Sigur í tapleik eða tap í sigurleik 30. október 2009 06:00 Á hverju ári deyr fjöldi manns ótímabært af völdum alkóhólisma, fjölskyldur þjást og einstaklingar missa starfsþrek og samfélagslegan dug. Ungmenni tapa áttum, flosna úr skóla og tapa dýrmætum tækifærum, jafnvel lífinu sjálfu. Fíknisjúkdómurinn er þjóðfélagsmein sem fer vaxandi um allan hin vestræna heim. Íslendingar hafa lengi staðið fremstir þjóða í meðhöndlun á áfengis- og vímuefnasýki en nú kann að verða breyting þar á. Fyrir liggur að þjónustusamningur ríkisins við SÁÁ verður skertur um 70 milljónir fyrir árið 2010 miðað við fast verðlag. Útilokað er að halda uppi núverandi þjónustustigi gangi áform heilbrigðisráðherra eftir. Í kjölfar kreppunnar dróst sjálfsaflafé SÁÁ verulega saman, styrkir fyrirtækja þurrkuðust nánast út á einni nóttu og framlag ríkisins til Sjúkrahússins Vogs var skorið niður um 3,4% fyrir yfirstandandi ár. Fyrsti skellurinn var því stór, tugir milljóna, og brást SÁÁ strax við til að verja meðferðina sjálfa og fór í umfangsmikinn sársaukafullan niðurskurð. Öllum steinum var velt við, allar hugsanlegar leiðir voru nýttar til hagræðingar og sparnaðar, starfsfólki var fækkað verulega og dregið úr nauðsynlegu viðhaldi fasteigna. Öll áhersla var lögð á að halda gæðum og umfangi meðferðarinnar óbreyttu, starfsfólkið sem eftir er hefur því tekið á sig aukið álag og umtalsverða tekjuskerðingu. Allir hugsandi menn hafa samúð með fjárlaganefnd og þingmönnum öllum, því aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hefur meira mætt á skynsemi fjárlaganefndar og siðgæðisþreki þingsins. Þjóðin hefur ekki þurft að draga seglin jafn mikið saman milli ára síðan sögur hófust. Engum er alveg sama um hvar og hvernig skera skal og allir eru á móti flötum niðurskurði. Skynsamt fólk veit að á samdráttartímum þarf að forgangsraða og sumt er ekki hægt að spara því að stundargróðinn getur á augabragði umhverfst í andstæðu sína. Þannig er því varið ef hætt er að meðhöndla virka áfengis- og fíkniefnasjúklinga. Samkvæmt tölum frá NIDA (The National Institute on Drug Abuse) sem er stofnun í bandaríska heilbrigðisráðuneytinu, fást tólf dollarar til baka fyrir hvern einn sem fjárfestur er í meðferð við áfengis- og fíkniefnasjúkdómnum, vegna sparnaðar á afleiddum kostnaði þjóðfélagsins er hlýst af virkum fíknisjúkdómi. Ætla má að mjög svipað hlutfall gildi hjá okkur. 70 milljóna króna niðurskurður á meðferðinni á Vogi getur því jafngilt 840 milljóna tapi fyrir þjóðfélagið í heild þegar upp er staðið. Höfum við efni á því, mér er spurn, hvað heldur þú? Stór hluti þessa afleidda kostnaðar er ótímabær dauðsföll, því er nauðsyn að ráðamenn svari þessari siðferðislegu spurningu: Hvert eiga dauðsjúkir einstaklinga að leita sem koma á næstunni að læstum dyrum í heilbrigðiskerfinu vegna fjárskorts? Við Íslendingar segjum allir sem einn: Nei, við viljum ekki skera niður aðgengi, þjónustu og endurhæfingu þeirra sem þurfa á aðstoð heilbrigðiskerfisins að halda. Hjá okkur í SÁÁ hefur hagræðing þegar farið fram, hér er varla nokkur möguleiki á ýtarlegri tiltekt, það eina sem blasir við okkur er að skerða aðgengi og þjónustu við fólk sem er lífshættulega sjúkt, verði þjónustusamningurinn ekki virtur. Allir Íslendingar eru sammála um að það gengur ekki að neita fársjúku fólki um læknisaðstoð. Þess vegna þarf fjárveitingarvaldið að taka sig saman í andlitinu og hætta við að skerða nýgerðan þjónustusamning við SÁÁ. Höfundur er félagi í SÁÁ og starfar sem áfengisráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á