisráðherra töluverða pólitíska áhættu þegar hann boðaði óvænt til kosninga í september.

Vinni sósíalistar kosningarnar verður George Papandreou forsætisráðherra, en hann boðar mun mildari leiðir en núverandi ríkisstjórn við enduruppbyggingu efnahagslífsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×