Viðskipti innlent

VBS greiðir 1,5 milljón í sátt við FME

VBS fjárfestingarbanki hefur gert sátt við Fjármálaeftirlitið (FME) í máli er verðar tilkynningu á innherjalista frá því s.l. haust. FME mat að fjárhæð sáttarinnar væri hæfilega ákveðin 1,5 milljón kr.

Greint er frá málinu á vefsíðu FME. Þar segir að þann 20. febrúar 2009 gerðu Fjármálaeftirlitið og VBS fjárfestingarbanki hf. með sér sátt vegna brots VBS á lögum um verðbréfaviðskipti.

Með sáttinni gekkst VBS, sem útgefandi skráðra fjármálagerninga, við því að hafa brotið gegn lög um verðbréfaviðskipti með því að hafa ekki sent Fjármálaeftirlitinu innherjalista fyrr en þann 17.

september 2008, þrátt fyrir að hafa verið gert það kleift þann 10. september 2007.

Í lögunum er kveðið á um skyldu útgefenda til að senda Fjármálaeftirlitinu, í því formi sem eftirlitið

ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda innherjum, eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti.

Með vísan til framangreinds, atvika máls að öðru leiti,og reglna um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt, var það mat Fjármálaeftirlitsins að fjárhæð sáttarinnar væri hæfilega ákveðin kr. 1.500.000,-.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×