Hvað segir sagan? Baldur Þórhallsson skrifar 23. maí 2009 00:01 Alþingi hefur í þrígang samþykkt, að undangengnum hörðum deilum, þátttöku Íslands í samrunaþróun Evrópu. Í ljósi komandi atkvæðagreiðslu á Alþingi um aðildarumsókn að ESB er fróðlegt að fara yfir hvernig atkvæði féllu um aðild að EFTA, EES og Schengen. Þrír flokkar klofnuðu í afstöðu sinni til EES. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atvæði gegn EES undir forystu formannsins Steingríms Hermannssonar en sex þingmenn sátu hjá en varaformaðurinn Halldór Ásgrímsson leiddi hópinn. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu verulegar efasemdir um EES. Á síðustu stundu tókst Davíð Oddssyni að fá hluta þeirra til að greiða atvæði gegn frávísunartillögu og tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Átökin innan flokksins ristu djúpt. Flokksforystan ákvað í kjölfarið að leggja alla umræðu um hugsanlega aðild að ESB til hliðar þar sem óttast var að hún gæti klofið flokkinn. EES-samningurinn leiddi einnig til átaka og klofnings innan Kvennalistans en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat hjá við afgreiðslu hans. EFTA-aðildin leiddi til klofnings innan Alþýðubandalagsins en þrír þingmenn flokksins greiddu atkvæði með aðild á meðan aðrir voru á móti. Framsóknarflokkurinn var mjög tvístígandi í málinu. Þingflokkur hans ákvað ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir atkvæðagreiðslu um umsókn að EFTA að greiða atkvæði gegn henni. Vitað var að nokkrir þingmenn voru hlynntir umsókninni en allir þingmenn flokksins lögðust þó gegn henni sem og aðildinni sjálfri. Aðildin að Schengen leiddi til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins. Þrír þingmenn flokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en ljóst var af málflutningi þeirra að þeir voru andsnúnir aðild. Stjórnarandstöðuflokkarnir höfðu hver sína nálgunina: Samfylkingin var fylgjandi, Vinstri græn á móti og Frjálslyndi flokkurinn klofnaði í afstöðu sinni. Það er ekkert nýtt að tekist sé á um Evrópumál innan flokka og að þingmönnum sé gefið frelsi til að fylgja sannfæringu sinni. Fróðlegt verður að sjá hvort sami háttur verði hafður á í atkvæðagreiðslu um umsókn að ESB. En ólíka afstöðu má finna innan allra þingflokka til málsins nema Samfylkingarinnar þar sem einhugur ríkir. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur í þrígang samþykkt, að undangengnum hörðum deilum, þátttöku Íslands í samrunaþróun Evrópu. Í ljósi komandi atkvæðagreiðslu á Alþingi um aðildarumsókn að ESB er fróðlegt að fara yfir hvernig atkvæði féllu um aðild að EFTA, EES og Schengen. Þrír flokkar klofnuðu í afstöðu sinni til EES. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atvæði gegn EES undir forystu formannsins Steingríms Hermannssonar en sex þingmenn sátu hjá en varaformaðurinn Halldór Ásgrímsson leiddi hópinn. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu verulegar efasemdir um EES. Á síðustu stundu tókst Davíð Oddssyni að fá hluta þeirra til að greiða atvæði gegn frávísunartillögu og tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Átökin innan flokksins ristu djúpt. Flokksforystan ákvað í kjölfarið að leggja alla umræðu um hugsanlega aðild að ESB til hliðar þar sem óttast var að hún gæti klofið flokkinn. EES-samningurinn leiddi einnig til átaka og klofnings innan Kvennalistans en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat hjá við afgreiðslu hans. EFTA-aðildin leiddi til klofnings innan Alþýðubandalagsins en þrír þingmenn flokksins greiddu atkvæði með aðild á meðan aðrir voru á móti. Framsóknarflokkurinn var mjög tvístígandi í málinu. Þingflokkur hans ákvað ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir atkvæðagreiðslu um umsókn að EFTA að greiða atkvæði gegn henni. Vitað var að nokkrir þingmenn voru hlynntir umsókninni en allir þingmenn flokksins lögðust þó gegn henni sem og aðildinni sjálfri. Aðildin að Schengen leiddi til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins. Þrír þingmenn flokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en ljóst var af málflutningi þeirra að þeir voru andsnúnir aðild. Stjórnarandstöðuflokkarnir höfðu hver sína nálgunina: Samfylkingin var fylgjandi, Vinstri græn á móti og Frjálslyndi flokkurinn klofnaði í afstöðu sinni. Það er ekkert nýtt að tekist sé á um Evrópumál innan flokka og að þingmönnum sé gefið frelsi til að fylgja sannfæringu sinni. Fróðlegt verður að sjá hvort sami háttur verði hafður á í atkvæðagreiðslu um umsókn að ESB. En ólíka afstöðu má finna innan allra þingflokka til málsins nema Samfylkingarinnar þar sem einhugur ríkir. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun