Að gefa er að þiggja 30. október 2009 06:00 „Ég vaknaði upp við það að mamma var að reyna að kyrkja mig," sagði Bianca hágrátandi þegar hún bankaði upp á hjá Hjálparsamtökunum Enza í Suður-Afríku um miðja nótt. „Ég hef engan annan stað að fara á." Bianca er 16 ára og varð ófrísk eftir hópnauðgun í fátækrahverfinu sínu í Suður-Afríku. Hún var gerð brottræk úr samfélaginu af því að staða hennar var svo mikill smánarblettur á fjölskyldunni. Eftir að hafa fengið húsaskjól á mæðraheimili og gefið nýfætt barnið til ættleiðingar átti hún í engin hús að venda. Hún ákvað samt að snúa aftur í foreldrahús sem hún hélt að væru öruggur staður. Þetta var í annað skiptið sem mamma hennar reyndi að fyrirfara henni. Stjúpi hennar hafði skömmu áður í skjóli nætur reynt að nauðga henni. Enginn bar virðingu fyrir Biöncu. Hún var úrhrak. Ég man sorgina í augum þessarar fallegu stúlku nokkru áður þegar hún var komin tæpa níu mánuði á leið og bjó á mæðraheimilinu fyrir ófrískar konur sem ProCare, systursamtök íslensku hjálparsamtakanna Enza, reka. Með tárvot augu sagðist hún elska barnið sem hún bar undir belti þrátt fyrir hörmulega reynslu, og að vita ekki hver faðirinn væri. Þetta var erfiðasta ákvörðun lífs hennar - að gefa barnið til ættleiðingar. Hún grét. En hún vissi að það var best fyrir litla barnið. Hún myndi ekki geta búið því mannsæmandi líf. Bianca er aðeins ein af fjölmörgum stúlkum sem eru fórnarlamb nauðgana. Suður-Afríka hefur nefnilega þann vafasama heiður að vera það land þar sem nauðganir eru flestar á heimsvísu. Þar er konu nauðgað á 27 sekúndna fresti. Á síðasta ári tókum við okkur saman sjö íslenskar konur og stofnuðum Enza-hjálparsamtökin skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku, en ein okkar býr á svæðinu og heldur utan um starfið. Við vitum ekki til þess að önnur hjálparsamtök í heiminum sinni sérstaklega þessum hópi stúlkna og kvenna. Við ákváðum hins vegar að styðja og miðla til þessa ólánsama hóps á þessu svæði. Fyrir okkur eru viðhorfin sem ríkja í þeirra garð óskiljanleg. Við búum við þau forréttindi að njóta stuðnings samfélagsins og þykir ekkert sjálfsagðara en að búa við þau réttindi að kjósa okkur fjölskylduform við hæfi. Þar fyrir utan finnst okkur eðlilegt að nærsamfélagið styðji við þann sem lendir í jafn skelfilegum aðstæðum og þessar stúlkur. Það er illskiljanlegt að vera ofan á allt saman útskúfað af þeim sem standa manni næst. Auður Capital veitti okkur styrk fyrr á árinu til að reisa fræðslumiðstöð inni í fátækrahverfinu. Tölvu- og lífsleikninámskeiðin færast því bráðlega af skrifstofu systursamtaka okkar yfir í Enza-skólann og hægt verður að bjóða upp á fjölbreyttara námsefni fyrir Enza-stelpurnar og aðrar konur í fátækrahverfinu. Þær skortir verulega menntun og kunnáttu til að komast í tækifærin sem eru til staðar. Fjáröflun sem nú stendur yfir hjá Enza er ætlað að standa undir rekstri skólans og byggingu tímabundins heimilis fyrir stúlkurnar á meðan þær eru að fóta sig í tilverunni á ný. Ég er ein af þeim sem fyllast vellíðan við vissuna um ég hafi stuðlað að betra lífi annarrar manneskju. Við höfum það nefnilega svo gott á Íslandi þrátt fyrir kreppu og efnahagslegar hremmingar. Við erum í hópi um það bil þriðjungs af mannkyni sem hefur örugglega í sig og á. Það eru mikil forréttindi ef maður lítur á hlutina í stærra samhengi. Þegar þú leggur öðrum lið með vinnu þinni eða fjármunum og heldur að þú sért að „hjálpa" þeim eru þeir í raun að hjálpa þér að verða betri manneskja - Að gefa er að þiggja. (Af internetinu - höfundur ókunnur.) Ert þú aflögufær? Höfundur er stjórnarmaður Enza-hjálparsamtökunum - enza.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
„Ég vaknaði upp við það að mamma var að reyna að kyrkja mig," sagði Bianca hágrátandi þegar hún bankaði upp á hjá Hjálparsamtökunum Enza í Suður-Afríku um miðja nótt. „Ég hef engan annan stað að fara á." Bianca er 16 ára og varð ófrísk eftir hópnauðgun í fátækrahverfinu sínu í Suður-Afríku. Hún var gerð brottræk úr samfélaginu af því að staða hennar var svo mikill smánarblettur á fjölskyldunni. Eftir að hafa fengið húsaskjól á mæðraheimili og gefið nýfætt barnið til ættleiðingar átti hún í engin hús að venda. Hún ákvað samt að snúa aftur í foreldrahús sem hún hélt að væru öruggur staður. Þetta var í annað skiptið sem mamma hennar reyndi að fyrirfara henni. Stjúpi hennar hafði skömmu áður í skjóli nætur reynt að nauðga henni. Enginn bar virðingu fyrir Biöncu. Hún var úrhrak. Ég man sorgina í augum þessarar fallegu stúlku nokkru áður þegar hún var komin tæpa níu mánuði á leið og bjó á mæðraheimilinu fyrir ófrískar konur sem ProCare, systursamtök íslensku hjálparsamtakanna Enza, reka. Með tárvot augu sagðist hún elska barnið sem hún bar undir belti þrátt fyrir hörmulega reynslu, og að vita ekki hver faðirinn væri. Þetta var erfiðasta ákvörðun lífs hennar - að gefa barnið til ættleiðingar. Hún grét. En hún vissi að það var best fyrir litla barnið. Hún myndi ekki geta búið því mannsæmandi líf. Bianca er aðeins ein af fjölmörgum stúlkum sem eru fórnarlamb nauðgana. Suður-Afríka hefur nefnilega þann vafasama heiður að vera það land þar sem nauðganir eru flestar á heimsvísu. Þar er konu nauðgað á 27 sekúndna fresti. Á síðasta ári tókum við okkur saman sjö íslenskar konur og stofnuðum Enza-hjálparsamtökin skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku, en ein okkar býr á svæðinu og heldur utan um starfið. Við vitum ekki til þess að önnur hjálparsamtök í heiminum sinni sérstaklega þessum hópi stúlkna og kvenna. Við ákváðum hins vegar að styðja og miðla til þessa ólánsama hóps á þessu svæði. Fyrir okkur eru viðhorfin sem ríkja í þeirra garð óskiljanleg. Við búum við þau forréttindi að njóta stuðnings samfélagsins og þykir ekkert sjálfsagðara en að búa við þau réttindi að kjósa okkur fjölskylduform við hæfi. Þar fyrir utan finnst okkur eðlilegt að nærsamfélagið styðji við þann sem lendir í jafn skelfilegum aðstæðum og þessar stúlkur. Það er illskiljanlegt að vera ofan á allt saman útskúfað af þeim sem standa manni næst. Auður Capital veitti okkur styrk fyrr á árinu til að reisa fræðslumiðstöð inni í fátækrahverfinu. Tölvu- og lífsleikninámskeiðin færast því bráðlega af skrifstofu systursamtaka okkar yfir í Enza-skólann og hægt verður að bjóða upp á fjölbreyttara námsefni fyrir Enza-stelpurnar og aðrar konur í fátækrahverfinu. Þær skortir verulega menntun og kunnáttu til að komast í tækifærin sem eru til staðar. Fjáröflun sem nú stendur yfir hjá Enza er ætlað að standa undir rekstri skólans og byggingu tímabundins heimilis fyrir stúlkurnar á meðan þær eru að fóta sig í tilverunni á ný. Ég er ein af þeim sem fyllast vellíðan við vissuna um ég hafi stuðlað að betra lífi annarrar manneskju. Við höfum það nefnilega svo gott á Íslandi þrátt fyrir kreppu og efnahagslegar hremmingar. Við erum í hópi um það bil þriðjungs af mannkyni sem hefur örugglega í sig og á. Það eru mikil forréttindi ef maður lítur á hlutina í stærra samhengi. Þegar þú leggur öðrum lið með vinnu þinni eða fjármunum og heldur að þú sért að „hjálpa" þeim eru þeir í raun að hjálpa þér að verða betri manneskja - Að gefa er að þiggja. (Af internetinu - höfundur ókunnur.) Ert þú aflögufær? Höfundur er stjórnarmaður Enza-hjálparsamtökunum - enza.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar