Viðskipti innlent

Efnahagsbrotadeildin rannsakar mögulega lán TM til Samherja

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Saksóknari efnahagsbrotadeildar íhugar að rannsaka lánveitingu Tryggingarmiðstöðvarinnar til Samherja til að kaupa bréf í félaginu. Lánveitingin var brot á hlutafélagalögum.

Tryggingarmiðstöðin, undir forystu Óskars Magnússonar, og stjórnarformennsku Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, aðstoðarmanns Guðbjargar Matthíasdóttur, þá stærsta eiganda TM, lánaði Samherja einn milljarð króna árið 2006. Lánið var notað til að kaupa eigin bréf TM. Samherji, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, var þá einn af stærstu viðskiptavinum TM sem aftur átti 10% hlut í útgerðarfélaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lánveitingin aldrei borin undir stjórn félagsins en nokkrir stjórnarmenn voru ósáttir við hana og sendu kvörtun til Fjármálaeftirlitsins sem svaraði engu. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja lánið hafa verið ólöglegt.

Í hlutafélagalögum kemur fram að hlutafélag megi ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að til álita kæmi að rannsaka lánveitinguna. Gunnlaugur Sævar neitaði að tjá sig um málið við fréttastofu í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×