Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins lækkaði um 44%

Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins lækkaði um 44% á þriðja ársfjórðungi ársins að því er segir á vefsíðu Credit Market Analysis (CMA) þar sem ársfjórðungsskýrsla CMA yfir skuldatryggingarálög á þjóðir hefur verið birt.

Álagið var í tæpum 700 punktum við upphaf fjórðungsins en endaði tímabilið í tæpum 400 punktum. Það hefur lækkað nokkuð á fyrstu dögum þessa mánaðar og stendur nú í 345 puntkum.

Hvað Norðurlöndin í heild varðar má nefna til samanburðar að skuldatryggingarálag á sænska ríkið lækkaði um tæp 23% á ársfjórðungnum, fór úr tæpum 60 punktum og niður í 45 puntka. Í skýrslunni kemur fram að Noregur er með lægsta skuldatryggingarálag allra ríkja í heiminum eða aðeins tæpa 17 punkta.

Noregur, Finnland og Danmörk fá öll einkunnina aaa hvað skuldahæfi varðar samkvæmt mati CMA og eru á topp tíu listanm hvað þetta varðar.

Ísland er enn í fimmta sæti á listanum yfir þau tíu ríki sem talin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Þar hefur einkunnina b en landið var með einkunnina ccc á öðrum ársfjórðungi ársins.

Úkranína sem vermir botnsætið með álag upp á 1.200 punkta og er með einkunnina cc. Lægsta einkunn sem CMA gefur er c og þýðir hún einfaldlega gjaldþrot.

Skuldatryggingarálag á ríkissjóð í 345 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram 3,45% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×