hverju ári deyr fjöldi manns ótímabært af völdum alkóhólisma, fjölskyldur þjást og einstaklingar missa starfsþrek og samfélagslegan dug. Ungmenni tapa áttum, flosna úr skóla og tapa dýrmætum tækifærum, jafnvel lífinu sjálfu. Fíknisjúkdómurinn er þjóðfélagsmein sem fer vaxandi um allan hin vestræna heim. Íslendingar hafa lengi staðið fremstir þjóða í meðhöndlun á áfengis- og vímuefnasýki en nú kann að verða breyting þar á. Fyrir liggur að þjónustusamningur ríkisins við SÁÁ verður skertur um 70 milljónir fyrir árið 2010 miðað við fast verðlag. Útilokað er að halda uppi núverandi þjónustustigi gangi áform heilbrigðisráðherra eftir. Í kjölfar kreppunnar dróst sjálfsaflafé SÁÁ verulega saman, styrkir fyrirtækja þurrkuðust nánast út á einni nóttu og framlag ríkisins til Sjúkrahússins Vogs var skorið niður um 3,4% fyrir yfirstandandi ár. Fyrsti skellurinn var því stór, tugir milljóna, og brást SÁÁ strax við til að verja meðferðina sjálfa og fór í umfangsmikinn sársaukafullan niðurskurð. Öllum steinum var velt við, allar hugsanlegar leiðir voru nýttar til hagræðingar og sparnaðar, starfsfólki var fækkað verulega og dregið úr nauðsynlegu viðhaldi fasteigna. Öll áhersla var lögð á að halda gæðum og umfangi meðferðarinnar óbreyttu, starfsfólkið sem eftir er hefur því tekið á sig aukið álag og umtalsverða tekjuskerðingu. Allir hugsandi menn hafa samúð með fjárlaganefnd og þingmönnum öllum, því aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hefur meira mætt á skynsemi fjárlaganefndar og siðgæðisþreki þingsins. Þjóðin hefur ekki þurft að draga seglin jafn mikið saman milli ára síðan sögur hófust. Engum er alveg sama um hvar og hvernig skera skal og allir eru á móti flötum niðurskurði. Skynsamt fólk veit að á samdráttartímum þarf að forgangsraða og sumt er ekki hægt að spara því að stundargróðinn getur á augabragði umhverfst í andstæðu sína. Þannig er því varið ef hætt er að meðhöndla virka áfengis- og fíkniefnasjúklinga. Samkvæmt tölum frá NIDA (The National Institute on Drug Abuse) sem er stofnun í bandaríska heilbrigðisráðuneytinu, fást tólf dollarar til baka fyrir hvern einn sem fjárfestur er í meðferð við áfengis- og fíkniefnasjúkdómnum, vegna sparnaðar á afleiddum kostnaði þjóðfélagsins er hlýst af virkum fíknisjúkdómi. Ætla má að mjög svipað hlutfall gildi hjá okkur. 70 milljóna króna niðurskurður á meðferðinni á Vogi getur því jafngilt 840 milljóna tapi fyrir þjóðfélagið í heild þegar upp er staðið. Höfum við efni á því, mér er spurn, hvað heldur þú? Stór hluti þessa afleidda kostnaðar er ótímabær dauðsföll, því er nauðsyn að ráðamenn svari þessari siðferðislegu spurningu: Hvert eiga dauðsjúkir einstaklinga að leita sem koma á næstunni að læstum dyrum í heilbrigðiskerfinu vegna fjárskorts? Við Íslendingar segjum allir sem einn: Nei, við viljum ekki skera niður aðgengi, þjónustu og endurhæfingu þeirra sem þurfa á aðstoð heilbrigðiskerfisins að halda. Hjá okkur í SÁÁ hefur hagræðing þegar farið fram, hér er varla nokkur möguleiki á ýtarlegri tiltekt, það eina sem blasir við okkur er að skerða aðgengi og þjónustu við fólk sem er lífshættulega sjúkt, verði þjónustusamningurinn ekki virtur. Allir Íslendingar eru sammála um að það gengur ekki að neita fársjúku fólki um læknisaðstoð. Þess vegna þarf fjárveitingarvaldið að taka sig saman í andlitinu og hætta við að skerða nýgerðan þjónustusamning við SÁÁ. Höfundur er félagi í SÁÁ og starfar sem áfengisráðgjafi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar