Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu 30. september 2009 10:19 Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira