Athyglisverður dómur 30. október 2009 06:00 Þann 15. október sl. gekk dómur hjá EB-dómstólnum, mál C-263/08, beiðni um forúrskurð. Í málinu lagði Hæstiréttur Svíþjóðar fyrir dómstólinn nokkrar spurningar sem vörðuðu túlkun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum (85/337/EBE) með síðari breytingum, m.a. þeim sem voru gerðar með tilskipun (2003/35/EB) sem innleiðir í EB-rétt þriðju stoð Árósasamningsins um aðgang að réttlátri málsmeðferð, þ.m.t. aðgang almennings og umhverfisverndarsamtaka að endurskoðunarleiðum í stjórnsýslunni og fyrir dómstólum. Málið, sem var til meðferðar fyrir Hæstarétti Svíþjóðar, varðaði kæru fámennra og staðbundinna umhverfisverndarsamtaka á frávísun yfirumhverfisdómstóls en samtökin höfðu kært útgáfu leyfis fyrir matsskylda framkvæmd. Yfirumhverfisdómstóllinn vísaði málinu frá á þeim grundvelli að umhverfisverndarsamtökin uppfylltu ekki lögbundin skilyrði fyrir aðild. Samkvæmt sænskum lögum gátu samtökin hins vegar komið að athugasemdum á meðan leyfisveitingin var undirbúin, þ.m.t. mat á umhverfisáhrifum. Í 13. gr. 16. kafla sænska umhverfisbálksins 1998:808, með síðari breytingum, eru lögfest ákveðin skilyrði sem umhverfisverndarsamtök verða að uppfylla svo þau geti fengið ákveðin leyfi til framkvæmda endurskoðuð af umhverfisdómstól, eftir atvikum yfirumhverfisdómstól eða Hæstarétti Svíþjóðar. Skilyrðin eru að tilgangur samtakanna sé umhverfisvernd, að þau hafi verið virk í Svíþjóð í a.m.k. þrjú ár, og að félagsmenn séu a.m.k. 2000. Hæstiréttur Svíþjóðar beindi m.a. þeirri spurningu til EB-dómstólsins hvort ríki gæti innleitt tilskipun 85/337/EBE með þeim hætti að fámenn, staðbundin umhverfisverndarsamtök hefðu rétt til þess að taka þátt í undirbúningi ákvörðunar án þess að eiga rétt á að fá endanlega ákvörðun (leyfi) endurskoðað þegar þeirri málsmeðferð lyki. Í stuttu máli svaraði EB-dómstóllinn fyrrgreindri spurningu þannig að réttur til þess að taka þátt í undirbúningi ákvörðunar kæmi ekki í stað þess réttar að geta fengið ákvörðunina sjálfa endurskoðaða þegar hún lægi endanlega fyrir. Jafnframt sagði EB-dómstóllinn að 10. gr. a í tilskipun 85/337/EBE útilokaði ákvæði í landsrétti sem einvörðungu heimilaði umhverfisverndarsamtökum með a.m.k. 2000 félagsmenn að áfrýja ákvörðun (endanlegt leyfi) vegna matsskyldrar framkvæmdar. Þótt niðurstaða EB-dómstólsins sé ekki að öllu leyti skýr hefur hún a.m.k. í för með sér að breyta verður ofangreindu skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna. Sennilega verður að lögfesta annað og matskenndara skilyrði eða fella það niður með öllu. Tilskipun 2003/35/EB er ekki hluti af Samningi um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningur) og þ.a.l. hefur hún ekki verið sérstaklega innleidd í íslenskan rétt. Samt sem áður er rétt að skoða þau skilyrði sem umhverfisverndarsamtök verða að uppfylla hér á landi svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum, þ.m.t. tilteknum leyfum fyrir matsskyldar framkvæmdir, til æðra stjórnvalds. Skilyrðin eru að samtökin eigi varnarþing á Íslandi, að tilgangur samtakanna sé að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að og félagsmenn séu 30 eða fleiri. Ekki verður fjallað hér um hvort varnarþingsskilyrðið stenst EES-samninginn almennt séð eða jafnræðisreglu. Hins vegar er staðan sú samkvæmt íslenskum rétti að öllum er heimilt að taka þátt í málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum (undirbúningur ákvörðunar) og allir geta gert athugasemdir við framlagða frummatsskýrslu. Þeir sem ekki eiga einstaklingsbundna hagsmuni samkvæmt íslenskum rétti eiga ekki möguleika á að kæra ákvörðun (endanlegt leyfi) nema að ganga í umhverfisverndarsamtök og þá eiga samtökin hagsmuni lögum samkvæmt ef þau uppfylla ofangreind skilyrði. Jafnframt getur sú staða hæglega komið upp hér á landi að fámenn staðbundin umhverfisverndarsamtök taki þátt í undirbúningi ákvörðunar en hafi hins vegar ekki rétt til þess að kæra endanlega ákvörðun til æðra stjórnvalds vegna þess að skilyrðið um fjölda félagsmanna er ekki uppfyllt. Þótt tilskipun 2003/35/EB sé ekki hluti af EES-samningnum og strangt tiltekið beri Íslandi ekki að taka tillit til ofangreindrar niðurstöðu EB-dómstólsins ætti samt sem áður að endurskoða skilyrðin sem umhverfisverndarsamtök hér á landi verða að uppfylla svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum til æðra stjórnvalds. Jafnframt ætti án tafar að ganga frá fullgildingu Árósasamningsins. