Tapið nam 12,7 milljörðum hjá borginni á fyrri helming ársins 15. október 2009 14:09 Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar (A og B-hluta), þar sem fyrirtæki í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar eins og Orkuveita Reykjavíkur eru talin með, var neikvæð um 12,7 milljarða kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Í tilkynningu um uppgjörið segir að það megi rekja til fjármagnsliðar sem er neikvæður um 15,9 milljarða kr. vegna gengis íslensku krónunnar og erlendra skulda samstæðunnar. Þar vegur staða OR þyngst eins og þegar hefur komið fram í árshlutauppgjöri fyrirtækisins. Um leið og gengið tekur að hækka að nýju mun hagur fyrirtækisins vænkast hratt og miðað við spár um gengisþróun gæti eiginfjárhlutfall orðið ásættanlegt þegar á árinu 2011. Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar (A-hluta) fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs er mun betri en samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir tímabilið eða sem nemur 227 milljónum króna. Rekstrarniðurstaðan fyrir fjármagnsliði eftir fyrstu 6 mánuði ársins er 1,2 milljörðum betri en endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgarstjórn. Þar segir að fjármagnsliðurinn skilar minni tekjum vegna meiri verðbólgu, veikara gengis og minni sölu skipulagseigna en skv. áætlun. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2009 sem lagður var fram í borgarráði í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri segir árshlutauppgjörið staðfesta ábyrgð og árangur hjá Reykjavíkurborg: „Þökk sé auknu aðhaldi í rekstri Reykjavíkurborgar, sem ráðist var í þegar um mitt síðasta ár, hefur tekist að ná verulegum árangri. Starfsmenn og stjórnendur hafa lagst á eitt til að halda kostnaði niðri og standa vörð um grunnþjónustu, störf og gjaldskrár. Væntingar um styrkingu gengis og lægri verðbólgu hafa hins vegar ekki gengið eftir, sem hefur áhrif á Eignasjóð og fyrirtæki borgarinnar, rétt eins og öll önnur fyrirtæki landsins." Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er 2,1 milljarði betri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir sem hlýtur að teljast mjög góður árangur. Niðurstaða Aðalsjóðs vegur upp lakari afkomu Eignasjóðs sem rekja má til lakara gengis og meiri verðbólgu en spáð var og lítillar sölu byggingaréttar. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar (A og B-hluta), þar sem fyrirtæki í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar eins og Orkuveita Reykjavíkur eru talin með, var neikvæð um 12,7 milljarða kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Í tilkynningu um uppgjörið segir að það megi rekja til fjármagnsliðar sem er neikvæður um 15,9 milljarða kr. vegna gengis íslensku krónunnar og erlendra skulda samstæðunnar. Þar vegur staða OR þyngst eins og þegar hefur komið fram í árshlutauppgjöri fyrirtækisins. Um leið og gengið tekur að hækka að nýju mun hagur fyrirtækisins vænkast hratt og miðað við spár um gengisþróun gæti eiginfjárhlutfall orðið ásættanlegt þegar á árinu 2011. Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar (A-hluta) fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs er mun betri en samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir tímabilið eða sem nemur 227 milljónum króna. Rekstrarniðurstaðan fyrir fjármagnsliði eftir fyrstu 6 mánuði ársins er 1,2 milljörðum betri en endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgarstjórn. Þar segir að fjármagnsliðurinn skilar minni tekjum vegna meiri verðbólgu, veikara gengis og minni sölu skipulagseigna en skv. áætlun. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2009 sem lagður var fram í borgarráði í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri segir árshlutauppgjörið staðfesta ábyrgð og árangur hjá Reykjavíkurborg: „Þökk sé auknu aðhaldi í rekstri Reykjavíkurborgar, sem ráðist var í þegar um mitt síðasta ár, hefur tekist að ná verulegum árangri. Starfsmenn og stjórnendur hafa lagst á eitt til að halda kostnaði niðri og standa vörð um grunnþjónustu, störf og gjaldskrár. Væntingar um styrkingu gengis og lægri verðbólgu hafa hins vegar ekki gengið eftir, sem hefur áhrif á Eignasjóð og fyrirtæki borgarinnar, rétt eins og öll önnur fyrirtæki landsins." Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er 2,1 milljarði betri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir sem hlýtur að teljast mjög góður árangur. Niðurstaða Aðalsjóðs vegur upp lakari afkomu Eignasjóðs sem rekja má til lakara gengis og meiri verðbólgu en spáð var og lítillar sölu byggingaréttar.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Sjá meira