Kirkjunni ber að vera öruggt skjól Prestar skrifar 22. október 2009 06:00 Í bréfi til Biskups Íslands, dagsettu 12. september 2009, frá sex starfandi prestum og fjórum prestum sem hættir eru störfum er gagnrýnd sú ákvörðun að færa sóknarprestinn á Selfossi til í starfi. Þar er einkum byggt á þeim rökum að með því sé ekki farið eftir þeim lögum sem í landinu ríkja og þar af leiðandi verði til fordæmi á þá leið að auðvelt gæti reynst að koma presti úr embætti með jafnvel tilefnislausum ákærum. Við lýsum okkur ósammála þessu bréfi og þeirri röksemdafærslu sem þar birtist. Málefni Selfosssafnaðar hafa verið í brennidepli um þó nokkurn tíma. Ákvörðun Biskups um að færa sóknarprestinn í starfi byggir hann m.a. á að upp hafi komið trúnaðarbrestur og komi sóknarprestur aftur til starfa verði erfitt að halda uppi eðlilegu safnaðarstarfi. Undir þessa ákvörðun tökum við heilshugar. Sú ákvörðun mun ekki byggð á geðþótta heldur er þvert á móti í anda þeirra starfsreglna sem Þjóðkirkjan hefur sett sér um meðferð kynferðisafbrota innan hennar, sem og niðurstaða þeirra nefnda sem um málið hafa fjallað innan kirkjunnar, þ.e. Úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar sem og Siðanefndar Prestafélags Íslands. Segir Úrskurðarnefnd m.a.: „Úrskurðarnefnd telur að ekki verði hjá því komist að telja þá háttsemi sem gagnaðili sýndi unglingsstúlkunum tveimur og sem hann sjálfur hefur staðfest, fela í sér ótvírætt siðferðisbrot í skilningi tilvitnaðra laga og reglna.“ Í umfjöllunum sínum ber þessum nefndum saman því Siðanefnd segir m.a: „Það er samdóma álit siðanefndar að hegðun …[NN] í ofangreindum tilvikum brjóti í bága við siðareglur PÍ einkum greinar 2.3 og 2.4.“ (http://kirkjan.is/pi/sidareglur) Það er ávallt erfitt fyrir kærendur kynferðisbrota að koma fram í dagsljósið. Sönnunarkröfur í slíkum málum eru afar miklar og er það langt í frá þannig að öll kærð mál endi fyrir dómstólum. Rétt er að halda því til haga hér að fimm kærur hlutu lögreglurannsókn, þrjár voru felldar niður vegna fyrningar og tvær kærur hlutu dómsmeðferð. Réttilega er með farið að ákærði hafið hlotið sýknun samkvæmt skilningi laga. Hins vegar er ógerningur að líta framhjá þeim starfsreglum sem kirkjan hefur sjálf sett sér. Það væri ekki síður fordæmisgefandi ef Þjóðkirkjan hefði að engu starfsreglur sem Kirkjuþing hefur samþykkt, sem æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Hinir tíu prestar sem ritað hafa biskupi bréf telja að Þjóðkirkjan sé með ákvörðun biskups að leitast við að skapa sér nýjar réttarreglur sem geti vakið guðfræðilegar spurningar. Undirrituð eru sammála bréfriturum um að tilfærslu séra Gunnars Björnssonar í starfi beri að skoða í ljósi guðfræðinnar, en ólíkt þeim teljum við að hin guðfræðilegu sjónarmið snúist um kirkju- og mannskilning sem tekur mið af siðferðilegum álitamálum nútímans. Við teljum að Þjóðkirkjan vitni um grundvöllinn sem hún þjónar þegar hún stendur vörð um öryggi barna og ungmenna sem henni er treyst fyrir. Kirkja sem er trú slíkri guðfræði hefur börnin í forgrunni sem Kristur kallaði til sín, og varnar þeim eigi. Sú ákvörðun að færa sóknarprestinn til í embætti er að okkar mati óumflýjanleg. Hún er einnig í samræmi við þá ályktun sem samþykkt var samhljóða á Prestastefnu sem haldin var í Kópavogi í apríl 2009 þar sem Biskup Íslands var hvattur til að nýta þær leiðir sem hann hefur til lausnar í málefnum Selfosssafnaðar. Við vonum og biðjum að með skýrri ákvörðun Biskups fáist langþráður friður svo að sóknarnefnd sem er einhuga um málið geti staðið vörð um uppbyggjandi safnaðarstarf í kirkju sem ber að vera öruggt skjól fyrir sóknarbörn sín og hver þau sem þangað leita. Höfundar eru prestar: Guðbjörg Arnardóttir, Hildur Eir Bolladóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Sigríður Guðmarsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson, Þórhallur Heimisson, Halldóra Þorvarðardóttir, Magnús Erlingsson, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Ingileif Malmberg, Jóna Lovísa Jónsdóttir, Vigfús Bjarni Albertsson, Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Íris Kristjánsdóttir, Arna Grétarsdóttir, Elínborg Sturludóttir, Sigríður Munda Jónsdóttir, Toshiki Toma, Sigurður Grétar Sigurðsson, Gunnar Jóhannesson og Sigfús Kristjánsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í bréfi til Biskups Íslands, dagsettu 12. september 2009, frá sex starfandi prestum og fjórum prestum sem hættir eru störfum er gagnrýnd sú ákvörðun að færa sóknarprestinn á Selfossi til í starfi. Þar er einkum byggt á þeim rökum að með því sé ekki farið eftir þeim lögum sem í landinu ríkja og þar af leiðandi verði til fordæmi á þá leið að auðvelt gæti reynst að koma presti úr embætti með jafnvel tilefnislausum ákærum. Við lýsum okkur ósammála þessu bréfi og þeirri röksemdafærslu sem þar birtist. Málefni Selfosssafnaðar hafa verið í brennidepli um þó nokkurn tíma. Ákvörðun Biskups um að færa sóknarprestinn í starfi byggir hann m.a. á að upp hafi komið trúnaðarbrestur og komi sóknarprestur aftur til starfa verði erfitt að halda uppi eðlilegu safnaðarstarfi. Undir þessa ákvörðun tökum við heilshugar. Sú ákvörðun mun ekki byggð á geðþótta heldur er þvert á móti í anda þeirra starfsreglna sem Þjóðkirkjan hefur sett sér um meðferð kynferðisafbrota innan hennar, sem og niðurstaða þeirra nefnda sem um málið hafa fjallað innan kirkjunnar, þ.e. Úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar sem og Siðanefndar Prestafélags Íslands. Segir Úrskurðarnefnd m.a.: „Úrskurðarnefnd telur að ekki verði hjá því komist að telja þá háttsemi sem gagnaðili sýndi unglingsstúlkunum tveimur og sem hann sjálfur hefur staðfest, fela í sér ótvírætt siðferðisbrot í skilningi tilvitnaðra laga og reglna.“ Í umfjöllunum sínum ber þessum nefndum saman því Siðanefnd segir m.a: „Það er samdóma álit siðanefndar að hegðun …[NN] í ofangreindum tilvikum brjóti í bága við siðareglur PÍ einkum greinar 2.3 og 2.4.“ (http://kirkjan.is/pi/sidareglur) Það er ávallt erfitt fyrir kærendur kynferðisbrota að koma fram í dagsljósið. Sönnunarkröfur í slíkum málum eru afar miklar og er það langt í frá þannig að öll kærð mál endi fyrir dómstólum. Rétt er að halda því til haga hér að fimm kærur hlutu lögreglurannsókn, þrjár voru felldar niður vegna fyrningar og tvær kærur hlutu dómsmeðferð. Réttilega er með farið að ákærði hafið hlotið sýknun samkvæmt skilningi laga. Hins vegar er ógerningur að líta framhjá þeim starfsreglum sem kirkjan hefur sjálf sett sér. Það væri ekki síður fordæmisgefandi ef Þjóðkirkjan hefði að engu starfsreglur sem Kirkjuþing hefur samþykkt, sem æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Hinir tíu prestar sem ritað hafa biskupi bréf telja að Þjóðkirkjan sé með ákvörðun biskups að leitast við að skapa sér nýjar réttarreglur sem geti vakið guðfræðilegar spurningar. Undirrituð eru sammála bréfriturum um að tilfærslu séra Gunnars Björnssonar í starfi beri að skoða í ljósi guðfræðinnar, en ólíkt þeim teljum við að hin guðfræðilegu sjónarmið snúist um kirkju- og mannskilning sem tekur mið af siðferðilegum álitamálum nútímans. Við teljum að Þjóðkirkjan vitni um grundvöllinn sem hún þjónar þegar hún stendur vörð um öryggi barna og ungmenna sem henni er treyst fyrir. Kirkja sem er trú slíkri guðfræði hefur börnin í forgrunni sem Kristur kallaði til sín, og varnar þeim eigi. Sú ákvörðun að færa sóknarprestinn til í embætti er að okkar mati óumflýjanleg. Hún er einnig í samræmi við þá ályktun sem samþykkt var samhljóða á Prestastefnu sem haldin var í Kópavogi í apríl 2009 þar sem Biskup Íslands var hvattur til að nýta þær leiðir sem hann hefur til lausnar í málefnum Selfosssafnaðar. Við vonum og biðjum að með skýrri ákvörðun Biskups fáist langþráður friður svo að sóknarnefnd sem er einhuga um málið geti staðið vörð um uppbyggjandi safnaðarstarf í kirkju sem ber að vera öruggt skjól fyrir sóknarbörn sín og hver þau sem þangað leita. Höfundar eru prestar: Guðbjörg Arnardóttir, Hildur Eir Bolladóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Sigríður Guðmarsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson, Þórhallur Heimisson, Halldóra Þorvarðardóttir, Magnús Erlingsson, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Ingileif Malmberg, Jóna Lovísa Jónsdóttir, Vigfús Bjarni Albertsson, Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Íris Kristjánsdóttir, Arna Grétarsdóttir, Elínborg Sturludóttir, Sigríður Munda Jónsdóttir, Toshiki Toma, Sigurður Grétar Sigurðsson, Gunnar Jóhannesson og Sigfús Kristjánsson.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar