Erlent

Óttast að þau verði myrt innan viku

Bresk kona skoðar upptökuna frá Paul og Rachel Chandler. Mynd/ AFP
Bresk kona skoðar upptökuna frá Paul og Rachel Chandler. Mynd/ AFP
Bresku hjónin, sem var rænt af sómölskum sjóræningjum í Indlandshafi í síðasta mánuði, óttast að þau verði myrt innan viku ef bresk stjórnvöld opna ekki á samningaviðræður við ræningja þeirra.

Í fyrstu upptökunni sem sýnd hefur verið af hjónunum frá því þeim var rænt af snekkju sinni segja þau Paul og Rachel Chandler að mannræningjarnir séu að missa þolinmæðina. Upptakan sýnir þau biðla til breskra stjórnvalda um að ræða við sjóræningjana og greiða þeim lausnarfé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×