Að gefa er að þiggja 30. október 2009 06:00 „Ég vaknaði upp við það að mamma var að reyna að kyrkja mig," sagði Bianca hágrátandi þegar hún bankaði upp á hjá Hjálparsamtökunum Enza í Suður-Afríku um miðja nótt. „Ég hef engan annan stað að fara á." Bianca er 16 ára og varð ófrísk eftir hópnauðgun í fátækrahverfinu sínu í Suður-Afríku. Hún var gerð brottræk úr samfélaginu af því að staða hennar var svo mikill smánarblettur á fjölskyldunni. Eftir að hafa fengið húsaskjól á mæðraheimili og gefið nýfætt barnið til ættleiðingar átti hún í engin hús að venda. Hún ákvað samt að snúa aftur í foreldrahús sem hún hélt að væru öruggur staður. Þetta var í annað skiptið sem mamma hennar reyndi að fyrirfara henni. Stjúpi hennar hafði skömmu áður í skjóli nætur reynt að nauðga henni. Enginn bar virðingu fyrir Biöncu. Hún var úrhrak. Ég man sorgina í augum þessarar fallegu stúlku nokkru áður þegar hún var komin tæpa níu mánuði á leið og bjó á mæðraheimilinu fyrir ófrískar konur sem ProCare, systursamtök íslensku hjálparsamtakanna Enza, reka. Með tárvot augu sagðist hún elska barnið sem hún bar undir belti þrátt fyrir hörmulega reynslu, og að vita ekki hver faðirinn væri. Þetta var erfiðasta ákvörðun lífs hennar - að gefa barnið til ættleiðingar. Hún grét. En hún vissi að það var best fyrir litla barnið. Hún myndi ekki geta búið því mannsæmandi líf. Bianca er aðeins ein af fjölmörgum stúlkum sem eru fórnarlamb nauðgana. Suður-Afríka hefur nefnilega þann vafasama heiður að vera það land þar sem nauðganir eru flestar á heimsvísu. Þar er konu nauðgað á 27 sekúndna fresti. Á síðasta ári tókum við okkur saman sjö íslenskar konur og stofnuðum Enza-hjálparsamtökin skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku, en ein okkar býr á svæðinu og heldur utan um starfið. Við vitum ekki til þess að önnur hjálparsamtök í heiminum sinni sérstaklega þessum hópi stúlkna og kvenna. Við ákváðum hins vegar að styðja og miðla til þessa ólánsama hóps á þessu svæði. Fyrir okkur eru viðhorfin sem ríkja í þeirra garð óskiljanleg. Við búum við þau forréttindi að njóta stuðnings samfélagsins og þykir ekkert sjálfsagðara en að búa við þau réttindi að kjósa okkur fjölskylduform við hæfi. Þar fyrir utan finnst okkur eðlilegt að nærsamfélagið styðji við þann sem lendir í jafn skelfilegum aðstæðum og þessar stúlkur. Það er illskiljanlegt að vera ofan á allt saman útskúfað af þeim sem standa manni næst. Auður Capital veitti okkur styrk fyrr á árinu til að reisa fræðslumiðstöð inni í fátækrahverfinu. Tölvu- og lífsleikninámskeiðin færast því bráðlega af skrifstofu systursamtaka okkar yfir í Enza-skólann og hægt verður að bjóða upp á fjölbreyttara námsefni fyrir Enza-stelpurnar og aðrar konur í fátækrahverfinu. Þær skortir verulega menntun og kunnáttu til að komast í tækifærin sem eru til staðar. Fjáröflun sem nú stendur yfir hjá Enza er ætlað að standa undir rekstri skólans og byggingu tímabundins heimilis fyrir stúlkurnar á meðan þær eru að fóta sig í tilverunni á ný. Ég er ein af þeim sem fyllast vellíðan við vissuna um ég hafi stuðlað að betra lífi annarrar manneskju. Við höfum það nefnilega svo gott á Íslandi þrátt fyrir kreppu og efnahagslegar hremmingar. Við erum í hópi um það bil þriðjungs af mannkyni sem hefur örugglega í sig og á. Það eru mikil forréttindi ef maður lítur á hlutina í stærra samhengi. Þegar þú leggur öðrum lið með vinnu þinni eða fjármunum og heldur að þú sért að „hjálpa" þeim eru þeir í raun að hjálpa þér að verða betri manneskja - Að gefa er að þiggja. (Af internetinu - höfundur ókunnur.) Ert þú aflögufær? Höfundur er stjórnarmaður Enza-hjálparsamtökunum - enza.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