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 15. október sl. gekk dómur hjá EB-dómstólnum, mál C-263/08, beiðni um forúrskurð. Í málinu lagði Hæstiréttur Svíþjóðar fyrir dómstólinn nokkrar spurningar sem vörðuðu túlkun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum (85/337/EBE) með síðari breytingum, m.a. þeim sem voru gerðar með tilskipun (2003/35/EB) sem innleiðir í EB-rétt þriðju stoð Árósasamningsins um aðgang að réttlátri málsmeðferð, þ.m.t. aðgang almennings og umhverfisverndarsamtaka að endurskoðunarleiðum í stjórnsýslunni og fyrir dómstólum. Málið, sem var til meðferðar fyrir Hæstarétti Svíþjóðar, varðaði kæru fámennra og staðbundinna umhverfisverndarsamtaka á frávísun yfirumhverfisdómstóls en samtökin höfðu kært útgáfu leyfis fyrir matsskylda framkvæmd. Yfirumhverfisdómstóllinn vísaði málinu frá á þeim grundvelli að umhverfisverndarsamtökin uppfylltu ekki lögbundin skilyrði fyrir aðild. Samkvæmt sænskum lögum gátu samtökin hins vegar komið að athugasemdum á meðan leyfisveitingin var undirbúin, þ.m.t. mat á umhverfisáhrifum. Í 13. gr. 16. kafla sænska umhverfisbálksins 1998:808, með síðari breytingum, eru lögfest ákveðin skilyrði sem umhverfisverndarsamtök verða að uppfylla svo þau geti fengið ákveðin leyfi til framkvæmda endurskoðuð af umhverfisdómstól, eftir atvikum yfirumhverfisdómstól eða Hæstarétti Svíþjóðar. Skilyrðin eru að tilgangur samtakanna sé umhverfisvernd, að þau hafi verið virk í Svíþjóð í a.m.k. þrjú ár, og að félagsmenn séu a.m.k. 2000. Hæstiréttur Svíþjóðar beindi m.a. þeirri spurningu til EB-dómstólsins hvort ríki gæti innleitt tilskipun 85/337/EBE með þeim hætti að fámenn, staðbundin umhverfisverndarsamtök hefðu rétt til þess að taka þátt í undirbúningi ákvörðunar án þess að eiga rétt á að fá endanlega ákvörðun (leyfi) endurskoðað þegar þeirri málsmeðferð lyki. Í stuttu máli svaraði EB-dómstóllinn fyrrgreindri spurningu þannig að réttur til þess að taka þátt í undirbúningi ákvörðunar kæmi ekki í stað þess réttar að geta fengið ákvörðunina sjálfa endurskoðaða þegar hún lægi endanlega fyrir. Jafnframt sagði EB-dómstóllinn að 10. gr. a í tilskipun 85/337/EBE útilokaði ákvæði í landsrétti sem einvörðungu heimilaði umhverfisverndarsamtökum með a.m.k. 2000 félagsmenn að áfrýja ákvörðun (endanlegt leyfi) vegna matsskyldrar framkvæmdar. Þótt niðurstaða EB-dómstólsins sé ekki að öllu leyti skýr hefur hún a.m.k. í för með sér að breyta verður ofangreindu skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna. Sennilega verður að lögfesta annað og matskenndara skilyrði eða fella það niður með öllu. Tilskipun 2003/35/EB er ekki hluti af Samningi um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningur) og þ.a.l. hefur hún ekki verið sérstaklega innleidd í íslenskan rétt. Samt sem áður er rétt að skoða þau skilyrði sem umhverfisverndarsamtök verða að uppfylla hér á landi svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum, þ.m.t. tilteknum leyfum fyrir matsskyldar framkvæmdir, til æðra stjórnvalds. Skilyrðin eru að samtökin eigi varnarþing á Íslandi, að tilgangur samtakanna sé að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að og félagsmenn séu 30 eða fleiri. Ekki verður fjallað hér um hvort varnarþingsskilyrðið stenst EES-samninginn almennt séð eða jafnræðisreglu. Hins vegar er staðan sú samkvæmt íslenskum rétti að öllum er heimilt að taka þátt í málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum (undirbúningur ákvörðunar) og allir geta gert athugasemdir við framlagða frummatsskýrslu. Þeir sem ekki eiga einstaklingsbundna hagsmuni samkvæmt íslenskum rétti eiga ekki möguleika á að kæra ákvörðun (endanlegt leyfi) nema að ganga í umhverfisverndarsamtök og þá eiga samtökin hagsmuni lögum samkvæmt ef þau uppfylla ofangreind skilyrði. Jafnframt getur sú staða hæglega komið upp hér á landi að fámenn staðbundin umhverfisverndarsamtök taki þátt í undirbúningi ákvörðunar en hafi hins vegar ekki rétt til þess að kæra endanlega ákvörðun til æðra stjórnvalds vegna þess að skilyrðið um fjölda félagsmanna er ekki uppfyllt. Þótt tilskipun 2003/35/EB sé ekki hluti af EES-samningnum og strangt tiltekið beri Íslandi ekki að taka tillit til ofangreindrar niðurstöðu EB-dómstólsins ætti samt sem áður að endurskoða skilyrðin sem umhverfisverndarsamtök hér á landi verða að uppfylla svo þau geti skotið ákveðnum ákvörðunum til æðra stjórnvalds. Jafnframt ætti án tafar að ganga frá fullgildingu Árósasamningsins. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar