Skaðlegar skattahækkanir 21. nóvember 2009 06:00 Um þessar mundir er verið að taka mjög afdrifaríkar ákvarðanir í skattamálum hér á landi. Skattahækkanir upp á tugi milljarða munu draga almenning og atvinnulíf hér á landi enn meira niður, auka atvinnuleysi og verðbólgu og veikja baráttukraft þjóðarinnar. Neysla mun minnka, sem mun hafa áhrif á fjölmörg fyrirtæki og lækka þannig skatttekjur ríkisins. Skattkerfið verður flóknara með fleiri skattþrepum. Aukinn skattur verður lagður á sparnað fólks með umtalsverðri hækkun fjármagnstekjuskatts og hækkun á tryggingargjaldi sem er beinn launaskattur á fyrirtæki. Eignarskattur er nánast eins og eignaupptaka. Engin vissa er svo fyrir því að þessi aukna skattheimta muni skila sér. Á sama tíma er fólk að taka á sig launafrystingu og jafnvel launalækkun. Auk beinna skatta á fyrirtæki og einstaklinga á meðal annars að hækka virðisaukaskatt á mikilvægar greinar eins og veitingahúsastarfsemi og búa til enn nýtt þrep í virðisaukaskatti. Þetta mun hafa slæm áhrif á rekstur veitingastaða og þar með veikja samkeppnisstöðu þeirra sem sinna ferðaþjónustu. Þetta mun enn frekar auka flækjustig og misferli í skattheimtu. Margt bendir til þess að misrétti sé meira en nokkru sinni fyrr. Þetta endurspeglast t.d. í því að bankastofnanir ráða nú hvaða fyrirtæki lifa, hver deyja og hvernig þau eru seld eða skuldir afskrifaðar. Bankarnir skipa líka stjórnarmenn. Þau fyrirtæki sem lifa eru síðan mikið undir stjórn ríkisbankanna. Fasteignafélög verða gjaldþrota eða fá afskrifaðar skuldir og geta boðið umtalsvert lægra leiguverð á húsnæði í samkeppni við fyrirtæki sem eru í eðlilegum rekstri. Þannig lenda vel rekin fyrirtæki sem skulda lítið í miklum erfiðleikum. Í viðtali í Kastljósi á fimmtudagskvöld lýsti Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins þeirri eindregnu skoðun sinni að færa þyrfti völdin frá flokkunum eða stjórnmálamönnunum til fólksins. Hann hefði mátt predika þetta betur þegar hann var ritstjóri, en það er alveg rétt að fjármunir og völd eru að flytjast í auknum mæli frá fólkinu til ríkisvaldsins og stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins til greiðslu á gífurlegri skuldasöfnun þjóðarinnar. Skattkerfið verður flóknara og staðgreiðslukerfi skatta eyðilagt. Þetta mun dýpka kreppuna og draga kraft og kjark úr fyrirtækjum og einstaklingum. Stjórnvöld boðuðu fyrst óhuggulega miklar skattahækkanir, en hafa nú eitthvað slegið af. Eftir standa samt miklar hækkanir og mun flóknara skattkerfi. Því miður er ekki víst að þjóðin átti sig á því hvað þessar skattkerfisbreytingar eru hættulegar og flóknar. Við þurfum að hafa fullan skilning á því að ekki er hægt að skera allt niður í ríkisrekstrinum og ná þarf jafnvægi á einhverjum árum. En það eru til fleiri leiðir en þessi skattahækkunarleið og þessi skattkerfisbreyting er ekki heillavænleg. Vonandi tekst stjórnmálamönnum í öllum flokkum að vinna saman að því núna að finna betri lausn á vanda þjóðarbúsins. Ef einhvern tíma er þörf á samstöðu þá er það núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er verið að taka mjög afdrifaríkar ákvarðanir í skattamálum hér á landi. Skattahækkanir upp á tugi milljarða munu draga almenning og atvinnulíf hér á landi enn meira niður, auka atvinnuleysi og verðbólgu og veikja baráttukraft þjóðarinnar. Neysla mun minnka, sem mun hafa áhrif á fjölmörg fyrirtæki og lækka þannig skatttekjur ríkisins. Skattkerfið verður flóknara með fleiri skattþrepum. Aukinn skattur verður lagður á sparnað fólks með umtalsverðri hækkun fjármagnstekjuskatts og hækkun á tryggingargjaldi sem er beinn launaskattur á fyrirtæki. Eignarskattur er nánast eins og eignaupptaka. Engin vissa er svo fyrir því að þessi aukna skattheimta muni skila sér. Á sama tíma er fólk að taka á sig launafrystingu og jafnvel launalækkun. Auk beinna skatta á fyrirtæki og einstaklinga á meðal annars að hækka virðisaukaskatt á mikilvægar greinar eins og veitingahúsastarfsemi og búa til enn nýtt þrep í virðisaukaskatti. Þetta mun hafa slæm áhrif á rekstur veitingastaða og þar með veikja samkeppnisstöðu þeirra sem sinna ferðaþjónustu. Þetta mun enn frekar auka flækjustig og misferli í skattheimtu. Margt bendir til þess að misrétti sé meira en nokkru sinni fyrr. Þetta endurspeglast t.d. í því að bankastofnanir ráða nú hvaða fyrirtæki lifa, hver deyja og hvernig þau eru seld eða skuldir afskrifaðar. Bankarnir skipa líka stjórnarmenn. Þau fyrirtæki sem lifa eru síðan mikið undir stjórn ríkisbankanna. Fasteignafélög verða gjaldþrota eða fá afskrifaðar skuldir og geta boðið umtalsvert lægra leiguverð á húsnæði í samkeppni við fyrirtæki sem eru í eðlilegum rekstri. Þannig lenda vel rekin fyrirtæki sem skulda lítið í miklum erfiðleikum. Í viðtali í Kastljósi á fimmtudagskvöld lýsti Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins þeirri eindregnu skoðun sinni að færa þyrfti völdin frá flokkunum eða stjórnmálamönnunum til fólksins. Hann hefði mátt predika þetta betur þegar hann var ritstjóri, en það er alveg rétt að fjármunir og völd eru að flytjast í auknum mæli frá fólkinu til ríkisvaldsins og stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins til greiðslu á gífurlegri skuldasöfnun þjóðarinnar. Skattkerfið verður flóknara og staðgreiðslukerfi skatta eyðilagt. Þetta mun dýpka kreppuna og draga kraft og kjark úr fyrirtækjum og einstaklingum. Stjórnvöld boðuðu fyrst óhuggulega miklar skattahækkanir, en hafa nú eitthvað slegið af. Eftir standa samt miklar hækkanir og mun flóknara skattkerfi. Því miður er ekki víst að þjóðin átti sig á því hvað þessar skattkerfisbreytingar eru hættulegar og flóknar. Við þurfum að hafa fullan skilning á því að ekki er hægt að skera allt niður í ríkisrekstrinum og ná þarf jafnvægi á einhverjum árum. En það eru til fleiri leiðir en þessi skattahækkunarleið og þessi skattkerfisbreyting er ekki heillavænleg. Vonandi tekst stjórnmálamönnum í öllum flokkum að vinna saman að því núna að finna betri lausn á vanda þjóðarbúsins. Ef einhvern tíma er þörf á samstöðu þá er það núna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar