Viðskipti innlent

Ekkert verður af kaupum Røsjø í MP Banka

Norski athafnamaðurinn Endre Røsjø mun ekki leggja 1.400 milljónir króna í MP banka eins og til stóð.

„Það er verið að ganga frá því að þessi samningur falli niður," staðfestir Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka í samtali við Viðskiptablaðið sem fjallar um málið í dag.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu á Margeir von á því að sátt verði um þá niðurstöðu. Morgunblaðið sagði frá því 19. september síðastliðinn að samkomulag hefði náðst við Røsjø um að hann leggði MP banka til nýtt hlutafé og yrði í kjölfarið næststærsti eigandi bankans.

Á hluthafafundi MP banka 22. október síðastliðinn var svo samþykkt heimild til stjórnar að gefa út nýtt hlutafé fyrir 600 milljónir króna að nafnvirði. Røsjø var búinn að skuldbinda sig til að kaupa 200 milljónir af nýja hlutafénu.

Endre Røsjø var nýlega sakaður um að hafa reynt að múta norskum blaðamanni í tengslum við skrif blaðamannsins af umsvifum Røsjø í Írak.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×