Embættismaður í pólitík Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 15. október 2009 06:00 Það er ekki algengt að embættismenn eða starfsfólk opinberra fyrirtækja blandi sér í stjórnmálaumræðuna. Nú hefur stjórnarformanni Orkuveitunnar, framsóknarmanninum Guðlaugi Sverrissyni tekist að fá forstjóra Orkuveitunnar, Hjörleif Kvaran með sér í pólitískan leiðangur. Þeir félagar sendu frá sér yfirlýsingu síðastliðinn laugardag þar sem þeir segja það „ótækt að búa við það að fulltrúi ríkisstjórnarinnar leitist við að draga úr fjárhagslegum trúverðugleika þessa fyrirtækis í almannaeigu“. Tilefnið virðist vera viðtal við ráðherrann sem birtist í Fréttablaðinu þann sama dag þar sem hún lýsir þeirri staðreynd að mun stærri ljón væru í veginum fyrir Helguvíkurálveri en fárra vikna töf á línuframkvæmdum. Að Century Aluminium hafi ekki enn þá náð að fjármagna álverið og að íslensk orkufyrirtæki væru mjög skuldug og eigi jafnvel erfitt með að endurfjármagna núverandi lán, hvað þá að leggjast í frekari fjárfestingar til virkjanaframkvæmda. En orkuþörfin fyrir Helguvík er á við framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Þarna var ráðherrann ekki að uppljóstra um nokkuð annað en það sem allir vita sem eitthvað fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um orkumál. Hjörleifur Kvaran upplýsti sjálfur um þessa stöðu í Fréttablaðinu daginn áður. Staðreyndin er hinsvegar sú að evrópskir lánadrottnar Orkuveitunnar þurfa ekki að lesa Fréttablaðið til að komast að þessu og þeir gera lítið með fullyrðingar framsóknarmanna um að „Orkuveita Reykjavíkur geti staðið undir umræddum framkvæmdum og lánum þeim tengdum“. Lánadrottnarnir vilja beinharðar staðreyndir og það sem fyrst. Eiginfjárstaða Orkuveitunnar er aðeins 15% og það er fyrst og fremst vegna þess sem illa gengur að fá lán. Svandís Svavarsdóttir er einfaldlega að benda á að það vanti bæði orku og álver og fullyrðingar framsóknarmanns um að hún sé „að bregða fæti fyrir verkefni, sem tiltekið er í Stöðugleikasáttmálanum“ breyta þar engu um. En að Hjörleifur Kvaran, forstjóri orkufyrirtækis í almannaeigu, ráðinn af kjörnum fulltrúum skuli taka þátt í þeirri vegferð er vægast sagt vafasamt. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er ekki algengt að embættismenn eða starfsfólk opinberra fyrirtækja blandi sér í stjórnmálaumræðuna. Nú hefur stjórnarformanni Orkuveitunnar, framsóknarmanninum Guðlaugi Sverrissyni tekist að fá forstjóra Orkuveitunnar, Hjörleif Kvaran með sér í pólitískan leiðangur. Þeir félagar sendu frá sér yfirlýsingu síðastliðinn laugardag þar sem þeir segja það „ótækt að búa við það að fulltrúi ríkisstjórnarinnar leitist við að draga úr fjárhagslegum trúverðugleika þessa fyrirtækis í almannaeigu“. Tilefnið virðist vera viðtal við ráðherrann sem birtist í Fréttablaðinu þann sama dag þar sem hún lýsir þeirri staðreynd að mun stærri ljón væru í veginum fyrir Helguvíkurálveri en fárra vikna töf á línuframkvæmdum. Að Century Aluminium hafi ekki enn þá náð að fjármagna álverið og að íslensk orkufyrirtæki væru mjög skuldug og eigi jafnvel erfitt með að endurfjármagna núverandi lán, hvað þá að leggjast í frekari fjárfestingar til virkjanaframkvæmda. En orkuþörfin fyrir Helguvík er á við framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Þarna var ráðherrann ekki að uppljóstra um nokkuð annað en það sem allir vita sem eitthvað fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um orkumál. Hjörleifur Kvaran upplýsti sjálfur um þessa stöðu í Fréttablaðinu daginn áður. Staðreyndin er hinsvegar sú að evrópskir lánadrottnar Orkuveitunnar þurfa ekki að lesa Fréttablaðið til að komast að þessu og þeir gera lítið með fullyrðingar framsóknarmanna um að „Orkuveita Reykjavíkur geti staðið undir umræddum framkvæmdum og lánum þeim tengdum“. Lánadrottnarnir vilja beinharðar staðreyndir og það sem fyrst. Eiginfjárstaða Orkuveitunnar er aðeins 15% og það er fyrst og fremst vegna þess sem illa gengur að fá lán. Svandís Svavarsdóttir er einfaldlega að benda á að það vanti bæði orku og álver og fullyrðingar framsóknarmanns um að hún sé „að bregða fæti fyrir verkefni, sem tiltekið er í Stöðugleikasáttmálanum“ breyta þar engu um. En að Hjörleifur Kvaran, forstjóri orkufyrirtækis í almannaeigu, ráðinn af kjörnum fulltrúum skuli taka þátt í þeirri vegferð er vægast sagt vafasamt. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar