Viðskipti innlent

Fjármálaráðuneytið fellst á beiðni um frest

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Fjármálaráðuneytið hefur samþykkt beiðni skilanefndar Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, um frest til 15. október nk. til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Glitnis að Íslandsbanka.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að samkvæmt samningum milli ríkisins og skilanefndarinnar, sem undirritaðir voru 13. september síðastliðinn hafi verið kveðið á um að skilanefnd Glitnis hefði frest til 30. september til að ákveða hvort Glitnir eignist 95% hlutafjár í Íslandsbanka eða fái greiðslu í formi skuldabréfa útgefnum af Íslandsbanka.

Nýverið hefur Íslandsbanki lagt fram nauðsynlegar upplýsingar um rekstur og fjárhagsstöðu bankans, en skilanefndin vildi fá ráðrúm til að fara nánar yfir þær upplýsingar og bera undir kröfuhafa áður en endanleg ákvörðun er tekin. „Fjármálaráðuneytið hefur jafnframt ákveðið að veita ekki frekari frest í málinu þar sem talið er að nægilegar fjárhagslegar upplýsingar liggi nú fyrir," segir að lokum.




Tengdar fréttir

Vilja frest til að ákveða hvort kröfuhafar fái 95% hlut í bankanum

Skilanefnd Glitnis hefur farið fram á tveggja vikna frest til að taka ákvörðun hvort erlendir kröfuhafar eignist 95% hlut í Íslandsbanka. Kröfuhafar vilja meiri upplýsingar um fjárhagsstöðu bankans. Allt opið ennþá segir formaður skilanefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×