„Ég vaknaði upp við það að mamma var að reyna að kyrkja mig," sagði Bianca hágrátandi þegar hún bankaði upp á hjá Hjálparsamtökunum Enza í Suður-Afríku um miðja nótt. „Ég hef engan annan stað að fara á." Bianca er 16 ára og varð ófrísk eftir hópnauðgun í fátækrahverfinu sínu í Suður-Afríku. Hún var gerð brottræk úr samfélaginu af því að staða hennar var svo mikill smánarblettur á fjölskyldunni. Eftir að hafa fengið húsaskjól á mæðraheimili og gefið nýfætt barnið til ættleiðingar átti hún í engin hús að venda. Hún ákvað samt að snúa aftur í foreldrahús sem hún hélt að væru öruggur staður. Þetta var í annað skiptið sem mamma hennar reyndi að fyrirfara henni. Stjúpi hennar hafði skömmu áður í skjóli nætur reynt að nauðga henni. Enginn bar virðingu fyrir Biöncu. Hún var úrhrak. Ég man sorgina í augum þessarar fallegu stúlku nokkru áður þegar hún var komin tæpa níu mánuði á leið og bjó á mæðraheimilinu fyrir ófrískar konur sem ProCare, systursamtök íslensku hjálparsamtakanna Enza, reka. Með tárvot augu sagðist hún elska barnið sem hún bar undir belti þrátt fyrir hörmulega reynslu, og að vita ekki hver faðirinn væri. Þetta var erfiðasta ákvörðun lífs hennar - að gefa barnið til ættleiðingar. Hún grét. En hún vissi að það var best fyrir litla barnið. Hún myndi ekki geta búið því mannsæmandi líf. Bianca er aðeins ein af fjölmörgum stúlkum sem eru fórnarlamb nauðgana. Suður-Afríka hefur nefnilega þann vafasama heiður að vera það land þar sem nauðganir eru flestar á heimsvísu. Þar er konu nauðgað á 27 sekúndna fresti. Á síðasta ári tókum við okkur saman sjö íslenskar konur og stofnuðum Enza-hjálparsamtökin skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku, en ein okkar býr á svæðinu og heldur utan um starfið. Við vitum ekki til þess að önnur hjálparsamtök í heiminum sinni sérstaklega þessum hópi stúlkna og kvenna. Við ákváðum hins vegar að styðja og miðla til þessa ólánsama hóps á þessu svæði. Fyrir okkur eru viðhorfin sem ríkja í þeirra garð óskiljanleg. Við búum við þau forréttindi að njóta stuðnings samfélagsins og þykir ekkert sjálfsagðara en að búa við þau réttindi að kjósa okkur fjölskylduform við hæfi. Þar fyrir utan finnst okkur eðlilegt að nærsamfélagið styðji við þann sem lendir í jafn skelfilegum aðstæðum og þessar stúlkur. Það er illskiljanlegt að vera ofan á allt saman útskúfað af þeim sem standa manni næst. Auður Capital veitti okkur styrk fyrr á árinu til að reisa fræðslumiðstöð inni í fátækrahverfinu. Tölvu- og lífsleikninámskeiðin færast því bráðlega af skrifstofu systursamtaka okkar yfir í Enza-skólann og hægt verður að bjóða upp á fjölbreyttara námsefni fyrir Enza-stelpurnar og aðrar konur í fátækrahverfinu. Þær skortir verulega menntun og kunnáttu til að komast í tækifærin sem eru til staðar. Fjáröflun sem nú stendur yfir hjá Enza er ætlað að standa undir rekstri skólans og byggingu tímabundins heimilis fyrir stúlkurnar á meðan þær eru að fóta sig í tilverunni á ný. Ég er ein af þeim sem fyllast vellíðan við vissuna um ég hafi stuðlað að betra lífi annarrar manneskju. Við höfum það nefnilega svo gott á Íslandi þrátt fyrir kreppu og efnahagslegar hremmingar. Við erum í hópi um það bil þriðjungs af mannkyni sem hefur örugglega í sig og á. Það eru mikil forréttindi ef maður lítur á hlutina í stærra samhengi. Þegar þú leggur öðrum lið með vinnu þinni eða fjármunum og heldur að þú sért að „hjálpa" þeim eru þeir í raun að hjálpa þér að verða betri manneskja - Að gefa er að þiggja. (Af internetinu - höfundur ókunnur.) Ert þú aflögufær? Höfundur er stjórnarmaður Enza-hjálparsamtökunum - enza.is.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun