Erlent

Ný eftirlitslöggjöf þykir róttæk

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hvert einasta símtal, SMS-skilaboð, tölvupóstur og vefsíðuheimsókn í Bretlandi verður geymt í eitt ár þegar ný lög um rétt til rannsóknar taka gildi. Með lögunum munu 653 opinberir aðilar öðlast rétt til að fletta upp í þeim mikla gagnagrunni sem við þetta verður til og það án heimildar dómara. Meðal þeirra sem öðlast munu rétt til að nota gögnin eru fjármálaeftirlitið, sveitarstjórnir, fangelsisyfivöld, slökkvilið og sjúkraflutningamenn. Kostnaðurinn, sem áætlað er að leggist á skattgreiðendur við framkvæmd laganna, er um tveir milljarðar punda á ári, jafnvirði rúmlega 400 milljarða króna. Lögin hafa ekki mælst sérstaklega vel fyrir hjá umsagnaraðilum og hefur aðeins um þriðjungur þeirra gefið jákvæða umsögn en aðrir telja margir hverjir að öryggi gagnanna sé ekki nægilega tryggt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×