Fær leið – fyrir okkur öll! Fanný Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2009 06:00 Framsóknarflokkurinn vil lækka eða afskrifa um 20% af íbúðalánum og skuldum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur komið með heildstæðar hugmyndir,aðeins mismunandi stef við okkar leið. Svigrúm skapast þar sem erlendir lánadrottnar gömlu bankanna afskrifa verulegan hluta af útistandandi skuldum. Því miður hefur dregist að gera gömlu bankana upp þannig að enn er ekki vitað með vissu hve háar upphæðir hér um ræðir. Það er sanngirni að hluti af þessum afskriftum komi þjóðinni til góða. Afskriftir kröfuhafa renna þannig til fólks sem upplifa það á eigin skinni að skuldir hafa hækkað verulega vegna gengisþróunar á sama tíma og verðgildi eigna hefur lækkað. Framsókn vill bregst við áður en enn fleiri sigla í strand og reyna þannig að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Einnig er gengið út frá því að til sértækra aðgerða verði að grípa fyrir þá allra verst settu. En ef einstaklingar og fyrirtæki ná að standa í skilum og hafa meira handbært fé leitar það út í hagkerfið öllum til góðs. Jafnræðis er gætt, lántakendur standa í svipuðum sporum og fyrir hrun, standa í þeim sporum sem þeir reiknuðu með við lántöku. Þannig ná fleiri að standa í skilum og ríkið aflar jafnframt tekna. Leið núverandi stjórnar þ. e. skuldaaðlögun,að lengja í lánum og frysta er neyðarhjálp eftir að skaðinn er skeður og getur í raun leitt til frekari stöðnunar. Þá tekur við bið eftir aðstoð eða mati sem tekur mánuði. Slíkt kerfi getur virkað vinnuletjandi og hætta er á því að svört vinna aukist. Þar sem forsenda aðstoðar er að geta sýnt fram á litla eða enga möguleika á að standa í skilum. Framsókn vill frekar koma með aðstoð og inngrip áður en hagkerfið lamast enn frekar. Öllum er ljóst að við stöndum frammi fyrir miklum vanda og engan tíma má missa. Þúsundir heimila búa við fjárhagslegt óöryggi og hræðast það sem koma skal. Stjórnmálamenn verða að skapa tiltrú og traust og vera tilbúnir að grípa til óhefðbundinna aðgerða við óeðlilegar aðstæður eins og nú eru í íslensku samfélagi. Höfundur skipar 4. sæti Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn vil lækka eða afskrifa um 20% af íbúðalánum og skuldum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur komið með heildstæðar hugmyndir,aðeins mismunandi stef við okkar leið. Svigrúm skapast þar sem erlendir lánadrottnar gömlu bankanna afskrifa verulegan hluta af útistandandi skuldum. Því miður hefur dregist að gera gömlu bankana upp þannig að enn er ekki vitað með vissu hve háar upphæðir hér um ræðir. Það er sanngirni að hluti af þessum afskriftum komi þjóðinni til góða. Afskriftir kröfuhafa renna þannig til fólks sem upplifa það á eigin skinni að skuldir hafa hækkað verulega vegna gengisþróunar á sama tíma og verðgildi eigna hefur lækkað. Framsókn vill bregst við áður en enn fleiri sigla í strand og reyna þannig að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Einnig er gengið út frá því að til sértækra aðgerða verði að grípa fyrir þá allra verst settu. En ef einstaklingar og fyrirtæki ná að standa í skilum og hafa meira handbært fé leitar það út í hagkerfið öllum til góðs. Jafnræðis er gætt, lántakendur standa í svipuðum sporum og fyrir hrun, standa í þeim sporum sem þeir reiknuðu með við lántöku. Þannig ná fleiri að standa í skilum og ríkið aflar jafnframt tekna. Leið núverandi stjórnar þ. e. skuldaaðlögun,að lengja í lánum og frysta er neyðarhjálp eftir að skaðinn er skeður og getur í raun leitt til frekari stöðnunar. Þá tekur við bið eftir aðstoð eða mati sem tekur mánuði. Slíkt kerfi getur virkað vinnuletjandi og hætta er á því að svört vinna aukist. Þar sem forsenda aðstoðar er að geta sýnt fram á litla eða enga möguleika á að standa í skilum. Framsókn vill frekar koma með aðstoð og inngrip áður en hagkerfið lamast enn frekar. Öllum er ljóst að við stöndum frammi fyrir miklum vanda og engan tíma má missa. Þúsundir heimila búa við fjárhagslegt óöryggi og hræðast það sem koma skal. Stjórnmálamenn verða að skapa tiltrú og traust og vera tilbúnir að grípa til óhefðbundinna aðgerða við óeðlilegar aðstæður eins og nú eru í íslensku samfélagi. Höfundur skipar 4. sæti Framsóknar í Reykjavík norður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar