Viðskipti innlent

OR verður skipt í tvo fyrirtæki

Uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur í tvö fyrirtæki, þar sem annað sinnir sérleyfisstarfsemi eins og veitum og hitt sér um raforkuframleiðslu- og sölu, er á lokastigi. Stefnt er að því að skipta fyrirtækinu upp um áramót.

Samkvæmt lögum sem samþykkt voru vorið 2007 teljast raforkuframleiðsla og sala til samkeppnisrekstrar. Af þeirri ástæðu hefur til að mynda Hitaveitu Suðurnesja verið skipt í HS veitur, sem sér um vatnsveitu og hitaveitu, og svo aftur HS orku sem sér um að framleiða og selja rafmagn. Nú á að gera þetta sama við Orkuveitu Reykjavíkur.

Fram kemur í fundargerð, seinasta stjórnarfundar Orkuveitunnar, að það gerist ekki seinna en um áramót. Þegar eru komin fram drög að stofnefnahagsreikingi; drög að frumvarpi til laga um Orkuveituna og reglugerð. Þá eru einnig komin fram drög að sameignarsamingi eigenda Orkuveitunnar.

Til stóð að gera þetta fyrr, en Orkuveitan sótti um frest. Þorleifur Gunnlaugsson spurðist fyrir um það á fundinum, samkvæmt upplýsingum Orkuveitunnar, hvort ekki mæti fresta uppskiptingunni, í ljósi aðstæðna. Orkuveitan segir að einu sinni áður hafi fengist frestur og það hafi ekki mælst vel fyrir hjá keppinautum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×