11 milljarðar í ný hjúkrunarheimili Magnús Orri Schram skrifar 15. október 2009 06:00 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýrra hjúkrunarheimila með 361 rými á árunum 2010 til 2012. Verkefnið kemur á góðum tíma fyrir byggingariðnað á krepputíma og hefur í för með sér verulega breytingu á aðstæðum aldraðra. Á næstu vikum verða lögð fram lagafrumvörp sem annars vegar heimila Íbúðalánasjóði að lána til þessara framkvæmda og hins vegar framkvæmdasjóði aldraðra að taka þátt í rekstrar- og leigukostnaði heimilanna þangað til ríkið getur tekið á sig þær skuldbindingar árið 2014. Þannig verði ráðist í framkvæmdir, án aukinna skuldbindinga fyrir stjórnvöld á viðkvæmasta tímanum fyrir ríkissjóð, þ.e. til 2014. Ráðist verður í byggingu hjúkrunarheimila á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Borgarbyggð, Fljótsdalshéraði, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Alls verða byggð 361 rými, 200 þeirra munu leysa af hólmi tvíbýlisrými, svo að hrein fjölgun er upp á 161 rými. Næstu skref félags- og tryggingamálaráðherra eru að leita samninga við sveitarfélög með það að markmiði að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Hér er á ferð enn eitt merkið um jákvæða þróun mála hér á landi síðustu misserin. Samningar um tilhögun bankastarfsemi, betri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans, minni vöxtur atvinnuleysis en áður var spáð og fjölmörg áhugaverð verkefni einkaaðila, sýnir að margt er að falla með okkur um þessar mundir. Auk þess er uppbygging háskólasjúkrahúss og Búðarhálsvirkjun í góðum farvegi hjá lífeyrissjóðunum og stjórnkerfi. Þessi tillaga ráðherra um ellefu milljarða innspýtingu í byggingargeirann, sem léttir á atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna og fjölgar hjúkrunarrýmum umtalsvert, er gott skref í rétta átt. Það eru erfiðir tímar og vissulega mætti margt betur fara á ýmsum sviðum. Að því leyti eru stjórnvöld ekki stikkfrí né hafin yfir gagnrýni. En látum hins vegar ekki bölmóðinn ná tökum á umræðunni, heldur tökumst á við verkefnin með jákvæðni að vopni. Þannig náum við miklu lengra. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stefna að byggingu nýrra hjúkrunarheimila með 361 rými á árunum 2010 til 2012. Verkefnið kemur á góðum tíma fyrir byggingariðnað á krepputíma og hefur í för með sér verulega breytingu á aðstæðum aldraðra. Á næstu vikum verða lögð fram lagafrumvörp sem annars vegar heimila Íbúðalánasjóði að lána til þessara framkvæmda og hins vegar framkvæmdasjóði aldraðra að taka þátt í rekstrar- og leigukostnaði heimilanna þangað til ríkið getur tekið á sig þær skuldbindingar árið 2014. Þannig verði ráðist í framkvæmdir, án aukinna skuldbindinga fyrir stjórnvöld á viðkvæmasta tímanum fyrir ríkissjóð, þ.e. til 2014. Ráðist verður í byggingu hjúkrunarheimila á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Borgarbyggð, Fljótsdalshéraði, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Alls verða byggð 361 rými, 200 þeirra munu leysa af hólmi tvíbýlisrými, svo að hrein fjölgun er upp á 161 rými. Næstu skref félags- og tryggingamálaráðherra eru að leita samninga við sveitarfélög með það að markmiði að framkvæmdir við nýbyggingar geti hafist sem fyrst. Hér er á ferð enn eitt merkið um jákvæða þróun mála hér á landi síðustu misserin. Samningar um tilhögun bankastarfsemi, betri endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans, minni vöxtur atvinnuleysis en áður var spáð og fjölmörg áhugaverð verkefni einkaaðila, sýnir að margt er að falla með okkur um þessar mundir. Auk þess er uppbygging háskólasjúkrahúss og Búðarhálsvirkjun í góðum farvegi hjá lífeyrissjóðunum og stjórnkerfi. Þessi tillaga ráðherra um ellefu milljarða innspýtingu í byggingargeirann, sem léttir á atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna og fjölgar hjúkrunarrýmum umtalsvert, er gott skref í rétta átt. Það eru erfiðir tímar og vissulega mætti margt betur fara á ýmsum sviðum. Að því leyti eru stjórnvöld ekki stikkfrí né hafin yfir gagnrýni. En látum hins vegar ekki bölmóðinn ná tökum á umræðunni, heldur tökumst á við verkefnin með jákvæðni að vopni. Þannig náum við miklu lengra. Höfundur er alþingismaður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun