Fúsk og furðuleg umhverfisstefna 21. nóvember 2009 06:00 Vilhjálmur Egilsson Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu. Mest segir hann bera í milli í fyrirætlunum stjórnvalda og skoðun samtakanna þegar kemur að stöðu sjávarútvegsins. „Við getum ekki sætt okkur við að sjávarútvegurinn taki á sig ríflega 3,5 milljarða í hækkun á tryggingagjaldi, veiði- og kolefnisgjaldi, en honum svo ekki gefinn starfsfriður.“ Hann bendir á að í frumvarpi landbúnaðarráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða, sé áætlað að veiða skötusel áttatíu prósent umfram ráðgjöf. „Hvaða umhverfisstefna er það að vilja ekki nýta þær auðlindir sem er nóg af en ganga á þær sem eru takmarkaðar?“ segir hann og vísar til tregðu í virkjun endurnýjanlegra orkugjafa. „Það er ekki hægt að bjóða upp á svona lagað. Þetta er svo ótrúlegt fúsk,“ segir hann. Engu að síður fagnar Vilhjálmur því að ríkisstjórnin hafi horfið frá áformum um sextán milljarða nýja varanlega orku-, kolefnis- og umhverfisskatta. „Heildartekjur af þeim eiga nú að nema 4,4 milljörðum á ári í þrjú ár, þegar þessir skattar falla niður,“ segir hann og kveður mikilvægt að í stað þeirra muni að þeim tíma liðnum koma skattlagning sem verði í samræmi við alþjóðasamninga og þróun á alþjóðlegum vettvangi. „Við reiknum með að út úr loftslagssamningunum og þeim þáttum komi skattaumhverfi sem okkar fyrirtæki geti gengið inn í, en þeim sé ekki mismunað í samanburði við erlenda keppinauta.“ Til viðbótar við þá umhverfisskatta sem stóriðjan á að greiða næstu þrjú ár bætist fyrirframgreiðsla tekjuskatts, 1,2 milljarðar króna á ári í þessi þrjú ár. Þær greiðslur segir Vilhjálmur að skiptist hlutfallslega á orkufyrirtækin, í sömu hlutföllum og gjaldið sem lagt var á kílóvattstundina. Stærstan hlut greiði Alcoa, þar á eftir komi svo Norðurál með litlu minni hlut, þá Ísal og svo Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Vilhjálmur telur að með þessum breytingum megi tryggja að áform um fjárfestingar í stóriðju og virkjunum geti gengið eftir. „Þar erum við að tala um að Helguvík geti haldið áfram af fullum krafti og líka framleiðsluaukningin í Straumsvík. Þessar framkvæmdir eru algjör lykilforsenda þess að hér verði hagvöxtur á næsta ári, en ekki kreppan, taka tvö,“ segir Vilhjálmur. olikr@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu. Mest segir hann bera í milli í fyrirætlunum stjórnvalda og skoðun samtakanna þegar kemur að stöðu sjávarútvegsins. „Við getum ekki sætt okkur við að sjávarútvegurinn taki á sig ríflega 3,5 milljarða í hækkun á tryggingagjaldi, veiði- og kolefnisgjaldi, en honum svo ekki gefinn starfsfriður.“ Hann bendir á að í frumvarpi landbúnaðarráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða, sé áætlað að veiða skötusel áttatíu prósent umfram ráðgjöf. „Hvaða umhverfisstefna er það að vilja ekki nýta þær auðlindir sem er nóg af en ganga á þær sem eru takmarkaðar?“ segir hann og vísar til tregðu í virkjun endurnýjanlegra orkugjafa. „Það er ekki hægt að bjóða upp á svona lagað. Þetta er svo ótrúlegt fúsk,“ segir hann. Engu að síður fagnar Vilhjálmur því að ríkisstjórnin hafi horfið frá áformum um sextán milljarða nýja varanlega orku-, kolefnis- og umhverfisskatta. „Heildartekjur af þeim eiga nú að nema 4,4 milljörðum á ári í þrjú ár, þegar þessir skattar falla niður,“ segir hann og kveður mikilvægt að í stað þeirra muni að þeim tíma liðnum koma skattlagning sem verði í samræmi við alþjóðasamninga og þróun á alþjóðlegum vettvangi. „Við reiknum með að út úr loftslagssamningunum og þeim þáttum komi skattaumhverfi sem okkar fyrirtæki geti gengið inn í, en þeim sé ekki mismunað í samanburði við erlenda keppinauta.“ Til viðbótar við þá umhverfisskatta sem stóriðjan á að greiða næstu þrjú ár bætist fyrirframgreiðsla tekjuskatts, 1,2 milljarðar króna á ári í þessi þrjú ár. Þær greiðslur segir Vilhjálmur að skiptist hlutfallslega á orkufyrirtækin, í sömu hlutföllum og gjaldið sem lagt var á kílóvattstundina. Stærstan hlut greiði Alcoa, þar á eftir komi svo Norðurál með litlu minni hlut, þá Ísal og svo Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Vilhjálmur telur að með þessum breytingum megi tryggja að áform um fjárfestingar í stóriðju og virkjunum geti gengið eftir. „Þar erum við að tala um að Helguvík geti haldið áfram af fullum krafti og líka framleiðsluaukningin í Straumsvík. Þessar framkvæmdir eru algjör lykilforsenda þess að hér verði hagvöxtur á næsta ári, en ekki kreppan, taka tvö,“ segir Vilhjálmur. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira