Viðskipti innlent

Vonar að fleiri starfsmenn gamla Spron fái vinnu

Margeir Pétursson.
Margeir Pétursson.
MP banki hefur keypt Netbanka og útibúanet SPRON á áttahundruð milljónir króna. Að minnsta kosti 45 fyrrum starfsmönnum SPRON boðin vinna og vonar stjórnarformaður MP banka að þeir verði fleiri. Vel á annan tug fjármálafyrirtækja lýstu yfir áhuga á að kaupa eignir úr þrotabúi SPRON þar á meðal MP banki og VBS fjárfestingarbanki.

Skilanefnd féllst á tilboð MP banka í dag en samkomulagið er háð samþykki fjármálaeftirlitsins.

Samkomulagið gerir ráð fyrir að MP banki kaup Netbanka og útibúanet SPRON sem MP banki ætlar að reka áfram undir nafni SPRON. Um er ræða útibú SPRON við Skólavörðustíg, Borgartún og á Seltjarnarnesi.

„Við höfum hug á því að taka yfir þrjú útibú. Þar á meðal gömlu höfustöðvarnar á Skólavörðustíg. og svona endurvekja gamla Spron," segir Margeir Pétursson stjórnarformaður MP banka.

Margeir segir að a.m.k. 45 starfsmenn gamla Spron fái vinnu en hann vonast til þess að þeir verði fleiri. „Það fer eftir því hvernig okkur gengur að fá viðskiptavinina út úr ríkisbönkunum."

Tilboðið hljóðar upp á 800 milljónir króna en Margeir segir að MP banki sé að taka töluverða áhættu með þessum kaupum.

„Það eru auðvitað afskaplega erfiðar aðstæður á fjármálmarkaði í dag. Ég þarf ekki að segja neinum það, en við vonum að þetta gangi upp og verður áhugaverður valkostur fyrir neytendur á móti rílkisbönkunum," segir Margeir.

„Við fjármögnum þetta með okkar eigið fé. Þetta er náttúrulega ekki nema brot af okkar eigið fé."


Tengdar fréttir

Útibúanet SPRON selt

Skilanefnd SPRON hefur náð samkomulagi um sölu á útibúaneti sparisjóðsins. Hlynur Jónsson formaður skilanefndar SPRON staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en segir að tilkynnt verði síðar í dag hver hafi hreppt hnossið. Ríkisútvarpið greinir frá því að um sé að ræða MP fjárfestingabanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×