Á að slökkva á garðyrkjunni? Bjarni Jónsson skrifar 15. október 2009 06:00 Á þessu ári hefur rafmagnskostnaður garðyrkjunnar aukist um 30%! Afleiðingar láta heldur ekki á sér standa en fyrstu 8 mánuði ársins hefur raforkunotkun í garðyrkju minnkað um 8% og bara í maí um heil 25%! Þetta er í fyrsta skipti síðan raflýsing hófst í garðyrkju árið 1990 að notkun hefur minnkað, sem hefur leitt til minni framleiðslu. Það leiðir af sér aukna eftirspurn eftir erlendu grænmeti sem kostar okkur dýrmætan gjaldeyri. Aðeins um forsögu þessa máls. Ríkið hefur niðurgreitt dreifingu rafmagns frá árinu 2005. Í vetur ákvað það að spara sér 39 milljónir króna með því að skerða niðurgreiðslur, sem leiddi til þess að garðyrkjubændur tóku á sig stærri hluta dreifikostnaðar.Hvað ber að gera?Garðyrkjubændur hafa óskað eftir því við stjórnvöld að gripið verði til tiltekinna ráðstafana. Í fyrsta lagi að garðyrkjan eigi kost á hagkvæmu rafmagni og að útbúinn verði sérstakur taxti garðyrkjunnar. Í öðru lagi að skilgreiningu á þéttbýli verði breytt þannig að allar garðyrkjustöðvar verði skilgreindar sem þéttbýlisstaðir.Í dag er taxti garðyrkju í dreifbýli hærri en taxti heimila í þéttbýli (ekki tekið tillit til niðurgreiðslu). Garðyrkjubændur telja að atvinnugrein sem kaupir gríðarlegt magn af rafmagni eigi að njóta þess í verði. RARIK, sem hefur einkaleyfi til dreifingar rafmagns, hefur ekki léð máls á slíkri útfærslu og þar við situr. Í staðinn hækkaði verðskrá RARIK um 15% hinn 1. janúar síðastliðinn og síðan aftur um 5% hinn 1. ágúst. Allt til þess að fylgja neysluverðsvísitölu! Það þýðir að hækki innflutt epli, skór eða morgunkorn þá hækkar rafmagnskostnaður garðyrkjubænda! Á sama tíma hafa aðföng garðyrkjunnar hækkað á milli 100 og 200%.Þær garðyrkjustöðvar sem eru á skilgreindum dreifbýlisstöðum greiða töluvert hærra en þær sem eru í þéttbýli. Skýringa á því er að leita í reglugerð nr. 1040/2005 um framkvæmd raforkulaga en þar segir að viðmið á mörkum dreifbýlis og þéttbýlis séu við 200 íbúa. Garðyrkjubændur hafa bent á að rangt sé að miða við íbúafjölda heldur sé réttlátara að miða við orkumagn í þessu sambandi.Garðyrkjubændur hafa reiknað út svokallað íbúajafngildi raforkunotkunar sinnar. Með því er orkunotkun garðyrkjustöðva samanburðarhæf við notkun heimila. Meðal orkunotkun garðyrkjustöðva er samkvæmt útreikningum jafn mikil og notkun 1.175 íbúa. Stærsta garðyrkjustöðin notar jafnmikið rafmagn og 3.452 íbúar, eða gott betur en íbúar Þorlákshafnar, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Flúða samanlagt (samtals 2.999 íbúar). Til samanburðar eru íbúar Ísafjarðar 2.704 og íbúar á Seltjarnarnesi 4.454!Á Laugalandi í Borgarfirði er rekin öflug garðyrkjustöð. Orkunotkun hennar jafngildir notkun 1.959 íbúa. Íbúar Borgarness eru 1.960. Munurinn er sá að garðyrkjustöðin er í dreifbýli og því er taxti hennar hærri en íbúa Borgarness sem nota jafn mikið rafmagn. Á Bifröst, sem einnig er skilgreint sem þéttbýli, eru skráðir 257 íbúar. Taxti þeirra er lægri en hinum megin við ána. Svari því hver fyrir sig hvort það sé réttlátt!Hver er lausnin?Það er ljóst að lausnin er pólitísk. Iðnaðarráðherra þarf að taka ákvörðun um að koma til móts við ofangreindar óskir og breyta m.a. reglugerð. Að sjálfsögðu er til í stöðunni að hreinlega láta vera að koma til móts við garðyrkjubændur. Áður en slík ákvörðun er tekin er rétt að stjórnvöld átti sig á kostnaðinum.Hann verður í formi minni atvinnusköpunar, minni framleiðslu á heilnæmu íslensku grænmeti, lægri tekna orkufyrirtækja og minni skatttekna sveitarfélaga. Hann er einnig falinn í auknu útstreymi gjaldeyris, hærri framlögum til atvinnuleysisbóta og auknum kostnaði sveitarfélaga.Síðari kosturinn getur leitt til rekstrarerfiðleika í garðyrkjunni auk stöðnunar og engrar framþróunar. Hinn leiðir til áframhaldandi mikils framboðs á hollu, fersku og næringarríku grænmeti. Þetta eru tveir skýrir valkostir. Ég tel mig vita hvað neytendur vilja en því miður vita stjórnvöld ekki hvað þau vilja. Ég spyr því: Á kannski að slökkva á garðyrkjunni?Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári hefur rafmagnskostnaður garðyrkjunnar aukist um 30%! Afleiðingar láta heldur ekki á sér standa en fyrstu 8 mánuði ársins hefur raforkunotkun í garðyrkju minnkað um 8% og bara í maí um heil 25%! Þetta er í fyrsta skipti síðan raflýsing hófst í garðyrkju árið 1990 að notkun hefur minnkað, sem hefur leitt til minni framleiðslu. Það leiðir af sér aukna eftirspurn eftir erlendu grænmeti sem kostar okkur dýrmætan gjaldeyri. Aðeins um forsögu þessa máls. Ríkið hefur niðurgreitt dreifingu rafmagns frá árinu 2005. Í vetur ákvað það að spara sér 39 milljónir króna með því að skerða niðurgreiðslur, sem leiddi til þess að garðyrkjubændur tóku á sig stærri hluta dreifikostnaðar.Hvað ber að gera?Garðyrkjubændur hafa óskað eftir því við stjórnvöld að gripið verði til tiltekinna ráðstafana. Í fyrsta lagi að garðyrkjan eigi kost á hagkvæmu rafmagni og að útbúinn verði sérstakur taxti garðyrkjunnar. Í öðru lagi að skilgreiningu á þéttbýli verði breytt þannig að allar garðyrkjustöðvar verði skilgreindar sem þéttbýlisstaðir.Í dag er taxti garðyrkju í dreifbýli hærri en taxti heimila í þéttbýli (ekki tekið tillit til niðurgreiðslu). Garðyrkjubændur telja að atvinnugrein sem kaupir gríðarlegt magn af rafmagni eigi að njóta þess í verði. RARIK, sem hefur einkaleyfi til dreifingar rafmagns, hefur ekki léð máls á slíkri útfærslu og þar við situr. Í staðinn hækkaði verðskrá RARIK um 15% hinn 1. janúar síðastliðinn og síðan aftur um 5% hinn 1. ágúst. Allt til þess að fylgja neysluverðsvísitölu! Það þýðir að hækki innflutt epli, skór eða morgunkorn þá hækkar rafmagnskostnaður garðyrkjubænda! Á sama tíma hafa aðföng garðyrkjunnar hækkað á milli 100 og 200%.Þær garðyrkjustöðvar sem eru á skilgreindum dreifbýlisstöðum greiða töluvert hærra en þær sem eru í þéttbýli. Skýringa á því er að leita í reglugerð nr. 1040/2005 um framkvæmd raforkulaga en þar segir að viðmið á mörkum dreifbýlis og þéttbýlis séu við 200 íbúa. Garðyrkjubændur hafa bent á að rangt sé að miða við íbúafjölda heldur sé réttlátara að miða við orkumagn í þessu sambandi.Garðyrkjubændur hafa reiknað út svokallað íbúajafngildi raforkunotkunar sinnar. Með því er orkunotkun garðyrkjustöðva samanburðarhæf við notkun heimila. Meðal orkunotkun garðyrkjustöðva er samkvæmt útreikningum jafn mikil og notkun 1.175 íbúa. Stærsta garðyrkjustöðin notar jafnmikið rafmagn og 3.452 íbúar, eða gott betur en íbúar Þorlákshafnar, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Flúða samanlagt (samtals 2.999 íbúar). Til samanburðar eru íbúar Ísafjarðar 2.704 og íbúar á Seltjarnarnesi 4.454!Á Laugalandi í Borgarfirði er rekin öflug garðyrkjustöð. Orkunotkun hennar jafngildir notkun 1.959 íbúa. Íbúar Borgarness eru 1.960. Munurinn er sá að garðyrkjustöðin er í dreifbýli og því er taxti hennar hærri en íbúa Borgarness sem nota jafn mikið rafmagn. Á Bifröst, sem einnig er skilgreint sem þéttbýli, eru skráðir 257 íbúar. Taxti þeirra er lægri en hinum megin við ána. Svari því hver fyrir sig hvort það sé réttlátt!Hver er lausnin?Það er ljóst að lausnin er pólitísk. Iðnaðarráðherra þarf að taka ákvörðun um að koma til móts við ofangreindar óskir og breyta m.a. reglugerð. Að sjálfsögðu er til í stöðunni að hreinlega láta vera að koma til móts við garðyrkjubændur. Áður en slík ákvörðun er tekin er rétt að stjórnvöld átti sig á kostnaðinum.Hann verður í formi minni atvinnusköpunar, minni framleiðslu á heilnæmu íslensku grænmeti, lægri tekna orkufyrirtækja og minni skatttekna sveitarfélaga. Hann er einnig falinn í auknu útstreymi gjaldeyris, hærri framlögum til atvinnuleysisbóta og auknum kostnaði sveitarfélaga.Síðari kosturinn getur leitt til rekstrarerfiðleika í garðyrkjunni auk stöðnunar og engrar framþróunar. Hinn leiðir til áframhaldandi mikils framboðs á hollu, fersku og næringarríku grænmeti. Þetta eru tveir skýrir valkostir. Ég tel mig vita hvað neytendur vilja en því miður vita stjórnvöld ekki hvað þau vilja. Ég spyr því: Á kannski að slökkva á garðyrkjunni?Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar